Leit
Loka

Athugið að fjöldi námsplássa eru takmörkuð. Við hvetjum því nemendur til að sækja um í gegnum NORDPLUS eða ERASMUS, sérstaklega ef um lengri námsdvöl er að ræða. Alþjóðaskrifstofa Háskóla Íslands tekur á móti umsóknum, sjá www.ask.hi.is

Nemendur sem vilja sækja um starfsnám á Landspítala, vinsamlega kynnið ykkur eftirfarandi:

Athugið að verknám á Landspítala er ólaunað!

Nemendur sem sækja um starfsnám beint til Landspítala, eru vinsamlega beðnir um að senda eftirfarandi í einum tölvupósti:

  • Umsókn um verknám >>

    Vinsamlegast athugið: Notið Adobe Acrobat Reader, en ekki Apple Preview þegar þið fyllið út þetta skjal. Við lendum í vandræðum með að lesa það ef Apple Preview hefur verið notað. Sjá hvernig hlaða má niður Adobe Acrobat Reader til að komast hjá þessu vandamáli á eftirfarandi síðu >>
    Það má eins taka skjámynd af síðunni eða skanna hana inn og senda þannig. 

Beiðni um klínískt nám á Landspítala - læknanemar: 

  • Ferilskrá með upplýsingum um náms- og starfsferil 
  • Staðfesting á skólavist frá háskóla, þar sem fram komi á hvaða ári nemi er í námi og hvenær gert er ráð fyrir að námi ljúki.
  • Listi yfir lokin námskeið og listi yfir námskeið sem verður lokið þegar starfsnám hefst
  • Meðmælabréf frá einum yfirmanni sem getur staðfest frammistöðu umsækjanda í klínísku starfi eða frammistöðu sem nemanda í heilbrigðisgrein
  • Vegabréfsmynd eða svipuð mynd

Vinsamlega sendið ofangreindar upplýsingar í EINUM TÖLVUPÓSTI til:

Hjúkrunarnemar: nursingstudents@landspitali.is

Lyfjafræðinemar: pharmacystudents@landspitali.is

Aðrir nemendur: otherstudents@landspitali.is

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?