Leit
Loka
 

Umbótastarf

Verkefnastofa vinnur með stjórnendum og starfsmönnum að breytingum í rekstri, styður við starfsáætlun og lykilverkefni Landspítala og heldur utan um "Verkefnaskrá Landspítala". Verkefnastofa annast Umbótaskólann og veitir ráðgjöf og vinnur að því að samræma og þróa verklag, sérstaklega hvað varðar skilvirka verkferla eða Lean Healthcare.

Aðferðafræði straumlínustjórnunar (Lean Healthcare) er aðferðafræði sem Landspítali hefur nýtt sér til að vinna að breytingum á þjónustu spítalans til að auka öryggi og minnka sóun. Landspítalaleiðin lýsir helstu þáttum í umbótamenningu spítalans.

Lean skólinn 

Sýna allt

Lean 01 er grunnfræðsla fyrir alla starfsmenn um stöðugar umbætur með hugmyndafræði lean (straumlínustjórnunar). Námskeiðið er 2 klst og er sótt um það á innri vef í Orra. Efnistökin sem farið er yfir eru:

 • Hvað er lean
 • Teymisvinnu
 • 8 tegundir sóunar (Of mikil framleiðsla, Óþarfa flutningar, bið, óþarfa hreyfing, birgðir, gallar, óþarfa aðgerðir, ónýttir hæfileikar starfsmanna)
 • Rannsóknir á vandamálum - 5 afhverju
 • 5s ( sortera, staðsetja, snyrta, staðla, styðja)

Lean 1 glærur (pdf)

Lean 02 er framhaldsfræðsla og þarf að vera búið að fara á lean 01 áður en farið er í lean 02. Námskeiðið er fyrir alla starfsmenn og er 3  klst, sótt um það á innri vef í Orra. 
Efnistökin sem farið er yfir eru:
 • PDCA (Plan - Do - Check - Act)
 • A3 í verkefnavinnu
 • Kaizen - umbótavinnustofa
 • Sjónræn stjórnun - umbótatöflur

Lean 2 glærur (pdf)

PDCA sniðmát

Stofnskrá sniðmát

Verkefnamiðar

 Lean 03

Lean 03 er þjálfun fyrir þá sem vilja verða lean þjálfarar. Lean þjálfarar ýta undir umbótastarf á sinni deild og vinna að umbótaverkefnum sem tengjast þeim. Þeir eiga eftir námið að geta haldið umbótavinnustofur um málefni sem tengjast deildinni svo sem 5s, ferlaverkefni, virðisgreiningu. Einnig eiga þeir að geta  sett upp umbótatöflur og aðstoðað stjórnenda á deild við að halda umbótafundi. 

Námið er einn vetur eða 6 heilir dagar en áður en starfsmaður byrjar þarf hann að hafa tekið lean 01 og lean 02. Hver og einn fær leiðbeinanda (mentor) til þess að aðstoða sig í þeim verkefnum sem þarf að gera (ferlaverkefni, 5s). 

Helstu efnistök:

 • Virðisgreining
 • A3
 • Stöðluð vinna
 • Teymisvinna
 • Training within industry
 • Lean coaching / Toyota Kata
 • Ýmis lesefni svo sem "Þetta er lean", " Andy & Me and the Hospital", "Lean Dentist" og ýmsar greinar um efnið
 • Mikilvægt er að gera verkefni samhliða þessu og eru þau síðan kynnt á uppskerufundum. 

Ef þú hefur áhuga á að verða lean þjálfari er hægt að senda tölvupóst á gudrbsig@landspitali.is en öllum umsóknum verður svarað og allir teknir í viðtöl sem sækja um.

Lean 03 er byrjar á haustönn og stendur fram á vor.

15 - 20 nemendur eru teknir inn í námið fyrir hvert skólaár.

Glærur frá lean 03

Lean 04 er þjálfun sem sérstaklega er beint að stjórnendum og er ætlast til að stjórnendateymi komi saman í þjálfunina. Hvert stjórnendateymi fær lean þjálfara sem sinn leiðbeinanda (mentor). Mikilvægt er að búið sé að fara á lean 01 og lean 02 áður en stjórnandi kemur á þetta námskeið. Námskeiðið eru 3 heilir dagar og klárast á einni önn. 

