Leit
Loka

Stefna Landspítala

Hagsmunir og þarfir sjúklinga eru leiðarljós í þjónustu, rekstri og skipulagi spítalans. Á stefnuvef Landspítala má finna ítarlegar upplýsingar um stefnu og starfsáætlun.

Stefnuvefur LandspítalaStarfsáætlun 2022

Í starfsáætlun Landspítala 2022 eru lykiláherslur og mælikvarðar um þjónustu, mannauð og umgjörð spítalans ásamt markmiðum ársins í þeim efnum í tölum.

Banner mynd fyrir  Stefna Landspítala

Stefnan

Ítarlegar upplýsingar um stefnu og starfsáætlun Landspítala má finna á stefnuvef spítalans sem er reglulega uppfærður með nýjustu árangursvísum. Þar má ennfremur finna upplýsingar um hlutverk, framtíðarsýn, gildi, áhersur og undirstöður.

Landspítali hefur það þríþætta hlutverk að veita heilbrigðisþjónustu, skapa nýja þekkingu með rannsóknum og kenna og þjálfa fólk til starfa.

  1. Landspítali er þjóðarsjúkrahús og eina háskólasjúkrahús landsins.
  2. Landspítali veitir bæði almenna og sérhæfða sjúkrahúsþjónustu.
  3. Landspítali er vettvangur starfsnáms og sérmenntunar í heilbrigðisgreinum og rannsókna í heilbrigðisvísindum.

Markmið Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn og öryggi hans og gæði þjónustu eru ávallt í öndvegi.

Landspítali nýtir gagnreynda þekkingu á þjónustu, stjórnun og menntun. Þar er markvisst unnið að nýsköpun og þróun nýrrar þekkingar til að auka virði þjónustunnar.

Landspítali er öflugur bakhjarl heilbrigðisþjónustu um allt land.

Umhyggja

  •  Við berum umhyggju fyrir sjúklingum, aðstandendum, samstarfsfólki og samfélagi okkar
  • Við virðum þarfir hvers og eins, upplýsum, gætum orða okkar og sýnum samkennd

Öryggi 

  •  Við leggjum áherslu á öryggi sjúklinga og starfsmanna
  • Við vinnum í þverfaglegum teymum, störfum eftir samræmdum verkferlum og samskipti eru skýr

Fagmennska 

  • Við höfum fagmennsku og gagnreynda þekkingu að leiðarljósi.
  • Okkar markmið er að veita hverjum sjúklingi bestu mögulegu þjónustu

Framþróun

  • Við leggjum áherslu á stöðugar umbætur, nýtum gagnreynda þekkingu og viðeigandi tækni

 

 

Umhverfisstefna Landspítala

Tilgangur

Tilgangur umhverfisstefnunnar er að vísa veginn að umhverfisvænni Landspítala.

Landspítali er sjúkrahús allra landsmanna, miðstöð heilbrigðisvísinda og öryggisnet í eigu og þágu þjóðar. Þessi fjölþætta starfsemi hefur víðtæk áhrif á fólk og umhverfi. Það skiptir Landspítala miklu máli að áhrifin séu sem jákvæðust og að leggja þannig sitt af mörkum til betra samfélags nú og til framtíðar.

Framtíðarsýn

Landspítali er til fyrirmyndar í umhverfismálum og hefur samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi við ákvörðunartöku og í daglegu starfi.

 Gildi

Við berum umhyggju fyrir umhverfinu, vinnum markvisst að því að gera starfsemi okkar umhverfisvænni og leitum stöðugt leiða til að gera betur.

Við höfum fagmennsku í fyrirrúmi í umhverfisstarfinu og styðjumst við gagnreynda þekkingu hérlendis og erlendis.

Við leggjum öryggi til grundvallar í starfsemi okkar og göngum lengra en lög og reglur á sviði umhverfismála gera ráð fyrir.

Við erum drifkraftur framþróunar í íslensku samfélagi sem hefur velferð til framtíðar að leiðarljósi.

