Leit
Loka

Uppbyggingin við Hringbraut

Miklar framkvæmdir eru við Hringbraut við nýbyggingar Landspítala og Háskóla Íslands. Þessar framkvæmdir eiga eftir að standa yfir í mörg ár og óhjákvæmilegt að þær valdi nokkurri röskun og óþægindum. Reynt er að lágmarka röskunina eins og kostur er og tryggja gott upplýsingaflæði vegna framkvæmdanna, meðal annars með framkvæmdafréttum og myndskeiðum á þessari vefsíðu.

LandspítalaþorpiðErtu með spurningu?

Ef þú hefur einhverjar spurningar um framkvæmdirnar þá geturðu haft samband við tengiliði verkefnisins hvort sem málið varðar tæknilegar eða almennar upplýsingar.

Banner mynd fyrir Uppbyggingin við Hringbraut

Myndskeið

LANDSPÍTALAÞORPIÐ // Sprengingar við byggingar langt komnar
 • 23. september 2019
 • Umbætur

LANDSPÍTALAÞORPIÐ // Sprengingar við byggingar langt komnar

Á næstu dögum klárast mesta framkvæmdaraskið upp við eldri byggingar Landspítala við Hringbraut vegna nýbygginga í Landspítalaþorpinu. Áætlað er að sprengingum ljúki um mánaðamótin september október. Þar með færist þungi framkvæmdanna yfir í grunn meðferðarkjarnans og ró kemst á athafnasvæðið. Nýverið var gefið út nýtt gönguleiðakort og þar er meðal annars tæpt á bílastæðum, sem er nóg af svæðinu, einkum austanmegin við Læknagarð. Viðmælandi okkar er Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá NLSH. Ásbjörn fer í þessu myndskeiði yfir stöðuna á framkvæmdum. KREFJANDI VETUR Fyrsta ár framkvæmdanna er nú að baki. Veturinn 2018-2019 var að mörgu leyti erfiðasta tímabil framkvæmdanna vegna nálægðar við starfsemi og byggingar spítalans, einkum barnaspítala, kvennadeild og gamla spítala, ásamt geðdeild. Verkefnið hefur þó gengið mjög vel og lítil röskun verið á reglulegri starfsemi Landspítala. Starfsfólk, sjúklingar og aðrir gestir hafa sýnt mikla þolinmæði gagnvart þessu erfiða en áríðandi verkefni. MIKILVÆGT VERKEFNI Nýbyggingar í Landspítalaþorpinu við Hringbraut eru stærsti áfanginn í íslensku heilbrigðiskerfi í meira en hálfa öld. Nýja húsnæðið uppfyllir mun hafa í för með sér byltingu í aðstöðu og öryggi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk.
LANDSPÍTALAÞORPIÐ // Breytingar á gönguleiðum og hjólastígum
 • 05. september 2019
 • Umbætur

LANDSPÍTALAÞORPIÐ // Breytingar á gönguleiðum og hjólastígum

Óhjákvæmilegt rask hefur verið á gönguleiðum og hjólastígum vegna framkvæmda við nýbyggingar í Landspítalaþorpinu við Hringbraut. Átakið Hjólað í vinnuna er hafið og í tilefni af því er hérna fjallað um breytingar á stígunum í þorpinu, ásamt gerð nýs reiðhjólaskýlis við Hringbraut og undirganga undir Hringbraut við Snorrabraut. Viðmælandi okkar er Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá NLSH. NÝJAR OG BETRI MERKINGAR Þess má geta að átak hefur núna verið gert í merkingum úti við, ásamt því sem upplýsingagjöf gegnum margvíslega miðla hefur verið öflug frá upphafi verksins. MESTA RASKIÐ KLÁRAST Í JÚNÍ Mesta raskið upp við eldri byggingar Landspítala við Hringbraut ætti að klárast í júní og þá kemur meiri ró á athafnasvæðið þar sem þungi framkvæmda færist yfir í grunn nýja meðferðarkjarnans fjær eldri byggingum. Truflanir á umferð og öðru verða fyrirferðarminni í kjölfarið. KREFJANDI VETUR Veturinn 2018-2019 er mest krefjandi tímabil framkvæmdanna vegna nálægðar við starfsemi og byggingar spítalans, einkum barnaspítala, kvennadeild og gamla spítala, ásamt geðdeild. Verkefnið hefur þó gengið vel og tiltölulega lítil röskun verið á starfsemi Landspítala. BREYTTAR AKSTURSLEIÐIR Nú hafa verið gerðar þær breytingar á aðkomu að byggingum í Landspítalaþorpinu við Hringbraut, að ekki verður lengur hægt að aka Gömlu Hringbraut. Í meðfylgjandi myndskeiði er farið yfir þær akstursleiðir sem liggja núna að einstökum einingum spítalans. https://vimeo.com/327946774 BREYTT AÐKOMA AÐ BARNASPÍTALA Aðalinngangur Barnaspítala hefur nú verið opnaður á nýjan leik. Inngangurinn er með akstursaðkomu frá Laufásvegi og Barónsstíg og með 10 sleppistæðum, ásamt bílastæðum fyrir fatlaða. Gönguleið verður opnuð í suður niður á gjaldskyld bílastæði Gömlu Hringbrautar. Stutt er í nýtt og stórt 300 bíla stæði austan við Læknagarð. Gjaldskyldum stæðum fyrir sjúklinga hefur verið fjölgað upp við Landspítala. https://vimeo.com/330684994 MIKILVÆGT VERKEFNI Nýbyggingar í Landspítalaþorpinu við Hringbraut eru stærsti áfanginn í íslensku heilbrigðiskerfi í meira en hálfa öld. Nýja húsnæðið uppfyllir mun hafa í för með sér byltingu í aðstöðu og öryggi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk.
LANDSPÍTALAÞORPIÐ // Lagnaskurðir og tengigangar, unnið gegn neikvæðum umhverfisáhrifum
 • 27. maí 2019
 • Umbætur

