Leit
Loka

Beiðni um endurskoðun komugjalds

Hafir þú spurningar eða athugasemdir varðandi reikning þá vinsamlega hafðu samband við innheimtu Landspítala í síma 543-1200 eða í netfangið innheimta@landspitali.is

Í þeim tilvikum þar sem hugsanlega geta verið til staðar sérstakar og ríkar ástæður sem réttlætt gætu lækkun eða niðurfellingu sjúklingagjalds ber að senda skriflegt erindi, vel rökstutt, til nefndar um niðurfellingu sjúklingagjalda. Nefndin tekur síðan afstöðu til málsins og upplýsir viðkomandi um niðurstöðu beiðnarinnar.

Athugið að nefndin fundar mánaðarlega og því getur tekið allt að mánuð að fá niðurstöðu frá nefndinni.

Ef athugasemdir snúa að þjónustunni sem þú fékkst frekar en að reikningurinn sé rangur þá eru þrjár leiðir í boði:

  1. Ræða við yfirmann deildarinnar sem veitti þjónustuna
  2. Hafa samband við talsmann sjúklinga
  3. Skila inn athugasemd eða kvörtun til Landslæknis

Rusl-vörn


Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?