Nefndir og ráð
Yfirlit
Erfðafræðinefnd Háskóla Íslands er rannsókna- og þjónustustofnun sem starfrækt er af heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og Landspítala.
Hlutverk erfðafræðinefndar:
- Að efla erfðafræðilegar rannsóknir sem unnið er að við Háskóla Íslands, Landspítala og víðar
- Að varðveita og reka gagnabanka nefndarinnar um ættfræði
- Að sinna þjónustuverkefnum á sviði ætt- og erfðafræði, þar með talið erfðaráðgjöf
- Að stuðla að sterkum tengslum innan og utan háskólans við atvinnu- og þjóðlíf
Reglur um erfðafræðinefnd Háskóla Íslands.
Nefndin er til húsa í K-byggingu Landspítala Hringbraut, 1. hæð.
Starfsmaður: Hildur Ólafsdóttir s. 543 7143
Fagráð Landspítala - Hlutverk
- Vera forstjóra til álits um mikilvægar ákvarðanir sem varða heilbrigðisþjónustu og skipulag heilbrigðisstofnunarinnar.
- Hafa frumkvæði að og vera vettvangur faglegra umræðna um meðferð og þjónustu.
- Stuðla að því að meðferð og þjónusta grundvallist ætíð á gildandi lögum, siðareglum og gagnreyndri þekkingu í samræmi við stefnu og markmið Landspítala.
- Veita umsagnir um lagasetningar og breyingar á sviði heilbrigðismála eftir því sem við á.
- Vera ráðgefandi vettvangur fyrir starfsfólk stofnunarinnar og taka til umfjöllunar og/eða umsagnar fagleg málefni.
- Eiga frumkvæði að og skipuleggja árlega þverfaglega fræðsluviðburði.
Stjórn - skipuð 1. maí 2021 til þriggja ára:
Marta Jóns Hjördísardóttir hjúkrunarfræðingur, formaður - F.h. hjúkrunarfræðinga/ljósmæðra
Þórunn Jónsdóttir læknir - F.h. lækna
Jakobína Rut Daníelsdóttir sjúkraliði, varaformaður - F.h. sjúkraliða
Ólafur Eysteinn Sigurjónsson náttúrufræðingur - F.h. rannsóknarstétta
Halldóra Eyjólfsdóttir sjúkraþjálfari - F.h. þjálfunarstétta
Erla Björg Birgisdóttir sálfræðingur - F.h. viðtalsstétta
Tryggvi Hjörtur Oddsson hjúkrunarfræðingur - Skipaður án tilnefningar
Framhaldsmenntunarráð lækninga var stofnað á Landspítala í ársbyrjun 2017. Helsti tilgangur þess er að mæta kröfum sem gerðar eru til framhaldsnáms lækna skv. reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi nr. 467/2015.
Fylgt er gæðastöðlum sem skilgreindir eru í svokölluðum Gold Guide Royal College of Physicians í Bretlandi, sem jafnframt er alþjóðlegur eftirlitsaðili.
Í framhaldsmenntunarráðinu koma saman kennslustjórar sérgreina og stilla saman strengi til að tryggja að framhaldsnám ungra lækna sé í sem bestum farvegi á spítalanum.
Nánari upplýsingar eru veittar á Landspítala Fossvogi, skrifstofu lyflækninga E7, s. 543 6550.
Við Landspítala starfar fimm manna jafnréttisnefnd skipuð af forstjóra, samkvæmt tilnefningum starfsmanna. Nefndin er skipuð til tveggja ára í senn. Formaður nefndarinnar er valinn úr hópi nefndarmanna, samkvæmt tillögu framkvæmdastjóra mannauðssviðs.
Starfssvið
Starfssvið jafnréttisnefndar Landspítala nær til verkefna sem atvinnurekendum er gert að sinna samkvæmt lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (jafnréttislög).
Verkefni jafnréttisnefndar snúa einkum að III. kafla jafnréttislaga, þar sem fjallað er um markvisst jafnréttisstarf á vinnumarkaði, skylduna til að vinna gegn kynjaskiptingu starfa, launajafnrétti, jafnrétti við ráðningar, starfsþjálfun, endur- og símenntun, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og fyrirbyggjandi starf gegn kynbundnu ofbeldi, kynbundinni og kynferðislegri áreitni.
Jafnréttisnefnd er þó einnig heimilt að taka til umræðu mál sem snúa að fjölbreytileika og jafnræði starfsmanna LSH út frá öðrum bakgrunnsþáttum, s.s. aldri, þjóðernisuppruna, kynhneigð eða trúarbrögðum.
