Nemendur á Landspítala

Hagnýtar upplýsingar
Nauðsynlegt er að skrá alla nemendur, fara vel yfir gátlista fyrir nemendur og umsjónarmenn þeirra, skila undirrituðum skjölum, sjá til þess að nemandi fái auðkenniskort og fylgi reglum um heilsuvernd.
- Skráning nemenda - eyðublað
- Gátlisti fyrir nemendur á Landspítala
- Þagnarskylda, reglur er varða notkun sjúkraskrárupplýsingar og skilmálar varðandi prentun og ljósritun - til undirskriftar
- Áhersluatriði um aðgang að rafrænum sjúkraskrám
- Eyðublað fyrir hópa varðandi rafrænan aðgang - til undirskriftar
- Auðkenniskort fyrir nema og kennara
- Heilsuvernd
- Hverja á að skrá?
Erlendir háskólar
- Confidentiality, rules regarding the use of medical information and terms regarding printing and photocopying- til undirskriftar
- Application for clinical training at Landspítali
- Information about Landspítali - upplýsingar á ensku
- Price list for printing and xeroxing/photocopying
Regina Ásdíardóttir, verkefnastjóri á menntadeild, regina@landspitali.is
Auðkenniskort eru afhent skráðum nemendum í í móttökumiðstöðinni í Skaftahlíð 24, á 1. hæð norður húss.
Þar er opið alla virka daga kl. 08:30 og 11:30 .
Nemandi skal ávallt bera auðkenniskort á Landspítala á meðan á námsdvöl stendur.
Auðkenniskort er líka aðgangskort og prentkort, sjá gjaldskrá vegna prentunar og ljósritunar
- Allir nemendur undirrita skilmála um að gæta þagmælsku um atriði er þeir fá vitneskju um í námi eða starfi á Landspítala og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirmanna eða eðli máls.
- Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi, náminu lokið eða því hætt.
- Öll vitneskja um sjúklinga, sjúkdóma þeirra og meðferð er að sjálfsögðu háð þagnarskyldu.
- Nemandi fær aðgang að rafrænni sjúkraskrá ef við á og undirritar þá yfirlýsingu um að hann samþykki að fara eftir gildandi umgengnisreglum.
Sjá nánar um þagnarskyldu í Lög um heilbrigðisstarfsfólk 17 gr. Trúnaður og þagnarskylda undir Lög og reglugerðir hér fyrir neðan.
Aðgang að rafrænum kerfum Landspítala fá skráðir nemar sem á Landspítala (tengill) sem hafa undirritað þagnarheit og reglur er varða notkun sjúkraskrárupplýsinga (tengill).
Aðgangur að rafrænum kerfum er einungis í gegnum innri vef Landspítala.
Landspítali gerir kröfur til nemenda og starfsmanna í samræmi við vinnuverndarlög, verklagsreglur um forvarnir og tilmæli sóttvarnarlæknis (dreifibréf 2/2011).
Nauðsynlegt er að nemendur kynni sér eftirfarandi leiðbeiningar um Heilsuvernd og uppfylli þau skilyrði sem gerð eru til að gæta öryggis sjúklinga, nemenda og starfsmanna á spítalanum.
Nemendur undirgangast þær öryggisráðstafanir sem almennt gilda um starfsmenn spítalans á hverjum tíma.
Verði nemenadinn fyrir stunguóhappi eða öðrum atvikum innan veggja LSH eða öðrum atvikum innan veggja LSH sem geta haft áhrif á heilsu hans ber honum að tilkynna það samkvæmt gildandi reglum LSH.
Sama gildir ef nemandinn er valdur að atvikum sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu samstarfsmanna eða sjúklinga.
Nemandi í heilbrigðisvísindagrein sem stundar vettvangsnám á LSH, er slysatryggður skv. IV. kafla laga um almannatryggingar nr. 100/2007.
Nemandinn nýtur ekki frekari tryggingaverndar af hálfu opinberra aðila.
Nemendur eru eindregið hvattir til þess að íhuga stöðu sína og þá vernd sem einkavátryggingar veita.
Nemendur eru hvattir til að kynna sér ákvæði eftirfarandi laga og reglna:
- Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997, sjá einkum 11. gr.
