Leit
LokaHeimsóknartímar á Landspítala
Heimsóknir eru leyfðar á legudeildir Landspítala (ekki bráðamóttökur) með eftirfarandi hætti:
ATH vegna mikillar fjölgunar COVID-19 smita gildir eftirfarandi frá 16. júní 2022:
- Öllum starfsmönnum og gestum ber að nota grímu á spítalanum
- Heimsóknartími miðast við einn gest í eina klukkustund
___________________________________________________________
Eftirfarandi skoðist í ljósi þess sem stendur hér fyrir ofan:
- Heimsóknartími er að öllu jöfnu virka daga milli kl. 16:30 og 19:30 og frá kl. 14:30 til 19:30 um helgar og á almennum frídögum.
- Leyfður er einn gestur í einu auk fylgdarmanns ef þörf krefur.
- Valkvæð grímunotkun:
- ef gestur er með einkenni öndunarfærasýkingar á hann að fresta heimsókn þar til einkenni eru gengin yfir. Ef ekki er hægt að fresta heimsókn vegna aðstæðna (t.d. alvarlegt ástand sjúklings) á hann að bera skurðstofugrímu á meðan heimsókn varir.
- ef veikindi eru í nærumhverfi gests er ráðlegt að nota skurðstofugrímu þegar sjúklingur er heimsóttur.
- heimsóknargestum er frjálst að nota grímu ef þeir kjósa svo. - Tímasetningar heimsókna geta verið mismunandi milli deilda og er mikilvægt að kynna sér reglur þeirra. Stjórnendur geta áfram veitt undanþágur frá þessu fyrirkomulagi eins og verið hefur.
Bráðamóttakan í Fossvogi - Heimsóknir ekki leyfðar!
Meðgöngu- og sængurlegudeild - Heimsóknir ekki leyfðar!
ENGLISH: Current infection control rules in Landspitali - highlights - May 1st 2022
Reglur um komur gesta
- Mælst er til þess að börn undir 12 ára aldri komi ekki í heimsókn á Landspítala
- Aðstandendur sem eru með einkenni sem geta samrýmst COVID-19 mega ekki koma í heimsókn fyrr en ljóst er að ekki er um COVID-19 eða aðra smitandi sjúkdóma að ræða og einkenni eru gengin yfir.