Hlutverk jafnréttisnefndar Landspítala
- Að gera árlega tillögu um endurskoðun á jafnréttisáætlun Landspítala og um uppfærslu á framkvæmdaáætlun, sbr. 2.-5. mgr. 18. gr. jafnréttislaga.
- Að skoða einu sinni á ári tölulegar upplýsingar tengdar jafnréttismálum og fjölbreytileika innan spítalans og koma með tillögur um aðgerðir til úrbóta.
- Að veita framkvæmdastjórn ráðgjöf um jafnréttismál og fjölbreytileika og vera til samráðs fyrir framkvæmdaaðila við úrbætur á því sviði.
Starfshættir jafnréttisnefndar
Jafnréttisnefnd skal skilgreina farveg fyrir ábendingar starfsmanna um málefni sem heyra undir nefndina, en nefndin tekur þó ekki einstaklingsmál til úrlausnar.
Jafnréttisnefnd skal að jafnaði funda mánaðarlega.
Jafnréttisnefnd skal halda fundargerðir og birta upplýsingar um starf sitt á innri vef spítalans ásamt gögnum um jafnréttismál sem nefndin telur ástæðu til að hafa aðgengileg fyrir starfsmenn.
Stuðningur við jafnréttisnefnd
Jafnréttisnefnd hefur aðgang að starfsmanni á mannauðssviði sem annast fundargerðir og aðra aðstoð við nefndina.
Enn fremur hefur jafnréttisnefnd aðgang að þjónustu hagdeildar Landspítala, vegna gagnaöflunar.
Gögn
- Jafnréttismælikvarðar Landspítala 2021
- Jarnréttisáætlun Landspítala 2020-2022
- Framkvæmdaáætlun jafnréttismála Landspítala 2020-2022
- Jafnlaunastefna Landspítala
- Jafnréttisstefna Landspítala 2018
- Framkvæmdaáætlun 2019
Vefsíða lyfjanefndar Landspítala
Matsnefnd eignatjóna starfar á grundvelli ákvörðunar framkvæmdastjórnar Landspítala 5. mars 2002.
Nefndin tekur til umfjöllunar og afgreiðslu eignatjón sem sjúklingar, starfsmenn, gestir og aðrir kunna að verða fyrir á spítalanum og skráð eru í atvikaskráningarkerfi spítalans. Nefndin starfar samkvæmt erindisbréfi hverju sinni.
Nefndin metur forsendur til greiðslu bóta af hálfu spítalans vegna eignatjóna.
Ingibjörg Lárusdóttir lögfræðingur
Kristín I. Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur
Berglind Helgadóttir starfsmannasjúkraþjálfari
Sigríður Ástvaldsdóttir (sigga@landspitali.is) og Jórunn Andreasdóttir (jorunnan@landspitali.is), skrifstofu mannauðsmála, eru starfsmenn nefndarinnar.
Siðanefnd heilbrigðisrannsókna á Landspítala er þverfagleg nefnd sem starfar skv. lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði 44/2014 og samkvæmt reglugerð um siðanefndir heilbrigðisrannsókna nr. 1186/2014.
Nefndin veitir leyfi fyrir framkvæmd vísindarannsókna sem gerðar eru á sjúkrahúsinu eða í samstarfi Landspítala og háskóla í landinu.
Umsóknir vegna annarra samstarfsverkefna, fjölþjóðlegra rannsókna og klínískra lyfjarannsókna skal senda til Vísindasiðanefndar.
Hlutverk nefndarinnar er að meta hvort vísindaleg og siðfræðileg sjónarmið geti mælt gegn framkvæmd rannsóknar.
Óheimilt er að framkvæma vísindarannsókn á heilbrigðissviði nema hún hafi áður hlotið samþykki viðeigandi siðanefndar.
Auk þess að meta umsóknir um vísindarannsóknir á mönnum hefur siðanefnd eftirlitsskyldu gagnvart rannsóknum
sem nefndin hefur fjallað um og heimilað skv. 29. gr. laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði nr. 44/2014.
Skrifstofa siðanefndar heilbrigðisrannsókna
Skaftahlíð 24
Suðurhús 1. hæð
105 Reykjavík
Enskt heiti: Institutional review board of Landspítali - the National University Hospital of Iceland
Umsóknir
Aldrei má hefja rannsókn fyrr en leyfi siðanefndar og annarra viðeigandi aðila liggur fyrir.