- Lög um almannatryggingar nr. 100/2007 með síðari breytingum, sjá IV. kafla um slysatryggingar einkum 29. gr.
- Lög um sjúklingatryggingu nr. 111/2000, sjá einkum 1., 2., 8. og 9, gr.
- Lög um heilbrigðisstarfsfólk nr. 34 - 20. janúar 2019. Útgáfa 149a
Umsókn um námspláss og skráning nema
- Allir nemendur eru skráðir hjá menntadeild Landspítala
- Skólar sem senda nemendur í klínískt nám sjá um það
- Ef nemendur koma á spítalann á vegum einstakra starfsmanna, þá eru þeir ábyrgir fyrir skráningu þeirra
Nánari upplýsingar: Regína Ásdísardóttir, verkefnisstjóri, sími 543-1213
Netfang: nemar@landspitali.is
Hjúkrunarnemar
Beiðnin skal sendast á Eygló Ingadóttir, verkefnastjóri
Beiðnin skal sendast á: hjukrun@landspitali.is
Í beiðninni skal koma fram heiti námskeiðs, fjöldi nemenda, óskir um deildir, verknámstímabil og skipulag.
Nánari upplýsingar um klínískt nám hjúkrunarnema:
Eygló Ingadóttir, verkefnastjóri, sími 8255855..
1. árs nemendur í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands sem fara í verknám á Landspítala
Velkomin/n á Landspítala!
- Þú hefur undirritað þagnarskyldu hjá skólanum þínum.
- Við minnum á að hún er í fullu gildi í verknáminu á LSH.
- Þú þarft að fá „nema-auðkenniskort“og bera það meðan þú ert í verknáminu.
- Fyrst þarf að fara í myndatöku hjá ljósmyndara Landspítala - sjá hér um stað og tíma á heimasíðu spítalans
Kortið sækir þú svo eftir 2 daga á skrifstofu mannauðsmála Landspítala í Skaftahlíð 24, 1. hæð (sími 543-1330).
Ætlast er til að allir nemar beri „nema-auðkenniskort“, en það er með grænni rönd.
Ef þú hefur unnið á, legið á eða fengið meðferð á erlendum sjúkrastofnunum sl. sex mánuði þarft þú að láta leita að MÓSA (Meticillín ónæmur Staphylococcus aureus).
- Það er gert á göngudeildum á LSH við Hringbraut (543-2240) og í Fossvogi (543-2040)
- Neikvætt svar úr MÓSA skimun þarf að liggja fyrir áður en þú hefur verklegt nám
Ef þú telur þig þurfa að fá bólusetningar eða fara í berklapróf getur þú pantað tíma hjá starfsmannahjúkrunarfræðingi í síma 543 7390.
- Annars bjóðum við hjúkrunarnemendum LSH upp á bólusetningar fyrir verknámið á öðru ári
Skv. III. kafla laga um almannatryggingar, er nemandi sem stundar nám á LSH slysatryggður meðan á námi stendur.
Nemandinn nýtur ekki frekari tryggingaverndar af hálfu opinberra aðila, en hann er eindregið hvattur til þess að íhuga stöðu sína og þá vernd sem einkavátryggingar veita.
Nemar í klínísku námi njóta sömu tryggingaverndar að því er varðar bótaábyrgð gagnvart sjúklingum og starfsmenn spítalans, enda vinna þeir á ábyrgð kennara sinna á LSH.
Við óskum þér góðs gengis í verklegu námi á Landspítala
Starfsfólk vísinda-, mennta- og gæðasviðs
2., 3 . og 4. árs nemendur í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands Velkomin/n á Landspítala!
