Leit
Loka

Öryggi og persónuvernd á vefnum

Þegar þú notar vef Landspítala verða til upplýsingar um heimsóknina. Landspítali miðlar þeim ekki til annarra nema samkvæmt lagaskyldu til eftirlitsaðila.

Notkun á vafrakökum

Svokallaðar vafrakökur* eru notaðar á vefnum til að telja heimsóknir á vefinn. 

Við notum vafrakökur sparlega og með ábyrgum hætti. Upplýsingarnar notum við fyrst og fremst til að bæta notendaupplifun á vefnum. Notendur vefsins geta að sjálfsögðu stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. 

Landspítali notar Google Analytics til vefmælinga. Við hverja komu inn á vefinn eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. um það efni sem notendur sækjast mest eftir og fleira. Engum frekari upplýsingum er safnað um hverja komu og ekki er gerð tilraun til að tengja slíkar upplýsingar við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.

* „cookies“ - sérstök skrá sem komið er fyrir á tölvu notanda sem heimsækir viðkomandi vef og geymir upplýsingar um heimsóknina. 

SSL skilríki

Vefurinn not­ast við SSL skil­ríki þannig að öll sam­skipti sem send eru milli not­anda og vefs eru dulkóðuð sem eykur ör­yggi gagna­flutn­ings­ins. SSL skilríki varna því að utanaðkomandi aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum vefinn, eins og t.d. lykilorð. 
  

Ábendingar frá notendum

Á flestum síðum vefsins er hægt að skrá ábendingu um hvað megi betur fara á síðunni í gegnum formið Var efnið hjálplegt? Ábendingarnar eru ekki gerðar undir nafni né er netfang skráð. Upplýsingarnar eru vistaðar í vefumsjónarkerfi og geymdar að hámarki í eitt ár.

Hafa samband – ábending eða fyrirspurn

Á vefnum er hægt að hafa samband við ýmsa tengiliði og stjórnendur Landspítala með því að senda tölvupóst. Einnig er hægt að fylla út form með ábendingum um þjónustu eða annað sem varðar vefinn eða aðra starfsemi spítalans. Afrit af erindunum og svörum sem eru send með tölvupósti eru ekki vistuð í vefumsjónarkerfinu. Afrit af erindum sem berast úr formum eru vistaðar  í vefumsjónarkerfi og geymdar að hámarki í eitt ár.

Tenglar í aðra vefi

Á vef Landspítala er stundum vísað á vefi annarra stofnana og fyrirtækja. Reglur Landspítala um öryggi notenda gilda ekki á vefjum utan hans. Spítalinn ber ekki ábyrgð á efnisinnihaldi eða áreiðanleika slíkra vefja. Vísunin þýðir heldur ekki að Landspítali styðji eða aðhyllist nokkuð sem þar kemur fram.

Persónuverndarstefna

Framkvæmdastjórn Landspítala hefur samþykkt persónuverndarstefnu sem byggir á lögum um persónuvernd og vinnslu persónupplýsinga. Þar má sjá í hvaða tilgangi upplýsingum er safnað frá sjúklingum, starfsmönnum, nemum eða öðrum skjólstæðingum, hvaða upplýsingum er safnað, hvernig þær eru varðveittar, hvert þeim er miðlað og hvernig öryggi þeirra er gætt í starfsemi spítalans. Einnig má sjá hver réttur einstaklinga er gagnvart eigin upplýsingum.

Fyrirvari

Þótt leitast sé við að hafa upplýsingar á vef Landspítala réttar og í samræmi við nýjustu stöðu mála er ekki ávallt hægt að ábyrgjast að svo sé. Þetta á einnig við um tilvísanir og tengla í efni utan vefsins.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?