Leiðarljós og áherslur

Forgangsröðun

Áhersla er lögð á þá þætti starfseminnar sem hafa mest áhrif á umhverfið og fela í sér bestu tækifærin til að bæta umhverfi, efnahag og heilsu.

Því ætlar Landspítali að:

  • Hanna og skipuleggja umhverfisvænar byggingar til framtíðar
  • Draga úr myndun úrgangs og auka endurvinnslu og endurnýtingu
  • Minnka sóun á magnvörum, m.a. einnota vörum og matvælum
  • Kaupa vörur og þjónustu sem uppfylla þarfir, hafa sem minnst umhverfisáhrif og lægstan líftímakostnað
  • Halda umhverfisáhrifum í lágmarki vegna notkunar á varasömum efnum,lyfjum og lyfjagösum
  • Hvetja til notkunar á vistvænum og heilsusamlegum samgöngumátum í ferðum og flutningum á vegum spítalans
  • Nota hreina orku og vatn og nýta vel
  • Efla þróun þekkingar um umhverfismál með miðlun upplýsinga, fræðslu, rannsóknum og samstarfi við hagsmunaaðila

Einfaldleiki

Vistvænar lausnir í daglegri starfsemi eru einfaldar og aðgengilegar, vel kynntar og þróaðar í góðu samstarfi við starfsmenn og aðra hagsmunaaðila innan og utan spítalans.

Eftirfylgni

Skipulega er unnið að umhverfismálum í starfsemi Landspítala, verklag skjalfest í gæðahandbók og stefnt að vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001.

Stefna og starfsáætlun er rýnd og uppfærð reglulega af framkvæmdastjórn, fylgt eftir af umhverfisnefnd, árangur mældur og upplýsingum miðlað til starfsmanna og annarra hagsmunaaðila.

UMHVERFISSTEFNA LANDSPÍTALA (PDF)
Samþykkt í framkvæmdastjórn Landspítala í október 2012

Loftslagsmarkmið Landspítala

Landspítali hefur einsett sér að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum.

Áhersla hefur meðal annars verið á fokkun úrgangs og minni sóun, vistvænni samgöngur og innkaup.

Landspítali hefur vaktað þessa þætti og upplýst um árangur sinn.

Landspítali setur sér nú loftslagsmarkmið til að draga úr losun gróðurhúslofttegunda ásamt um 100 íslenskum fyrirtækjum og stofnunum, Reykjavíkurborg og Festu.

Markmiðunum er ætlað að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga og knýja á um mótvægisaðgerðir sem þjóðir heims, stjórnvöld, fyrirtæki og almenningur þurfa að grípa til.

Loftslagsmarkmið Landspítala 2020 taka til alls spítalans.

Með skýrum markmiðum og aðgerðum stuðla starfsmenn að betra umhverfi og heilsu fyrir komandi kynslóðir.

Þannig sýnir spítalinn ábyrgð í verki, er drifkraftur í samfélaginu og bregst við loftslagsvandanum.

Stefna

Landspítali fylgir stefnu heilbrigðisyfirvalda um tóbaksvarnir.
Markmiðið er að draga úr heilsutjóni og dauðsföllum af völdum tóbaks með því að minnka tóbaksneyslu og vernda fólk fyrir áhrifum tóbaksreyks.

Allir eiga rétt á að anda að sér reyklausu lofti.

Landspítali leggur áherslu á tóbakslaust umhverfi; innanhúss, við innganga og á lóð sjúkrahússins þannig að hver sem kemur þangað til meðferðar, þar starfar eða er við nám, fái notið hreins og ómengaðs lofts og umhverfis.

Starfsfólk Landspítala veitir sjúklingum fræðslu og stuðning til að hætta að nota tóbak.

Við útskrift af sjúkrahúsinu er kynnt hvaða aðstoð stendur til boða til að viðhalda tóbaksleysi.

Lögð er áhersla á heildræna meðferð þar sem leitast er við að auka lífsgæði, efla heilbrigði og virða réttindi fólks.

Áhersla er lögð á samfellu í allri meðferð, eftirmeðferð og endurkomu með gagnkvæmri upplýsingamiðlun sjúklings, aðstandenda og heilbrigðisstarfsfólks.