Þagnarskylda
- Þú hefur undirritað þagnarskyldu hjá skólanum þínum
- Við minnum á að hún er í fullu gildi í verknáminu á Landspítala
Rafrænn aðgangur
- Þér hafa verið kynntar reglur LSH um háttvísa notkun sjúkraskráa
- Lykilorðið sem þú færð gildir allan námstímann
- Aðgangur er virkjaður fyrir hvert verklegt námskeið á viðkomandi deild og lokað fyrir aðgang er námskeiði lýkur
- Sama lykilorð gildir ef nemandi vinnur með námi
Auðkenniskort
- Þú færð (þ.e. ef þú átt ekki nú þegar) „nema-auðkenniskort“
Fyrst þarf að fara í myndatöku hjá ljósmyndara Landspítala - Kortið sækir þú svo eftir 2 daga á skrifstofu mannauðsmála Landspítala, Skaftahlíð 24, 1. hæð (sími 543-1330)
- Ætlast er til að allir nemar beri „nema-auðkenniskort“, en það er með grænni rönd
Bólusetning gegn lifrarbólgu B, berklapróf og heilbrigðisviðtal
- Nemandi skal panta sér viðtal hjá starfsmannahjúkrunarfræðingi áður en verklegt nám hefst á 2. ári
- Hægt er að hafa samband við starfsmannahjúkrunarfræðinga á netfangið starfsmannahjukrun@landspitali.is
MÓSA skimun
Ef þú hefur unnið á, legið á eða fengið meðferð á erlendum sjúkrastofnunum sl. sex mánuði þarft þú að láta leita að MÓSA (Meticillín ónæmur Staphylococcus aureus).
Það er gert á göngudeildum við Hringbraut (543-2200) og í Fossvogi (543-2040).
Neikvætt svar úr MÓSA skimun þarf að liggja fyrir áður en þú hefur verklegt nám.
Tryggingar nemenda
Skv. III. kafla laga um almannatryggingar, er nemandi sem stundar nám á LSH slysatryggður meðan á námi stendur.
Nemandinn nýtur ekki frekari tryggingaverndar af hálfu opinberra aðila, en hann er eindregið hvattur til þess að íhuga stöðu sína og þá vernd sem einkavátryggingar veita.
Nemar í klínísku námi njóta sömu tryggingaverndar að því er varðar bótaábyrgð gagnvart sjúklingum og starfsmenn spítalans, enda vinna þeir á ábyrgð kennara sinna á Landspítala.
Við óskum þér góðs gengis í klínísku námi á Landspítala
Starfsfólk vísinda-, mennta- og gæðasviðs
Nemendur í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri Velkomin/n á Landspítala!
Þagnarskylda
- Þú hefur undirritað þagnarskyldu hjá skólanum þínum
- Við minnum á að hún er í fullu gildi í verknáminu á Landspítala.
Rafrænn aðgangur
- Þér hafa verið kynntar reglur LSH um háttvísa notkun sjúkraskráa
- Lykilorðið sem þú færð gildir allan námstímann
- Aðgangur er virkjaður fyrir hvert verklegt námskeið á viðkomandi deild og lokað fyrir aðgang er námskeiði lýkur
- Sama lykilorð gildir ef nemandi vinnur með námi
Auðkenniskort
- Þú færð (þ.e. ef þú átt ekki nú þegar) „nema-auðkenniskort“.
- Fyrst þarf að fara í myndatöku móttökumiðstöð Landspítala, Skaftahlíð 24, 1. hæð
Kortið sækir þú svo eftir 2 daga á skrifstofu mannauðsmála Landspítala í Skaftahlíð 24, 1. hæð (sími 543-1330).
Ætlast er til að allir nemar beri „nema-auðkenniskort“, en það er með grænni rönd
Bólusetning gegn lifrarbólgu B, berklapróf og heilbrigðisviðtal
- Ef þú hefur ekki farið í heilsufarsviðtal á FSA bjóðum við upp á slíkt á Landspítala
- Nemandi skal panta sér heilbrigðisviðtal hjá starfsmannahjúkrunarfræðingi áður en fyrsta verklegt nám hefst
- Starfsmannahjúkrunarfræðingur LSH er með móttöku á göngudeild G-3 í Fossvogi, sími 543-2040
MÓSA skimun
Ef þú hefur unnið á, legið á eða fengið meðferð á erlendum sjúkrastofnunum sl. sex mánuði þarft þú að láta leita að MÓSA (Meticillín ónæmur Staphylococcus aureus).
Það er gert á göngudeildum LSH við Hringbraut (543-2200) og í Fossvogi (543-2040).
Neikvætt svar úr MÓSA skimun þarf að liggja fyrir áður en þú hefur verklegt nám.
