Leit
Loka

Athugið er námið er ekki lengur í boði.


Á bráðalækningadeild Landspítala er starfrækt formlegt framhaldsnám í bráðalækningum. Byggir sérnámið á marklýsingu Royal College of Emergency Medicine (RCEM) í Bretlandi sem hefur verið staðfærð til nota á Íslandi og samþykktt af mats- og hæfisnefnd árið 2019.

Er í boði fullt sex ára sérnám í bráðalækningum, með þeim fyrirvara að hið minnsta 6 mánuðir skuli fara fram sem starfsnám á sjúkrahúsi erlendis sem hefur viðurkenningu yfirvalda í því landi til sérmenntunar bráðalækna. Þá er unnt að taka allt að sex mánuðum sérnámsins á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri.

Skiptist sérnámið í þriggja ára kjarnanám í bráðalækningum og þriggja ára á efri stigum sérnáms – s.k. Higher Specialty Training (HST). Í kjarnanáminu starfa sérnámslæknar í 18 mánuði á bráðamóttöku auk námsvistar í svæfinga- og gjörgæslulækningum, bráðalyflækningum og bráðamóttöku barna, sex mánuði á hverri deild. Á þeim tíma öðlast sérnámslæknar þjálfun í undirstöðum atriðum greiningar og meðferðar bráðveikra og slasaðra.

Þeir sérnámslæknar sem eru komnir á efri ár námsins sinna störfum af auknu sjálfsstæði, taka að sér leiðbeiningu og handleiðslu læknanema, kandídata og sérnámslækna í kjarnanámi en starfa áfram undir handleiðslu sérfræðinga.

Fræðsla er innbyggð í námstíma sérnámslækna sem stefnt er að hafa tvo heila daga í viku frá og með haustinu 2020 fyrir alla lækna í skipulögðu sérnámi.

Sérnámslæknar þurfa að standast próf á vegum RCEM sem sum hefur verið unnt að taka á Íslandi.

Vísað er á viðkomandi svið

Velkomin

Bráðalækningar

Svæfingalækningar

Lyflækningar

Leiðbeiningar fyrir handleiðara

Upplýsingar um rafræna skráningarkerfið og matsblöðin í ePortfolio

    Reflections

    PDP - atriði tli að hafa í huga

Fyrirkomulag handleiðara

Hermikennsla

Gæðaverkefni

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?