Tilgangur

  • Vernda sjúklinga, gesti og starfsfólk fyrir þeirri áhættu sem felst í notkun tóbaks
  • Fylgja stefnu Landspítala um að vera í fremstu röð með öryggi sjúklinga í öndvegi
  • Vera góður vinnustaður
  • Virða lög um tóbaksvarnir

Skilgreiningar

Tóbak

  • Með tóbaki er átt við varning sem að öllu eða einhverju leyti er unninn úr tóbaksjurtum svo sem sígarettur, vindla, reyktóbak, neftóbak og munntóbak
  • Rafrettur falla einnig hér undir

Sjúklingar

  • Allir sem koma í meðferð á Landspítala, innlagðir eða á dag- eða göngudeildir

Starfsfólk

  • Allir sem starfa, eru í námi eða sinna kennslu eða öðrum verkefnum

Gestir

  • Allir sem heimsækja Landspítala, fjölskyldur sjúklinga og aðrir gestir.

 Framkvæmd

  • Sjúklingar sem koma í valaðgerð á Landspítala geta fengið aðstoð við að hætta að reykja hjá Ráðgjöf í reykbindindi. Læknar og innköllunarstjórar skurðlækningasviðs geta bent
    sjúklingum á þennan kost. Auk þess er bent á mikilvægi þess að hætta að reykja fyrir skurðaðgerð og þjónustu Ráðgjafar í reykbindindi í fræðsluefni sem sjúklingar skurðlækningasviðs fá sent fyrir aðgerð
  • Starfsfólk Landspítala er hvatt til að viðhalda heilbrigðum lífsstíl og vera fyrirmynd heilbrigðis í samfélaginu og hefur því ekki leyfi til að nota tóbak í starfi sínu. Öllu starfsfólki sem notar tóbak er ráðlagt að leita sér aðstoðar til að hætta tóbaksnotkun
  • Noti starfsfólk tóbak skal sú notkun fara fram utan bygginga og lóða Landspítala. Starfsfólki ber að sýna þeim sem búa í nágrenni við sjúkrahúsið tillitssemi. Starfsfólk má
    ekki reykja í vinnuklæðnaði. Ef starfsmaður á í erfiðleikum með að virða tóbakslaust umhverfi, ber yfirmanni að minna á stefnu og reglur Landspítala og veita upplýsingar um leiðir til að hætta að nota tóbak
  • Gert ráð fyrir að allt starfsfólk taki þátt í að fara eftir reglum um tóbaksvarnir. Starfsfólki er ætlað og hefur heimild til að biðja sjúklinga og gesti að hætta tóbaksnotkun á og við Landspítala

