Leit
Loka

Gjaldskrár sjúkratryggðra

Gjaldskrár Landspítala byggja á reglugerðum sem eru gefnar út af velferðarráðuneyti. Hér færðu yfirlit um almenna greiðsluþátttöku sjúklinga og upplýsingar um greiðslur fyrir einstök læknisverk eða þjónustu.

Vottorð

Tengt efni:

Gjaldskrá ósjúkratryggðra

Yfirlit um gjaldskrár

Almenn viðtöl sérfræðilækna
Augnlækningar
Barnalækningar / BUGL
Geðlækningar
Gigtarlækningar
Háls-, nef- og eyrnalækningar
Hjartalækningar
Húð- og kynsjúkdómar, ljósaböð
Krabbameins- og blóðfræðilækningar
Kvenlækningar
Lungna- og ofnæmislækningar
Rannsóknir á rannsóknarstofum
Röntgen
Skurðaðgerðir
Slysa- og bráðamóttaka
Taugalækningar
Þjálfun (sjúkra-, talmeina- og iðjuþjálfun)
Öldrunarlækningar

Hámarksgreiðslur

Sýna allt

Sjúkratryggðir greiða að hámarki kr. 25.100 kr. á mánuði fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Hámarksgreiðsla í mánuði fer eftir greiðslumarki einstaklings, sem sótt er í réttindagátt viðkomandi hjá Sjúkratryggingum Íslands, www.sjukra.is.

Aldraðir og öryrkjar sem eru sjúkratryggðir greiða að hámarki kr. 16.700 kr. á mánuði fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Hámarksgreiðsla á mánuði fer eftir greiðslumarki einstaklings, sem sótt er í réttindagátt viðkomandi hjá Sjúkratryggingum Íslands, www.sjukra.is.

Ekkert gjald er greitt fyrir börn 2-17 ára ef framvísað er tilvísun frá heilsugæslulækni. Börn yngri en tveggja ára og börn með umönnunarkort eru gjaldfrjáls. Börn með sama fjölskyldunúmer teljast einn einstaklingur. Ef ekki er framvísað tilvísun er greitt fyrir börn í sömu fjölskyldu að hámarki kr. 16.700 kr. á mánuði fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Hámarksgreiðsla í mánuði fer eftir greiðslumarki einstaklings, sem sótt er í réttindagátt fjölskyldunúmers hjá Sjúkratryggingum Íslands, www.sjukra.is.

Innheimta og reglur

Sýna allt

Þeir sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi, þar á meðal einstaklingar sem ekki hafa átt lögheimili á Íslandi sl. 6 mánuði, þurfa sjálfir að ábyrgjast greiðslu fyrir læknisþjónustu hér á landi, samkvæmt gildandi reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna. Fyrirspurnum er svarað á netfanginu: insurance@landspitali.is

Sjúkratryggðir greiða að hámarki kr. 25.100 kr. á mánuði fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Hámarksgreiðsla í mánuði fer eftir greiðslumarki einstaklings, sem sótt er í réttindagátt viðkomandi hjá Sjúkratryggingum Íslands, www.sjukra.is.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?