LANDSPÍTALAÞORPIÐ // Lagnaskurðir og tengigangar, unnið gegn neikvæðum umhverfisáhrifum

Meginþungi framkvæmda við nýbyggingar í Landspítalaþorpinu við Hringbraut er í augnablikinu ennþá nálægt barnaspítala og kvennadeildum Landspítala. Þar er verið að klára tengiganga og lagnaskurði. Að því loknu verður fyllt upp í skurðina og við tekur mánaðarlangt tímabil með jarðvegsþjöppun og umferð valtara og annarra þungavinnutækja upp við húsin. UNNIÐ GEGN NEIKVÆÐ UMHVERFISÁHRIFUM Viðmælandi okkar er Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá NLSH. Umfangsmiklum verkefnum af þessu tagi fylgir mikið rask, en allt kapp er lagt á að minnka neikvæð umhverfisáhrif. Ásbjörn fer í þessu myndskeiði yfir helstu áhrifin af framkvæmdunum og hvaða aðgerða er gripið til svo minnka megi þau. MESTA RASKIÐ KLÁRAST Í JÚNÍ Mesta raskið upp við eldri byggingar Landspítala við Hringbraut ætti að klárast í júní og þá kemur meiri ró á athafnasvæðið þar sem þungi framkvæmda færist yfir í grunn nýja meðferðarkjarnans fjær eldri byggingum. Truflanir á umferð og öðru verða fyrirferðarminni í kjölfarið. KREFJANDI VETUR Veturinn 2018-2019 er að mörgu leyti erfiðasta tímabil framkvæmdanna vegna nálægðar við starfsemi og byggingar spítalans, einkum barnaspítala, kvennadeild og gamla spítala, ásamt geðdeild. Verkefnið hefur þó gengið mjög vel og lítil röskun verið á reglulegri starfsemi Landspítala. MIKILVÆGT VERKEFNI Nýbyggingar í Landspítalaþorpinu við Hringbraut eru stærsti áfanginn í íslensku heilbrigðiskerfi í meira en hálfa öld. Nýja húsnæðið uppfyllir mun hafa í för með sér byltingu í aðstöðu og öryggi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. LANDSPÍTALAÞORPIÐ Smelltu hérna til að skoða frekari upplýsingar og fréttir um framkvæmdir í Landspítalaþorpinu við Hringbraut: https://www.landspitali.is/landspitalathorpi
LANDSPÍTALAÞORPIÐ // Jarðvinnu næst byggingum að ljúka
 • 16. apríl 2019
 • Umbætur