Umhyggja - Fagmennska - Öryggi - Framþróun
Landspítali, apríl 2016

Stefna landspítala - myndbönd

STEFNAN // Vísindastarfið
  • 09. apríl 2019
  • Vísindi

STEFNAN // Vísindastarfið

Landspítal uppfærir árlega starfsáætlun sína og stefnu og birtir um víðan völl (stefna.landspitali.is). Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, segir hér frá hugmyndafræðinni bak við undirstöðuna "Vísindastarf", sem er bæði lykilatriði í stefnu Landspítala og áberandi í stefnuþríhyrningi hans. STÖÐUGAR UMBÆTUR Spítalinn hóf vegferð sína á sviði straumlínustjórnunar (lean) árið 2011. Landspítali valdi straumlínustjórnun til að vinna að breytingum á þjónustu spítalans til að auka öryggi og minnka sóun. Straumlínustjórnun snýst um stöðugar umbætur og að skoða og setja þarfir sjúklinga í öndvegi, eyða sóun, bæta flæði og jafna álag. Stöðugar umbætur af þessu tagi kalla á mikla þátttöku starfsfólks, kraftmikla teymisvinnu og að stjórnendur séu sýnilegir og veiti ríka endurgjöf. MARGÞÆTT KYNNING Kynning og innleiðing starfsáætlunar og stefnu gagnvart starfsfólk er margþætt. Annars vegar með upplýsingamiðlun gegnum vefi og samfélagsmiðla. Hins vegar á kerfisbundnum stefnumótunarfundum starfsfólks og stjórnenda. Enn fremur eru þessir þættir teknir fyrir á daglegum stöðufundum víða á Landspítala. ÁRANGURSRÍKT STJÓRNTÆKI Starfsáætlun og stefna Landspítala eru þannig stjórntæki, sem markvisst eru nýtt í stefnumótunarvinnu og starfsemi spítalans. Stjórntækin varpa meðal annars kastljósi á mikilvægustu verkefni spítalans hverju sinni, samræma vinnubrögð og styrkja umbótavegferðina. Árangurinn þykir ótvíræður. HORFT TIL FRAMTÍÐAR Hinn svokallaði stefnuþríhyrningur Landspítala tekur þó ekki breytingum við hina árlegu uppfærslu, enda eru hinar fjórar lykiláherslur ávallt til grundvallar í starfseminni. Þær eru öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur. Áherslurnar njóta þess síðan að standa á sjö undirstöðum, nánar tiltekið menntun og starfsþjálfun, stjórnun, fjárhag, virðingu og samvinnu, húsnæði og búnaði, upplýsingatækni og vísindastarfi. GRUNNSTEF Í STARFSEMINNI Stefnuáherslur Landspítala eru grunnstef starfsáætlunar spítalans og ólíkra sviða hans, sem setja sér öll mælanleg markmið og árangursvísa fyrir lykiláherslur. Framvindan er í stöðugri mælingu og staðan á öllum stöðum birt og uppfærð með reglubundnum hætti gegnum árið. Jafnframt eru gerðar árlegar kannanir meðal starfsfólks um hvernig gangi við að innleiða stefnuna hverju sinni. STEFNUVEFUR LANDSPÍTALA stefna.landspitali.is
STEFNAN // Stöðugar umbætur
  • 19. mars 2019
  • Starfsemin

STEFNAN // Stöðugar umbætur

Snemma árs kynnir Landspítala jafnan uppfærða starfsáætlun sína og stefnu (stefna.landspitali.is). Benedikt Olgeirsson, framkvæmdastjóri þróunar, segir hér frá hugmyndafræðinni bak við stefnuáhersluna "stöðugar umbætur", sem er á ábyrgð alls starfsfólks í stefnu og stefnuþríhyrningi Landspítala. STÖÐUGAR UMBÆTUR Spítalinn hóf vegferð sína á sviði straumlínustjórnunar (lean) árið 2011. Landspítali valdi straumlínustjórnun til að vinna að breytingum á þjónustu spítalans til að auka öryggi og minnka sóun. Straumlínustjórnun snýst um stöðugar umbætur og að skoða og setja þarfir sjúklinga í öndvegi, eyða sóun, bæta flæði og jafna álag. Stöðugar umbætur af þessu tagi kalla á mikla þátttöku starfsfólks, kraftmikla teymisvinnu og að stjórnendur séu sýnilegir og veiti ríka endurgjöf. MARGÞÆTT KYNNING Kynning og innleiðing starfsáætlunar og stefnu gagnvart starfsfólk er margþætt. Annars vegar með upplýsingamiðlun gegnum vefi og samfélagsmiðla. Hins vegar á kerfisbundnum stefnumótunarfundum starfsfólks og stjórnenda. Enn fremur eru þessir þættir teknir fyrir á daglegum stöðufundum víða á Landspítala. ÁRANGURSRÍKT STJÓRNTÆKI Starfsáætlun og stefna Landspítala eru þannig stjórntæki, sem markvisst eru nýtt í stefnumótunarvinnu og starfsemi spítalans. Stjórntækin varpa meðal annars kastljósi á mikilvægustu verkefni spítalans hverju sinni, samræma vinnubrögð og styrkja umbótavegferðina. Árangurinn þykir ótvíræður. HORFT TIL FRAMTÍÐAR Hinn svokallaði stefnuþríhyrningur Landspítala tekur þó ekki breytingum við hina árlegu uppfærslu, enda eru hinar fjórar lykiláherslur ávallt til grundvallar í starfseminni. Þær eru öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur. Áherslurnar njóta þess síðan að standa á sjö undirstöðum, nánar tiltekið menntun og starfsþjálfun, stjórnun, fjárhag, virðingu og samvinnu, húsnæði og búnaði, upplýsingatækni og vísindastarfi. GRUNNSTEF Í STARFSEMINNI Stefnuáherslur Landspítala eru grunnstef starfsáætlunar spítalans og ólíkra sviða hans, sem setja sér öll mælanleg markmið og árangursvísa fyrir lykiláherslur. Framvindan er í stöðugri mælingu og staðan á öllum stöðum birt og uppfærð með reglubundnum hætti gegnum árið. Jafnframt eru gerðar árlegar kannanir meðal starfsfólks um hvernig gangi við að innleiða stefnuna hverju sinni.
STEFNAN // Mannauður
  • 26. febrúar 2019
  • Starfsemin