Tengiliðir
Formaður siðanefndar heilbrigðisrannsókna
Ólafur Samúelsson sérfræðilæknir
olafs@landspitali.is
s. 543 9810 - 824 5515
Forstöðumaður siðanefndar heilbrigðisrannsókna
Helga Þórðardóttir
sidanefnd@landspitali.is
s. 824 5362
Fundartími
Áætlaðir fundartímar siðanefndar heilbrigðisrannsókna.
Fundir eru alltaf á fimmtudögum.
2021
16. desember
2022
13. janúar
27. janúar
10. febrúar
24. febrúar
17. mars
7. apríl
28. apríl
19. maí
9. júní
Sumarleyfi
18. ágúst
8. september
22. september
6. október
27. október
17. nóvember
8. desember
Fundarstaður: Ásinn
Ólafur Samúelsson sérfræðilæknir, formaður, tilnefndur af framkvæmdastjórn
olafs@landspitali.is s 543 9810 – 824 5515
-Magnús Haraldsson læknir, varamaður
hmagnus@landspitali.is s. 824 5459
Sverrir Harðarson læknir, tilnefndur af læknaráði
sverrirh@landspitali.is s. 892 3662
-Sigrún Reykdal læknir, varamaður
sigrunre@landspitali.is s. 543 6830 - 825 5123
Þórunn Scheving Elíasdóttir hjúkrunarfræðingur, forstöðumaður fræðasviðs í svæfingu- og skurðhjúkrun, tilnefnd af hjúkrunarráði
thorunel@landspitali.is s. 543 7681
-Elíasbet Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, varamaður
elisabeg@landspitali.is s. 543 1426
Helga Þórðardóttir lögfræðingur, tilnefnd af framkvæmdastjórn
helthord@landspitali.is s. 543 1322 - 825 3796
-Oddur Gunnarsson lögfræðingur, varamaður
oddurg@landspitali.is s. 824 5361
Pétur S. Gunnarsson lyfjafræðingur, tilnefndur fyrir aðrar heilbrigðisstéttir af framkvæmdastjórn
petursg@landspitali.is s. 543 8217 - 825 3796
- Ólöf Ámundadóttir sjúkraþjálfari, varamaður
olofra@landspitali.is s. 543 9134
Sædís Sævarsdóttir gigtarlæknir, tilnefnd af Háskóla Íslands
saedis@landspitali.is s. 856 0468
- , varamaður
Bryndís Valsdóttir heimspekingur, tilnefnd af Embætti landlæknis
bryndisv@fa.is - Furugerði 15,108 Reykjavík
-Rúnar Vilhjálmsson prófessor, varamaður
runarv@hi.is - Hjúkrunarfræðideild Eirbergi
Leyfi til rannsókna
Ársskýrslur
2009 - 2010 - 2011 - 2012 - 2013 - 2014 - 2015 - 2016 -
2017 - 2018 - 2019 - 2020
Fundargerðir
Fundargerðir siðanefndar heilbrigðisrannsókna
Við Landspítala starfar siðanefnd stjórnsýslurannsókna/almennra rannsókna sem fjallar um allar rannsóknarbeiðnir og rannsóknaráætlanir sem ekki falla undir siðanefnd LSH. Nefndin er skipuð samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga nr. 74/1997. Siðanefnd stjórnsýslurannsókna/almennra rannsókna starfar á ábyrgð forstjóra LSH og hefur náin tengsl við siðanefnd LSH.
Tilgangur nefndarinnar er að leiðbeina, meta og veita samþykki fyrir rannsóknum sem fram eiga að fara innan spítalans, frá siðfræðilegu og vísindalegu sjónarmiði og gæta þannig hagsmuna þátttakenda og um leið stofnunarinnar. Niðurstöðum nefndarinnar má áfrýja til forstjóra LSH. Afgreiðsla erinda sem nefndinni berast skal kynnt siðanefnd LSH og fundargerðir nefndarinnar lagðar þar fram.
Nefndarmenn:
Þorvarður Jón Löwe læknir, formaður
Gunnar R. Matthíasson sjúkrahúsprestur
Helga Þórðardóttir lögfræðingur
Heimilisfang
Siðanefnd stjórnsýslurannsókna
Landspítali - Skaftahlíð 24
105 Reykjavík
Fundartímar: Fyrsti þriðjudagur í mánuði
Umsókn þarf að berast í síðasta lagi viku fyrir fund til þess að hún verði tekin fyrir.
