Heimsóknartímar á Landspítala
Í gildi á Landspítala frá 12. júní 2023:
1. Heimsóknartíma á Landspítala eru á tímabilinu 16:30 til 19:30 virka daga og frá kl. 14:30 til 19:30 um helgar. Að hámarki mega tveir gestir koma í einu til hvers sjúklings. Systkini inniliggjandi barna á Barnaspítala Hringsins mega þó koma í heimsókn með foreldrum í samráði við deildarstjóra/vaktstjóra deilda.
2. Gestir eru beðnir um að fresta heimsókn ef þeir hafa einkenni um öndunarfærasýkingu en bera grímu ef aðstæður leyfa ekki frestun heimsóknar.
3. Sérstök athygli er vakin á því að þessar reglur eiga við um legudeildir en ekki bráðamóttökur, vökudeild, fæðingavakt og meðgöngu- og sængurkvennadeild. Viðvera aðstandenda, annarra en foreldra barna, á þessum deildum er aðeins heimil í sérstökum tilvikum og með leyfi stjórnenda.
4. Deildarstjóri eða vaktstjóri hefur heimild til að veita undanþágu frá þessum takmörkunum við sérstakar aðstæður.
___________________________________________________________
- Tímasetningar heimsókna geta verið mismunandi milli deilda.
- Bráðamóttakan í Fossvogi- Heimsóknir ekki leyfðar!
- Meðgöngu- og sængurlegudeild - Heimsóknir ekki leyfðar!
IN ENGLISH: Visiting hours at Landspitali