LANDSPÍTALAÞORPIÐ // Jarðvinnu næst byggingum að ljúka

Vonir standa til að mesta raskið upp við byggingar Landspítala við Hringbraut klárist snemmsumars, nánar tiltekið í júní, og að þá færist meiri ró yfir athafnasvæðið. Þá færist þungi framkvæmda yfir í grunn nýja meðferðarkjarnans og þar með kemst meiri stöðugleiki á framkvæmdasvæðið. Truflanir á umferð og öðru verða fyrirferðarminni í kjölfarið. KREFJANDI VETUR Veturinn 2018-2019 er mest krefjandi tímabil framkvæmdanna vegna nálægðar við starfsemi og byggingar spítalans, einkum barnaspítala, kvennadeild og gamla spítala, ásamt geðdeild. Verkefnið hefur þó gengið vel og tiltölulega lítil röskun verið á starfsemi Landspítala. BREYTTAR AKSTURSLEIÐIR Nú verða þær breytingar á aðkomu að byggingum í Landspítalaþorpinu við Hringbraut, að ekki verður lengur hægt að aka Gömlu Hringbraut. Í meðfylgjandi myndskeiði er farið yfir þær akstursleiðir sem liggja núna að einstökum einingum spítalans. vimeo.com/327946774 BREYTT AÐKOMA AÐ BARNASPÍTALA Um daginn opnaði aðalinngangur Barnaspítala á nýjan leik. Inngangurinn er með akstursaðkomu frá Laufásvegi og Barónsstíg og með 10 sleppistæðum, ásamt bílastæðum fyrir fatlaða. Gönguleið verður opnuð í suður niður á gjaldskyld bílastæði Gömlu Hringbrautar. Stutt er í nýtt og stórt 300 bíla stæði austan við Læknagarð. Gjaldskyldum stæðum fyrir sjúklinga hefur verið fjölgað upp við Landspítala. vimeo.com/330684994 MIKILVÆGT VERKEFNI Nýbyggingar í Landspítalaþorpinu við Hringbraut eru stærsti áfanginn í íslensku heilbrigðiskerfi í meira en hálfa öld. Nýja húsnæðið uppfyllir mun hafa í för með sér byltingu í aðstöðu og öryggi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. LANDSPÍTALAÞORPIÐ Smelltu hérna til að skoða frekari upplýsingar og fréttir um framkvæmdir í Landspítalaþorpinu við Hringbraut: landspitali.is/landspitalathorpid/
LANDSPÍTALAÞORPIÐ // Mikill þungi í framkvæmdum við kvennadeild og barnaspítala
 • 20. mars 2019
 • Umbætur

LANDSPÍTALAÞORPIÐ // Mikill þungi í framkvæmdum við kvennadeild og barnaspítala

Mikill þungi er í framkvæmdum núna þétt upp við barnaspítala og kvennadeild Landspítala við Hringbraut. Ástæðan er smíði lagna- og tækniganga fyrir nýbygginngar í þorpinu. Vonir standa til að mesta raskið upp við þessar byggingar klárist snemmsumars, í júní, og að þá færist meiri ró yfir athafnasvæðið. Enda fer þungi framkvæmdanna þá yfir í grunn nýja meðferðarkjarnans. þar með kemst meiri stöðugleiki á framkvæmdasvæðið og truflanir á umferð og öðru verða fyrirferðarminni. Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá NLSH, segir hér frá stöðu framkvæmda í augnablikinu. KREFJANDI VETUR Þessi vetur er mest krefjandi tímabil framkvæmdanna vegna nálægðar við starfsemi og byggingar spítalans, einkum barnaspítala, kvennadeild og gamla spítala, ásamt geðdeild. Verkefnið hefur að mestu gengið vonum framar fram til þessa og lítil röskun verið á starfsemi Landspítala. MIKILVÆGT VERKEFNI Nýbyggingar Landspítala við Hringbraut eru stærsti áfanginn í íslensku heilbrigðiskerfi í meira en hálfa öld. Nýja húsnæðið uppfyllir mun hafa í för með sér byltingu í aðstöðu og öryggi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. LANDSPÍTALAÞORPIÐ Smelltu hérna til að skoða frekari upplýsingar og fréttir um framkvæmdir í Landspítalaþorpinu við Hringbraut: landspitali.is/landspitalathorpid/
LANDSPÍTALAÞORPIÐ//Aðgangsstýrð starfsmannabílastæði
 • 14. mars 2019
 • Starfsemin