 

Helstu efnistök:

 • Teymisvinna
 • Gemba - vettvangsskoðun
 • Lean Menning
 • Ýmis lesefni svo sem "þetta er lean", " Andy & Me and the Hospital", "Lean Dentist" og ýmsar greinar um efni
 • Mikilvægt er að gera verkefni samhliða þessu og eru þau síðan kynnt á uppskerufundum. 

Ef þú hefur áhuga á að koma í lean stjórnendaþjálfun er hægt að senda tölvupóst á gudrbsig@landspitali.is en öllum umsóknum verður svarað og allir teknir í viðtöl sem sækja um.

Lean 04 er kennt á haust- og vorönn

Glærur frá lean 04

Verkefnastofa

Sýna allt

Verkefnastofa vinnur með stjórnendum og starfsmönnum að breytingum í rekstri, styður við lykilverkefni framkvæmdastjórnar og starfsáætlun Landspítala og heldur utan um "Verkefnaskrá Landspítala". Verkefnastofa annast fræðslu um verkefnastjórnun, aðferðafræði lean (straumlínustjórnun) og breytingastjórnun. Þá veitir verkefnastofa ráðgjöf og vinnur að því að samræma og þróa verklag, sérstaklega hvað varðar skilvirka verkferla – Lean Healthcare.

Aðferðafræði straumlínustjórnunar (Lean Healthcare) er aðferðafræði sem Landspítali hefur valið til að vinna að breytingum á þjónustu spítalans til að auka öryggi og minnka sóun. Meginverkefni verkefnastofu er að innleiða aðferðafræðina á Landspítala og aðlaga og þróa hana að þörfum spítalans.

Breytingastjórnun og verkefnastjórnun eru einnig mikilvæg hjálpartæki við breytingar sem og leiðarljós Landspítala sem eru:

Forgangsröðun – Einfaldleiki – Eftirfylgni.

Landspítalinn hóf lean vegferð sína árið 2011. Lean (straumlínustjórnun) eða stöðugar umbætur eins og þetta er oft kallað, snýr að því að skoða og setja þarfir sjúklingsins í öndvegi. Með því að hafa sjúklinginn í öndvegi viljum við eyða sóun, bæta flæði og jafna álag. Stöðugar umbætur eru stór hluti af stefnu landspítalans og eigum við alltaf að reyna að hugsa hvernig getum við gert betur í dag en við gerðum í gær.
Við nýtum okkur ákveðin tól og tæki í okkar umbótavegferð og eru þau m.a. listuð í Landspítalaleiðinni (sjá mynd að ofan). 

Dæmi um tól sem við notum:

 • 5S - réttir hlutir á réttum stað, þetta tengist til dæmis bættum sýkingarvörnum og minnka sóun starfsmanna að leita af því sem þeir þurfa
 • Virðisgreiningu þar sem við skoðum flæði sjúklings
 • Sjónræn stjórnun - umbótatöflur og stöðumat o.m.fl. 
 • Ekki má heldur gleyma að lean og stöðugar umbætur tengjast gæðamálum og má sjá það nánar hér en enn fremur kemur það fram í landspítalaleiðinni. 


Stöðugar umbætur snúast þó líka um breytta menningu með aukinni þátttöku starfsmanna í umbótastarfi, að stjórnendur séu sýnilegri og veiti endurgjöf, meiri teymisvinnu o.fl. Mikil samvinna er með mannauðsteyminu í þeim málum.

Boðið er upp á þjálfun í lean og er hægt að fara í  lean 01 og lean 02 sem er í boði  fyrir alla starfsmenn spítalans og svo er hægt að sækja um að verða lean þjálfari. Við teljum að Landspítalinn verði besti spítali í heimi með því að nýta okkur þessa hugmyndafræði.

Myndband um hvað er lean

Lean og nýtt spítalahúsnæði

3P aðferðafræði Lean hentar vel við rýni á nýbyggingum og fyrirhuguðum húsnæðisbreytingum.
Landspítali fékk Chris Backous, ráðgjafa frá Virginia Mason í Seattle í Bandaríkjunum, til að leiða fyrstu 3P vinnustofurnar vorið 2015.
Chris var tvívegis með erindi um aðferðafræðina og notagildi hennar. Hér er kynning hans.

Næsta Lean ráðstefna verður haldin 4.maí í hringsal barnaspítala kl. 12:30-16:00

Ef þú hefur áhuga á því að vera fyrirlesari endilega hafðu samband við osksig@lsh.is

Um ráðstefnu vor 2017

Um ráðstefnu haust 2016

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?