Tryggingar nemenda
Skv. III. kafla laga um almannatryggingar, er nemandi sem stundar nám á LSH slysatryggður meðan á námi stendur.
Nemandinn nýtur ekki frekari tryggingaverndar af hálfu opinberra aðila, en hann er eindregið hvattur til þess að íhuga stöðu sína og þá vernd sem einkavátryggingar veita.
Nemar í klínísku námi njóta sömu tryggingaverndar að því er varðar bótaábyrgð gagnvart sjúklingum og starfsmenn spítalans, enda vinna þeir á ábyrgð kennara sinna á LSH.
Við óskum þér góðs gengis í klínísku námi á Landspítala
Starfsfólk vísinda-, mennta- og gæðasviðs
Hjúkrunarnemar í starfi á LSH sjá lýsingu í gæðahandbók (ATH. bara aðgengilegt á innan Landspítala netsins)
Siðareglur
- Sú meginregla gildir við meðferð heilsufarsupplýsinga á LSH að starfsmaður skal einungis leita eftir þeim upplýsingum um sjúklinga á LSH sem hann þarf á að halda í starfi sínu í þágu sjúklingsins eða í öðrum lögmætum tilgangi og þar sem fyrir liggur að slíkt sé heimilt samkvæmt lögum. Óheimilt er að leita eftir upplýsingum í öðrum tilgangi og sjúklingar eiga rétt á því að starfsmenn skoði ekki gögn er þá varða að nauðsynjalausu.
- Starfsmaður skal nota eigið aðgangsorð í öllum tilvikum þegar leitað er eftir upplýsingum í rafrænni sjúkraskrá.
- Óheimilt er að lána öðrum einstaklingum eigið aðgangsorð og starfsmenn bera ábyrgð á öllum aðgangi sem á sér stað á þeirra aðgangsorði.
- Óheimilt að nota aðgangsorð annarra við uppflettingar í sjúkraskrám.
- Það telst eðlileg meðferð aðgangsheimilda að sjúkraskrá að skoða persónuupplýsingar um sjúkling er vistast á skipulagskjarna (deild/sérgrein) þar sem viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður vinnur og þarfnast slíkt ekki sérstakra skýringa enda sé notkunin tengd meðferð viðkomandi sjúklings. Starfsmaður sem skoðar og/eða vinnur á annan máta með heilsufarsupplýsingar á LSH skal geta gert grein fyrir tilgangi notkunarinnar þegar þess er krafist.
- Óski sjúklingur upplýsinga um hver/hverjir hafi skoðað og/eða unnið með heilsufarsupplýsingar sem skráðar hafa verið um hann, ber LSH skylda til að veita umbeðnar upplýsingar. LSH áskilur sér rétt til að gera það án sérstakrar tilkynningar til heilbrigðisstarfsmanns/heilbrigðisstarfsmanna. Sjúklingurinn getur þannig átt þátt í eftirliti með því hvernig heilsufarsupplýsingar í sjúkraskrá eru nýttar.
Eftirlit
Aðgangur heilbrigðisstarfsmanns að heilsufarsupplýsingum í sjúkraskrá er skráður hverju sinni þannig að hægt er að rekja hverjir hafa farið inn á hverja sjúkraskrá. Sérstök eftirlitsnefnd, í samstarfi við upplýsingatæknisvið, annast eftirlit með því hvernig upplýsingar eru sóttar í tölvukerfi spítalans og hvort það sé í samræmi við gildandi aðgangsheimildir.
Komi fram vísbendingar um misnotkun skal það samstundis tilkynnt framkvæmdastjóra lækninga sem ber ábyrgð á eftirliti með meðferð og vörslu heilsufarsupplýsinga á LSH.
Viðurlög
Brot á reglum þessum og misnotkun trúnaðarupplýsinga um sjúklinga á LSH geta varðað áminningu eða brottrekstri úr starfi auk tilkynningar til landlæknis og/eða kæru til lögreglu eftir því sem talið er eiga við í hverju tilviki.
Ef talið er að brotið hafi verið gegn ákvæðum laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000, almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða öðrum lagafyrirmælum er vernda almannarétt eða réttindi sjúklinga verður mál umsvifalaust kært til lögreglu.