LANDSPÍTALAÞORPIÐ//Aðgangsstýrð starfsmannabílastæði

Nú hafa verið settar upp bómur til aðgangsstýringar við bílastæði A og B við BSÍ og N1, neðan Hringbrautar. Bómurnar opnast sjálfkrafa þegar ekið er út af stæði. Starfsmannakort frá Landspítala mun þurfa til að lyfta bómunum utan frá. Til að auka flæði inn á stæðið á morgnana verða bómurnar þó opnar frá kl. 07:15 til 08:30. Að sögn Helga Björns Ormarssonar, verkefnastjóra hjá rekstrarsviði Landspítala, verður kerfið prófað til að byrja með á bílastæði B, en beðið verður með A-stæðið þar til reynsla er komin á hitt. Sem stendur virka einungis starfsmannakort Landspítala inn á stæðin, hvað sem síðar verður með starfsfólk og nemendur við Háskóla Íslands. Fjölgað hefur verið til muna bílastæðum fyrir sjúklinga næst byggingum spítalans og tryggja þeim pláss þar með gjaldskyldu. Einnig er unnið hörðum höndum að nýjum bílastæðum fyrir sjúklinga við Eiríksgötu og verða þau malbikuð og með snjóbræðslu. Hugað er vandlega að því að hafa sjúklinginn ætíð í öndvegi í framkvæmdum við nýbyggingar í Landspítalaþorpinu. Samhliða þessu hefur verið opnað nýtt 300 bíla stæði fyrir starfsfólk Landspítala og Háskóla Íslands austan við Læknagarð. Það er án aðgangsstýringar. Sjá nýlega frétt okkar um málið hérna: https://www.facebook.com/Landspitali/videos/420208132062190/
LANDSPÍTALAÞORPIÐ // Breytingar á gönguleiðum í febrúar
 • 30. janúar 2019
 • Fréttir

LANDSPÍTALAÞORPIÐ // Breytingar á gönguleiðum í febrúar

Í meðfylgjandi frétt er sagt frá fyrirkomulagi gönguleiða næstu 4-6 vikurnar á framkvæmdasvæði nýbygginga í Landspítalaþorpinu. Miklar gatnaframkvæmdir þar munu nú hafa í för með sér viðamikla röskun á gönguleiðum, sem mun reyna á þolinmæði vegfarenda. VIÐAMIKLAR BREYTINGAR Yfir standa umfangsmiklar framkvæmdir við gatnamót Laufásvegar og Gömlu Hringbrautar. Á sama tíma er verið að gera bráðabirgðaakstursleið frá Vatnsmýrarvegi upp á Gömlu Hringbraut (sjá gult svæði á mynd). Gamla Hringbraut mun síðan lokast 8. febrúar. Samhliða þessu er mikil virkni kringum framkvæmdir í sjálfum grunni meðferðarkjarnans. RÖSKUN REYNIR Á ÞOLINMÆÐI Framkvæmdir í Landspítalaþorpinu við Hringbraut eru á fleygiferð og ganga vel þrátt fyrir erfitt árferði og snjóalög. Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá NLSH, segir hér frá umræddum breytingum á gönguleiðum, sem kalla óumflýjanlega á skilning gesta, sjúklinga og starfsfólks. ERFITT TÍMABIL Veturinn 2019 er erfiðasta tímabil framkvæmdanna vegna mikillar nálægðar við starfsemi og byggingar spítalans. Verkefnið hefur þó gengið vonum framar og lítil röskun verið á starfsemi Landspítala. MIKILVÆGT VERKEFNI Nýbyggingar Landspítala við Hringbraut eru stærsti áfanginn í íslensku heilbrigðiskerfi í meira en hálfa öld. Nýja húsnæðið mun hafa í för með sér byltingu í aðstöðu og öryggi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. LANDSPÍTALAÞORPIÐ Smelltu hérna til að skoða frekari upplýsingar og fréttir um framkvæmdir í Landspítalaþorpinu við Hringbraut: landspitali.is/landspitalathorpid/
LANDSPÍTALAÞORPIÐ // Staða framkvæmda um miðjan janúar
 • 16. janúar 2019
 • Fréttir