STEFNAN // Mannauður

Snemma árs kynnir Landspítala jafnan uppfærða starfsáætlun sína og stefnu (http://stefna.landspitali.is). Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, segir hér frá hugmyndafræðinni bak við stefnuáhersluna "mannauð", sem er á ábyrgð alls starfsfólks og er lykilþáttur í stefnuþríhyrningi Landspítala. Ásta greinir meðal annars frá nokkrum spennandi verkefnum sem unnið er að í mannauðsmálum. VELLÍÐAN Í VAKTAVINNU OG STÓRBÆTT STARFSMANNAAÐSTAÐA Starfsumhverfið með bættri mönnun og skipulagi er í sérstöku kastljósi mannauðsmála á spítalanum í ár. Þar má nefna átakið "Vellíðan í vaktavinnu", Hekluverkefnið fyrir hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu, öflugri teymisvinnu -- til dæmis með samskiptamiðlinum Workplace -- og að framfylgja samskiptasáttmálanum, ásamt margvíslegum verkefnum til að styrkja aðbúnað starfsfólks, til dæmis hvað snertir matarþjónustu og endurskoðun vinnufatnaðar. Viðhorf starfsfólks til vinnustaðarins er síðan mælt með fjölbreyttum hætti og takmarkið er að gera Landspítala að besta vinnustað landsins. MARGÞÆTT KYNNING Kynning og innleiðing starfsáætlunar og stefnu gagnvart starfsfólk er margþætt. Annars vegar með upplýsingamiðlun gegnum vefi og samfélagsmiðla. Hins vegar á kerfisbundnum stefnumótunarfundum starfsfólks og stjórnenda. Enn fremur eru þessir þættir teknir fyrir á daglegum stöðufundum víða á Landspítala. ÁRANGURSRÍKT STJÓRNTÆKI Starfsáætlun og stefna Landspítala eru þannig stjórntæki, sem markvisst eru nýtt í stefnumótunarvinnu og starfsemi spítalans. Stjórntækin varpa meðal annars kastljósi á mikilvægustu verkefni spítalans hverju sinni, samræma vinnubrögð og styrkja umbótavegferðina. Árangurinn þykir ótvíræður. STEFNUÞRÍHYRNINGUR TIL FRAMTÍÐAR Hinn svokallaði stefnuþríhyrningur Landspítala tekur þó ekki breytingum við hina árlegu uppfærslu, enda eru hinar fjórar lykiláherslur ávallt til grundvallar í starfseminni. Þær eru öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur. Áherslurnar njóta þess síðan að standa á sjö undirstöðum, nánar tiltekið menntun og starfsþjálfun, stjórnun, fjárhag, virðingu og samvinnu, húsnæði og búnaði, upplýsingatækni og vísindastarfi. STARFSÁÆTLUN Í STÖÐUGRI ÞRÓUN Stefnuáherslur Landspítala eru grunnstef starfsáætlunar spítalans og ólíkra sviða hans, sem setja sér öll mælanleg markmið og árangursvísa fyrir lykiláherslur. Framvindan er í stöðugri mælingu og staðan á öllum stöðum birt og uppfærð með reglubundnum hætti gegnum árið. Jafnframt eru gerðar árlegar kannanir meðal starfsfólks um hvernig gangi við að innleiða stefnuna hverju sinni. STEFNUVEFUR LANDSPÍTALA http://stefna.landspitali.is
STEFNAN // Menntun og starfsþróun
  • 21. febrúar 2019
  • Starfsemin

