Jafnlaunastefna Landspítala

Starfsfólk Landspítala skal fá greidd jöfn laun og njóta sömu starfskjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Landspítali öðlaðist jafnlaunavottun í febrúar 2020, í kjölfar ítarlegrar skoðunar af hálfu vottunarfyrirtækisins Versa vottun.
Grunnkröfur starfa á Landspítala voru metnar út frá kerfi sem byggir á starfsmatskerfi breska heilbrigðiskerfisins, NHS, sem hefur verið aðlagað íslenskum aðstæðum. Yfir 800 starfsmenn Landspítala tóku þátt í að meta sín störf á árinu 2019 og stjórnendur staðfestu síðan matið á hverju starfi. Starfsmatið nær til meira en 200 starfsheita sem dreifast á 194 starfseiningar á Landspítala. Niðurstöður launaúttektar sem byggði á tölum október 2019 sýna í heildina óverulegan kynbundinn launamun á Landspítala.
Skylt efni: