Heimsóknartímar á Landspítala
TÍMABUNDIN RÁÐSTÖFUN FRÁ 29. DESEMBER UM ÓÁKVEÐINN TÍMA VEGNA VEIRUFARALDRA
Gripið hefur verið til þess tímabundna ráðs að takmarka heimsóknir á Landspítala við einn gest til sjúklings á heimsóknartíma meðan veirufaraldrar geisa í samfélaginu. Þær ráðstafanir gilda frá 29. desember 2022.
Heimsóknargestir eiga að vera með grímu meðan þeir dvelja á spítalanum og mega ekki vera með einkenni frá öndunarvegi (s.s. flensueinkenni, kvef og þess háttar) eða frá meltingarvegi (s.s. niðurgang eða uppköst).
Tilgangurinn með þessum takmörkunum er að draga úr líkum á því að smit berist inn á deildir spítalans með heimsóknargestum. Takmarkanirnar verða endurmetnar reglulega.
Deildarstjóri eða vaktstjóri hefur heimild til að veita undanþágu frá þessum takmörkunum við sérstakar aðstæður
________________________________________________________________________________________________
Heimsóknir eru leyfðar á legudeildir Landspítala (ekki bráðamóttökur) með eftirfarandi hætti frá 11. október 2022:
1. Á tímabilinu 16:30-19:30 virka daga og frá kl. 14:30 til 19:30 um helgar mega koma fleiri en einn gestur til hvers sjúklings en aðeins einn í einu nema gesturinn þurfi fylgdarmann.
2. Gestir skulu bera skurðstofugrímu og ekki koma ef þeir hafa einkenni um sýkingu.
3. Deildir geta aðlagað tímasetningar að vild og einnig gert undanþágur frá þeirri meginlínu sem hér er dregin.
4. Sérstök athygli er vakin á því að þessar reglur eiga við legudeildir eingöngu en ekki bráðamóttökur. Viðvera aðstandenda á bráðamóttöku er aðeins heimil í sérstökum tilvikum og með leyfi stjórnenda.
___________________________________________________________
Meginatriði um heimsóknir og sóttvarnir á Landspítala - sjá jafnframt liði 1-4 hér fyrir ofan:
- Heimsóknartími er að öllu jöfnu virka daga milli kl. 16:30 og 19:30 og frá kl. 14:30 til 19:30 um helgar og á almennum frídögum.
- Tímasetningar heimsókna geta verið mismunandi milli deilda.
- Bráðamóttakan í Fossvogi- Heimsóknir ekki leyfðar!
- Meðgöngu- og sængurlegudeild - Heimsóknir ekki leyfðar!
- Helstu gildandi sóttvarnareglur á Landspítala á óvissustigi frá 11. október 2022
IN ENGLISH: Current infection control rules in Landspitali