LANDSPÍTALAÞORPIÐ // Staða framkvæmda um miðjan janúar

Framkvæmdir í Landspítalaþorpinu við Hringbraut eru á góðri siglingu núna í upphafi árs. Sprengingum fyrir framan barnaspítalann og elstu spítalabygginguna er að mestu lokið og framkvæmdir í lagnaskurðum þar komnar vel áleiðis. Sömuleiðis er byrjað á uppslætti og steypuvinnu við tengiganga milli eldri og nýrri bygginga og talsverður þungi kominn í framkvæmdir fyrir neðan gömlu Hringbraut. Að endingu má nefna að lýsing er nú mætt á nýju bílastæðin við BSÍ og er mikil áhersla lögð á að starfsfólk nýti þau vel til að fjölga stæðum fyrir sjúklinga og gesti næst spítalanum. KREFJANDI TÍMABIL Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá NLSH, segir hér frá stöðu framkvæmda við nýbyggingarnar í Landspítalaþorpinu við Hringbraut um miðjan janúar 2019. Þessi vetur er mest krefjandi tímabil framkvæmdanna vegna nálægðar við starfsemi og byggingar spítalans. Verkefnið hefur að mestu gengið vonum framar fram til þessa og lítil röskun verið á starfsemi Landspítala. MIKILVÆGT VERKEFNI Nýbyggingar Landspítala við Hringbraut eru stærsti áfanginn í íslensku heilbrigðiskerfi í meira en hálfa öld. Nýja húsnæðið uppfyllir mun hafa í för með sér byltingu í aðstöðu og öryggi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. LANDSPÍTALAÞORPIÐ Smelltu hérna til að skoða frekari upplýsingar og fréttir um framkvæmdir í Landspítalaþorpinu við Hringbraut: landspitali.is/landspitalathorpid/
Krefjandi vetur framundan við nýbyggingar í Landspítalaþorpinu við Hringbraut
 • 30. nóvember 2018
 • Fréttir

Krefjandi vetur framundan við nýbyggingar í Landspítalaþorpinu við Hringbraut

Framkvæmdir við nýbyggingar í Landspítalaþorpinu við Hringbraut ganga vel, en afar krefjandi vetur er framundan. Hafist var handa á jaðarsvæðum við gerð bílastæða fyrir starfsfólk. Síðan hefur þungi framkvæmdanna færst nær byggingum spítalans með tilheyrandi truflunum. Öryggi sjúklinga er þó alltaf í fyrirrúmi á Landspítala. Allt kapp er lagt á að lágmarka ónæði af framkvæmdunum. Næsta hálfa árið verður erfiðasti tími framkvæmdanna fyrir starfsemi spítalans, en umfangsmikið rask verður þá upp við barnaspítala, kvennadeild og gamla spítalann. Einnig styttist óðum í að gamla Hringbrautin verði rofin og viðamikil tilfærsla á samgöngum mun fylgja þeirri breytingu. Viðmælandi okkar er eins og oft áður, Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá NLSH. Hann nefnir meðal annars tvo mikilvæga þætti: Annars vegar að aðalinngangur barnaspítala hafi tímabundið verið færður um 50 metra til austurs. Hins vegar að mikilvægt sé að auka nýtingu starfsfólks á nýjum bílastæðum við BSÍ til að fjölga bílastæðum sjúklinga næst byggingum spítalans. Nýbyggingar Landspítala við Hringbraut eru stærsti áfanginn í íslensku heilbrigðiskerfi í meira en hálfa öld. Nýju húsnæði er ætlað að uppfylla grunnkröfur samtímans til fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á öflugu háskólasjúkrahúsi. Smelltu hérna til að skoða frekari upplýsingar og fréttir um framkvæmdir í Landspítalaþorpinu við Hringbraut: landspitali.is/landspitalathorpid/

Um verkefnið

Allar upplýsingar um framkvæmdina verða birtar á upplýsingasíðum NLSH, Landspítala og Háskóla Íslands og annarra hagsmunaaðila eftir því sem verða vill. Einnig mun upplýsingum verða reglulega komið á framfæri í fjölmiðlum eftir því sem þörf krefur, til dæmis ef miklar breytingar verða á umferðarfyrirkomulagi.

Tæknilegar upplýsingar: Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá NLSH asbjorn@nlsh.is Ólafur Birgisson, verkefnastjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins olafur.b@fsr.is

Almennar upplýsingar fyrir hönd NLSH: Magnús Heimisson, samskiptastjóri hjá NLSH magnus@nlsh.is 

Sértækar upplýsingar fyrir hönd Háskóla Íslands: Björn Gíslason, kynningarstjóri markaðs- og samskiptasviðs HÍ bgisla@hi.is 

Sértækar upplýsingar fyrir hönd Landspítala: Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar hagalin@landspitali.is

Árið 2000 var byrjað fyrir alvöru að und­ir­búa bygg­ingu sam­ein­aðs nýs spít­ala.

Árið 2005 var staðið fyrir hugmyndasamkeppni um skipulag Landspítalalóðarinnar. Í kjölfar samkeppninnar var hafin vinna við deiliskipulag svæðisins en hætt var við þá vinnu vegna efnahagshrunsins 2008.