STEFNAN // Menntun og starfsþróun

Í upphafi hvers árs kynnir Landspítala nýja starfsáætlun og uppfærða stefnu (http://stefna.landspitali.is). Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, segir hér frá hugmyndafræðinni bak við undirstöðuna "menntun og starfsþróun" í stefnuþríhyrningi Landspítala. 1.800 NEMENDUR, 6.000 STARFSMENN Menntun er lykilatriði í lögbundnu hlutverki Landspítala sem háskólasjúkrahúss með 1.800 nemendur. Jafnframt er þung áhersla lögð þar á starfsþróun, enda um að ræða þekkingarvinnustað með tæplega 6.000 starfsmenn. MARGÞÆTT KYNNING Kynning og innleiðing starfsáætlunar og stefnu gagnvart starfsfólk er margþætt. Annars vegar með upplýsingamiðlun gegnum vefi og samfélagsmiðla. Hins vegar á kerfisbundnum stefnumótunarfundum starfsfólks og stjórnenda. Enn fremur eru þessir þættir teknir fyrir á daglegum stöðufundum víða á Landspítala. ÁRANGURSRÍKT STJÓRNTÆKI Starfsáætlun og stefna Landspítala eru þannig stjórntæki, sem markvisst eru nýtt í stefnumótunarvinnu og starfsemi spítalans. Stjórntækin varpa meðal annars kastljósi á mikilvægustu verkefni spítalans hverju sinni, samræma vinnubrögð og styrkja umbótavegferðina. Árangurinn þykir ótvíræður. STEFNUÞRÍHYRNINGUR TIL FRAMTÍÐAR Hinn svokallaði stefnuþríhyrningur Landspítala tekur þó ekki breytingum við hina árlegu uppfærslu, enda eru hinar fjórar lykiláherslur ávallt til grundvallar í starfseminni. Þær eru öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur. Áherslurnar njóta þess síðan að standa á sjö undirstöðum, nánar tiltekið menntun og starfsþjálfun, stjórnun, fjárhag, virðingu og samvinnu, húsnæði og búnaði, upplýsingatækni og vísindastarfi. STARFSÁÆTLUN Í STÖÐUGRI ÞRÓUN Stefnuáherslur Landspítala eru grunnstef starfsáætlunar spítalans og ólíkra sviða hans, sem setja sér öll mælanleg markmið og árangursvísa fyrir lykiláherslur. Framvindan er í stöðugri mælingu og staðan á öllum stöðum birt og uppfærð með reglubundnum hætti gegnum árið. Jafnframt eru gerðar árlegar kannanir meðal starfsfólks um hvernig gangi við að innleiða stefnuna hverju sinni. STEFNUVEFUR LANDSPÍTALA http://stefna.landspitali.is
STEFNAN // Öryggismenning á Landspítala
  • 01. febrúar 2019
  • Starfsemin