Sú háttsemi að skoða sjúkraskrá sjúklings án þess að starfsmaður þurfi á upplýsingum að halda í starfi sínu í þágu sjúklingsins, sbr. nánari skýringar hér að framan, telst vera brot í starfi í skilningi 21. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 og varðar áminningu samkvæmt 44. gr. sömu laga og brottvikningu úr starfi sé um ítrekun brots að ræða.
Nemendur undirrita yfirlýsingu
Yfirlýsing vegna aðgangs að sjúkraskrárkerfum á Landspítala
Undirrituð/aður staðfestir að hafa lesið reglur er varða notkun sjúkraskrárupplýsinga á Landspítala og ég samþykki að fara eftir reglunum.
Ég heiti því að leita eingöngu eftir þeim upplýsingum um sjúklinga, sem ég þarf á að halda í starfi mínu í þágu sjúklings eða í öðrum lögmætum tilgangi.
Mér er ljóst að öll önnur notkun gagnanna er óheimil.
Ég geri mér grein fyrir;
- að brot á reglum þessum muni leiða til viðbragða af hálfu Landspítala.
- að brot á umgengni um sjúkraskár sbr. framanritað geti varðað áminningu eða brottvikningu úr starfi.
- að brot á ákvæðum laga um meðferð persónuupplýsinga, almennum hegningarlögum eða öðrum lagafyrirmælum er vernda almannarétt eða réttindi sjúklinga verði kærð til lögreglu.
- að brot kunni að verða tilkynnt landlækni.
Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar með íslenskt hjúkrunarleyfi sem ráðnir eru á Landspítala geta sótt um starfsþróunarár.
Það felur í sér skuldbindingu til eins árs og þátttöku í námskeiðum, fundum og öðrum atburðum sem lagðir eru fyrir.
Starfsþróunarár samfellt ferli og styrkir hæfni og þekkingu þar sem árangursrík hjúkrun og öryggi sjúklinga eru í öndvegi.
Auglýst er eftir umsóknum á Starfatorgi í maí og ágúst ár hvert.
Nánari upplýsingar um starfsþróunarár hjúkrunarfræðinga: hrundsch@landspitali.is og joninasi@landspitali.is
Læknanemar
Beiðni um klínískt nám fyrir læknanema utan Háskóla Íslands skal berast menntadeild Landspítala.
- Umsóknarfrestur fyrir verknám að sumri er til 1.desember (sumarönn maí-ágúst/sept)
- Umsóknarfrestur fyrir verknám á haustmisseri er til 1. feb (haustönn sept-des)
- Umsóknarfrestur fyrir verknám á vormisseri er til 1. ágúst (vorönn jan-maí)
Beiðnin skal sendast á Regínu Ásdísardóttur, verkefnisstjóra á menntadeild, sími 543 1213, regina@landspitali.is.
Sjúkraliðanemar
Verknámsvist. Beiðni um verknámsvist fyrir sjúkraliðanema skal berast Landspítala að minnsta kosti þremur mánuðum fyrir áætlaðan verknámstíma.
Í beiðninni skal koma fram heiti námskeiðs, fjöldi nemenda, óskir um deildir, nöfn og netföng umsjónakennara, verknámstímabil og skipulag.
- Beiðni um verknámsvist skal senda á sjukralidanemar@landspitali.is
- Nánari upplýsingar: Linda Björk Loftsdóttir verkefnastjóri, s. 543 5701, netfang: lindalo@landspitali.is
Starfsþjálfun. Sjúkraliðanemar sækja um starfsþjálfun hér:
Mikilvægt er að umsóknin sé vel útfyllt og að vottorð frá skólunum fylgi með sem viðhengi strax og sótt er um.
Starfsráðning. Einstaklingar sem ráða sig sem sjúkraliðanema í starf á Landspítala þurfa að hafa lokið að minnsta kosti þremur grunnáföngum í bóklegri hjúkrunarfræði og einum áfanga í verknámi.
Þeir skulu vera í virku námi eða hafa verið það síðastliðna 12 mánuði. Nemendur skulu sýna staðfestingu frá skóla um að þeir hafi leyfi til þess að ráða sig sem sjúkraliðanema.
Nánari upplýsingar: monnunarteymi@landspitali.is