Leyfi til rannsókna
Leyfi siðanefndar stjórnsýslurannsókna til rannsókna 2018
Gögn
- Umsóknareyðublað (doc)
- Application form
- Leiðbeiningar við umsókn
- Leiðbeiningar um upplýst samþykki (frá siðanefnd Landspítala, til hliðsjónar)
Við Landspítala starfar vísindarannsóknarnefnd heilbrigðisrannsókna á vegum framkvæmdastjóra lækninga.
Vísindarannsóknarnefnd er ætlað að aðstoða vísindamenn og leiðbeina um atriði sem lúta að umsóknum um leyfi til að framkvæma vísindarannsóknir á Landspítala og annast útgáfu leyfa. Nefndin annast skráningu vísindarannsókna sem framkvæmdar eru á spítalanum og á að tryggja að framkvæmd þeirra og meðferð upplýsinga sé í samræmi við lög og þær reglur sem spítalinn setur varðandi vísindarannsóknir.
Vísindarannsóknarnefnd hefur umsjón með samningum við aðila sem fjármagna rannsóknir sem framkvæmdar eru á spítalanum.
Nefndarmenn
Torfi Magnússon, ráðgjafi framkvæmdastjóra lækninga, formaður, torfimag@landspitali.is
- umsýsla vegna samninga um vísindasamstarf við lyfjafyrirtæki, erlendar og innlendar rannsóknarstofnanir og mótframlag Landspítala í umfangsmiklum rannsóknarverkefnum.
Eyrún Steinsson, mannauðs- og fjármálastjóri á skrifstofu framkvæmdastjóra lækninga og framkvæmdastjóra hjúkrunar, eyrunst@landspitali.is
- fjármálaumsýsla vegna vísindaverkefna.
Auður Dagný Jónsdóttir heilbrigðisgagnafræðingur á miðstöð um sjúkraskrárritun, audurdj@landspitali.is - sími 543 6812 - ritari nefndarinnar
Halla Sigrún Arnardóttir, verkefnastjóri á vísindadeild og KRS, hallarn@landspitali.is
- aðstoð við undirbúning og framkvæmd rannsókna, sér í lagi klínískra lyfjatilrauna.
Hannes Þór Bjarnason, rekstrarstjóri hugbúnaðarlausna, hannesb@landspitali.is
Helga Hrefna Bjarnadóttir, deildarstjóri á hagdeild, helgab@landspitali.is
Tinna Eysteinsdóttir, forstöðumaður siðanefndar heilbrigðisrannsókna, tinnaey@landspitali.is
Vísindaráð Landspítala er til ráðgjafar um vísindastarf á sjúkrahúsinu. Það á við um vísindastefnu sjúkrahússins gagnvart háskólastofnunum og einkafyrirtækjum hér á landi eða í öðrum löndum. Ráðið er skipað tíu mönnum til fjögurra ára, samkvæmt tilnefningum.
Vísindaráð Landspítala sér um kynningu á vísindastarfi sem fram fer á spítalanum, þar á meðal á Vísindum á vordögum, árlegum vísindadögum þar sem markverðar vísindaniðurstöður eru kynntar fyrir starfsfólki spítalans, fræðimönnum og almenningi.
Vísindaráð er til ráðgjafar við veitingu viðurkenninga fyrir vísindastörf á Landspítala og á aðild að úthlutun styrkja úr Vísindasjóði Landspítala.
Rósa Björk Barkardóttir náttúrufræðingur og klínískur prófessor við HÍ, formaður,
Rannsóknarþjónusta, frumulíffræði, Hb-h9, sími: 543 8033, 822 1610, netfang: rosa@landspitali.is
(Skipuð af forstjóra 2020-2024)
Guðrún Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og prófessor við HÍ
Netfang: gkrist@hi.is
(Tilnefnd af hjúkrunarfræðideild HÍ (2019-2023)
Hans Tómas Björnsson yfirlæknir og prófessor við HÍ
Netfang: hanstb@landspitali.is
(Tilnefndur af læknaráði 2020-2024)
Ingbjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri og prófessor við HÍ
Netfang: ingigun@landspitali.is
(Tilnefnd af forstjóra 2019-2023)
Jóna Freysdóttir, náttúrufræðingur og prófessor við HÍ
Netfang: jonaf@landspitali.is
(Tilnefnd af forstjóra 2018-2020)
Marianne Elisabeth Klinke, forstöðumaður fræðasviðs
Netfang: mariankl@landspitali.is
(Tilnefnd af hjúkrunarráði 2020-2024)
Sif Ormarsdóttir sérfræðilæknir
Netfang: sifor@landspitali.is
(Tilnefnd af læknaráði 2020-2024
Sigríður Zoëga, hjúkrunarfræðingur og dósent við HÍ
Netfang: szoega@landspitali.is
(Tilnefnd af hjúkrunarráði 2019-2023)
Sigurbergur Kárason yfirlæknir og prófessor við HÍ
Netfang: skarason@landspitali.is
(Tilnefnd af læknadeild 2021-2025)
Sigurður Guðjónsson sérfræðilæknir
Netfang: sigugud@landspitali.is
(Tilnefndur af læknadeild HÍ 2020-2024)
Verkefnastjóri vísindaráðs
Valgerður Margrét Backman náttúrufræðingur
Sími: 543 1410, 864 6147
Netfang: valgebac@landspitali.is og visindarad@landspitali.is.