STEFNAN // Öryggismenning á Landspítala

Í upphafi hvers árs kynnir Landspítala nýja starfsáætlun og uppfærða stefnu (stefna.landspitali.is). Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, segir hér frá hugmyndafræðinni bak við lykiláhersluna "öryggismenningu", en hún er á ábyrgð alls starfsfólks. Landspítali leggur þunga áherslu á öryggi sjúklinga og starfsfólks. Unnið er í þverfaglegum teymum, starfað er eftir samræmdum verkferlum og samskipti eru skýr. MARGÞÆTT KYNNING Kynning og innleiðing gagnvart starfsfólk er margþætt: Annars vegar með upplýsingamiðlun gegnum vefi og samfélagsmiðla. Hins vegar á kerfisbundnum stefnumótunarfundum starfsfólks og stjórnenda. Einnig eru þessir þættir teknir fyrir á daglegum stöðufundum víða á Landspítala. ÁRANGURSRÍK STJÓRNTÆKI Starfsáætlun og stefna Landspítala eru þannig stjórntæki, sem markvisst eru nýtt í stefnumótunarvinnu og starfsemi spítalans. Stjórntækin hafa meðal annars varpað kastljósi á mikilvægustu verkefni spítalans hverju sinni, samræmt vinnubrögð og styrkt umbótavegferðina. Árangurinn þykir ótvíræður. STEFNUÞRÍHYRNINGUR TIL FRAMTÍÐAR Hinn svokallaði stefnuþríhyrningur Landspítala tekur þó ekki breytingum við hina árlegu uppfærslu, enda eru hinar fjórar lykiláherslur ávallt til grundvallar í starfseminni. Þær eru öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur. Áherslurnar njóta þess síðan að standa á sjö undirstöðum, nánar tiltekið menntun og starfsþjálfun, stjórnun, fjárhag, virðingu og samvinnu, húsnæði og búnaði, upplýsingatækni og vísindastarfi. STARFSÁÆTLUN Í STÖÐUGRI ÞRÓUN Stefnuáherslur Landspítala eru grunnstef starfsáætlunar spítalans og ólíkra sviða hans, sem setja sér öll mælanleg markmið og árangursvísa fyrir lykiláherslur. Framvindan er í stöðugri mælingu og staðan á öllum stöðum birt og uppfærð með reglubundnum hætti gegnum árið. Jafnframt eru gerðar árlegar kannanir meðal starfsfólks um hvernig gangi við að innleiða stefnuna hverju sinni. STEFNUVEFUR LANDSPÍTALA stefna.landspitali.is
STEFNAN // Ný starfsáætlun og uppfærð stefna
  • 18. janúar 2019
  • Starfsemin

STEFNAN // Ný starfsáætlun og uppfærð stefna

Í upphafi hvers árs kynnir Landspítala nýja starfsáætlun og uppfærða stefnu (http://stefna.landspitali.is). Kynningin er margþætt: Annars vegar gegnum rafræna miðla, vefi og samfélagsmiðla og hins vegar á kerfisbundnum stefnumótunarfundum starfsfólks og stjórnenda. Benedikt Olgeirsson, framkvæmdastjóri þróunar, segir hér frá hugmyndafræðinni bak við starfsáætlun og stefnu Landspítala og hvernig þessi stjórntæki eru markvisst nýtt í stefnumótunarvinnu og starfsemi spítalans. Stjórntækin hafa meðal annars varpað sterkara kastljósi á mikilvægustu verkefni spítalans, samræmt vinnubrögð og styrkt umbótavegferðina. Benedikt telur árangurinn ótvíræðan. Á næstu vikum munum við skýra nánar frá einstökum þátttum í starfsáætlun og stefnu Landspítala. Við byrjum á þessu samtali við Benedikt, sem er handhægt yfirlit. Þess má geta að sjálfur stefnuþríhyrningurinn tekur ekki breytingum við þessa árlegu uppfærslu, enda liggja hin fjögur gildi spítalans ávallt til grundvallar í starfseminni, en þau eru umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun. Stefnuáherslurnar eru fjórar, en þær eru öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur. Áherslurnar njóta þess að standa á sjö undirstöðum, nánar tiltekið menntun og starfsþjálfun, stjórnun, fjárhag, virðingu og samvinnu, húsnæði og búnaði, upplýsingatækni og vísindastarfi. Stefnuáherslur Landspítala eru grunnstef starfsáætlunar spítalans og ólíkra sviða hans, sem setja sér öll mælanleg markmið og árangursvísa fyrir lykiláherslur. Framvindan er í stöðugri mælingu og staðan á öllum stöðum birt og uppfærð með reglubundnum hætti gegnum árið. Jafnframt eru gerðar árlegar kannanir meðal starfsfólks um hvernig gangi við að innleiða stefnuna hverju sinni.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?