Árið 2009 var þráðurinn tekinn upp að nýju og fyrri áform um uppbyggingu á svæðinu endurskoðuð. Hönnunarsamkeppni var haldin 2009-2010 og í kjöl­farið hófst formleg vinna að nýju deiliskipulagi fyrir Landspítala árið 2010 sem lauk með gildistöku deiliskipulags fyrir svæðið vorið 2013.

Landspítali er þjóðarsjúkrahús og gegnir mikilvægu hlutverki sem stærsta heilbrigðisstofnun landsins. Nýju húsnæði er ætlað að uppfylla grunnkröfur samtímans til heilbrigðisþjónustu á öflugu háskólasjúkrahúsi. Undanfarin ár hafa tugir arkitekta og verkfræðinga og hundruð starfsfólks unnið að skipulagi, hönnun og bestun ferla fyrir verkefnið.

Bygg­ingar­fram­kvæmdir við nýjan með­ferð­ar­kjarna við Hring­braut og rann­sókn­ar­hús sem mun hýsa rann­sókn­ar­starf­semi spít­al­ans og háskól­ans hófust árið 2018. Með­ferð­ar­kjarn­inn verður aðal­bygg­ing spít­alans við Hring­braut og stefnt er að því að taka þá nýbygg­ingu í notkun árið 2026.

Bygg­ing­ar­fram­kvæmdum við sjúkra­hót­elið lauk árið 2019.

 

Fullnaðarhönnun nýbygginga Landspítala við Hringbraut nýtir aðferðafræði notendastuddrar hönnunar með virkri þátttöku starfsmanna Landspítala. Einnig er lögð rík áhersla á  þarfir nemenda á heilbrigðisvísindasviði. Nálægð spítalans við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og þekkingarsamfélagið í Vatnsmýrinni skiptir miklu máli vegna vísindarannsókna og kennslu og mun ýta undir aukið vísindastarf innan heilbrigðiskerfisins.
Aðkomuleiðir að Landspítala við Hringbraut eru einstaklega góðar og verða enn betri með fyrirhugaðri uppbyggingu og eflingu almenningssamgangna í hjarta Landspítalaþorpsins við Hringbraut. Mikið hagræði felst einnig í því að stór hluti starfsmanna getur gengið eða hjólað til vinnu við Hringbraut.
Um 1.500 manns starfa við Hringbraut á dagvinnutíma og 700 manns í Fossvogi, samtals 2.200 manns. Í dag eru um 1.100 bílastæði á Hringbrautarsvæðinu og um 600 í Fossvogi. Bílastæðin verða um 2.000 að framkvæmdatíma loknum. Hlutfall starfsfólks Landspítala í umferð um Vatnsmýri, Hringbraut og Miklubraut er um 10% á háannatíma og verður álíka að framkvæmdatíma loknum.
Landspítali starfar á 20 stöðum á höfuðborgarsvæðinu í yfir 100 byggingum. Þessi dreifing felur meðal annars í sér að á vegum spítalans eru um 9.000 sjúkraflutningar á ári milli Fossvogs og Hringbrautar og ferðir þar á milli með ýmiss konar sýni eru 25.000 á ári. Vegalengdin á milli er tæpir 3 kílómetrar. Að færa bráðastarfsemi Landspítala á einn og sama staðinn er eitt af lykilatriðum uppbyggingar Landspítala við Hringbraut, öryggisins vegna.

Helstu nýbyggingar sem rísa við Hringbraut:

Í nýju rannsóknarhúsi Landspítala verða allar rannsóknarstofur Landspítala, lífsýnasöfn og Blóðbankinn. Þessi starfsemi er nú á meira en 10 stöðum í borginni. Rannsóknarhúsið fer í fullnaðarhönnun árið 2018. Húsið   verður bylting í aðstöðu fyrir starfsfólk og fjölbreyttar vísindarannsóknir. Húsið verður staðsett vestan Læknagarðs og mun tengjast honum, nýbyggingu Háskólans og meðferðarkjarna með tengibrúm.

Um rannsóknarhúsið á vef Nýs Landspítala ohf.

Sérstaklega er hugað að mannauðnum við uppbyggingu á þessum stærsta þekkingarvinnustað landsins. Byggð verður upp fjölbreytt þjónusta í þessu kraftmikla og lifandi spítalaþorpi sem fæst við nýjustu tækni og vísindi á sviði heilbrigðisþjónustu, heilbrigðisvísinda og menntunar.

Myndir, kort og teikningar

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?