Ársskýrslur
Öryggisnefnd Landspítala starfar samkvæmt ákvæðum laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hún kemur að jafnaði saman til fundar einu sinni í mánuði.
Nefndarmenn
Hólmfríður Erlingsdóttir verkefnastjóri - formaður
Aðalsteinn Pálsson deildarstjóri
Brynja R. Guðmundsdóttir lífeindafræðingur
Melih B. Akbulut ráðgjafi/stuðningsfulltrúi
Páll Loftsson náttúrufræðingur
Ingunn Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur
Þórgunnur Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur
Starfsmaður öryggisnefndar tekur við fyrirspurnum og ábendingum til nefndarinnar:
Berglind Helgadóttir sjúkraþjálfari, skrifstofu mannauðsmála, s. 543 1329 og tölvupóstfang berglh@landspitali.is
Erindisbréf
Hjúkrunarráð starfaði áður samkvæmt heilbrigðislögum en var lagt niður árið 2020.
______________________________________________________________________________________________________________
Aðsetur: Eiríksgata 19
Sími: 543 5705
Guðríður Kristín Þórðardóttir gudridk@landspitali.is
Guðríður Kristín Þórðardóttir gudridk@landspitali.is
Guðríður Kristín Þórðardóttir gudridk@landspitali.is
martjons@landspitali.is
Hlutverk hjúkrunarráðs er að vera faglegur ráðgefandi vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður Landspítala og stjórnendur hans.
Hjúkrunarráð á frumkvæði að og er vettvangur umræðna um hjúkrun, innan stofnunar og utan. Hjúkrunarráð hvetur til þess að hjúkrun á LSH sé byggð á gagnreyndri þekkingu þar sem markmiðið er að veita árangursríka hjúkrun.
Hjúkrunarráð tekur þátt í þróunarvinnu innan sjúkrahússins meðal annars með því að hvetja til klínískra rannsókna í hjúkrun og góðra tengsla við menntastofnanir í heilbrigðisfræðum.
Hjúkrunarráð er til ráðuneytis varðandi fagleg málefni hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, svo og rekstur, stjórnun, uppbyggingu og nýtingu sjúkrahússins.
Hjúkrunarráð er einnig stjórnendum heilbrigðismála utan sjúkrahússins til ráðuneytis sé eftir því leitað.
Í hjúkrunarráði eiga sæti allir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður spítalans, sem hafa starfað í þrjá mánuði og eru í föstu starfi. Allir félagar hafa tillögu- og atkvæðisrétt.
Skýrslur stjórnar
Hér eru birtar ársskýrslur hjúkrunarráðs Landspítala sem PDF skjöl.
- Skýrsla stjórnar hjúkrunarráðs 2014-2015
- Skýrsla stjórnar hjúkrunarráðs 2013-2014
- Skýrsla stjórnar hjúkrunarráðs 2011-2012
- Skýrsla stjórnar hjúkrunarráðs 2010-2011
- Skýrsla stjórnar hjúkrunarráðs 2009-2010
- Skýrsla stjórnar hjúkrunarráðs 2008-2009
- Skýrsla stjórnar hjúkrunarráðs 2007-2008
- Skýrsla stjórnar hjúkrunarráðs 2006-2007
- Skýrsla stjórnar hjúkrunarráðs 2005-2006
- Skýrsla stjórnar hjúkrunarráðs 2004-2005
- Skýrsla stjórnar hjúkrunarráðs 2003-2004
- Skýrsla stjórnar hjúkrunarráðs 2002-2003
Læknaráð starfaði áður samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu en var lagt niður árið 2020.
______________________________________________________________________________________________
- Reglur og leiðbeiningar fyrir stöðunefnd læknaráðs um stöðuveitingar á Landspítala
- Leiðbeiningar til umsækjenda vegna umsókna um sérfræðilæknisstörf og yfirlæknisstörf