Leit
Loka

Brjóstamiðstöð Landspítala

VIÐ HVETJUM ALLAR KONUR SEM HAFA FENGIÐ BOÐSBRÉF Í SKIMUN AÐ BÓKA TÍMA

Deildarstjóri

Kristjana Guðrún Guðbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur

Yfirlæknir

Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, skurðlæknir

Banner mynd fyrir  Brjóstamiðstöð Landspítala

Hafðu samband

OPIÐVirka daga 08:00-16:00

Brjóstamiðstöð - mynd

Hér erum við

Eiríksstaðir, Eiríksgata 5, 3. hæð

Sjá staðsetningu á korti

Um Brjóstamiðstöð

Brjóstamiðstöð er miðpunktur í þjónustu við einstaklinga vegna brjóstmeina. Á Brjóstamiðstöð er einnig framkvæmd brjóstaskimun og sérskoðun brjósta.

Á Brjóstamiðstöð Landspítala starfar þverfaglegt teymi fagfólks sem er með það markmið að leiðarljósi að veita framúrskarandi og einstaklingsmiðaða þjónustu.

Á göngudeild Brjóstamiðstöðvar, 4.hæð er veitt víðtæk þjónusta á ýmsum sérfræðisviðum. Hér er staðsett göngudeildarmóttaka fyrir brjóstaskurðlækningar, lýtaskurðlækningar brjósta, krabbameinslækningar, geislalækningar, áhættueftirlit auk sérhæfðar hjúkrunarmóttöku vegna allra vandamála frá brjóstum.

Á brjóstamyndgreiningardeild Brjóstamiðstöðvar, 3.hæð er veitt sérhæfð þjónusta við myndrannsóknir og greiningar brjóstmeina auk framkvæmd brjóstaskimunar.


Brjóstaheilsa

Því fyrr sem brjóstakrabbamein finnst, því líklegri er góður árangur af meðferð. Fylgstu vel með brjóstum og handarkrikum. Skoðaðu og þreifaðu reglulega. Þekktu líkama þinn, þá tekur þú frekar eftir breytingum. Gott er að vera við spegil. Í flestum tilfellum eru einkenni þó ekki vegna krabbameins en mikilvægt er að fá úr því skorið.

  • Hnútur eða fyrirferð í brjósti, ofar á bringu eða í handarkrika.
  • Breytingar á geirvörtu, t.d. að hún hafa dregist inn
  • Útbrot, hreistrug húð eða sár sem ekki grær á geirvörtu eða kringum hana
  • Vökvi fer að leka úr geirvörtu
  • Áferðarbreyting á húð, er t.d. ójöfn
  • Breyting á lögun eða stærð brjósts
  • Roði, hiti, bólga eða litabreytingar í húð

Ef þú verður vör við ofangreind eða önnur einkenni er mikilvægt að leita sér þekkingar fagaðila sem fyrst til að meta eðli einkenna og þörf á frekari rannsóknum.

Brjóstakrabbamein er ólalgeng i konum yngri en 40 ára en mikilvægt er fyrir konur á öllum aldri að fylgjast með mögulegum einkennum og leita til fagaðila um leið og eitthvað virðist vera óvenjulegt.


Það er mikilvægt að einstaklingar sem eru með einkenni frá brjóstum leiti til fagaðila til nánari mats og rannsókna. Mikilvægt er að leita sér þekkingu fagaðila sem fyrst til að meta eðli einkenna. Aðgengi að sérfræðiþjónustu Brjóstamiðstöðvar Landspítala er á þrjá vegu:

  1. Tilvísun til Brjóstamiðstöðvar frá heilsugæslu. Heilsugæslan veitir fyrstu ráðgjöf við öllum einkennum frá brjóstum og sendir rafræna tilvísun á Brjóstamiðstöð til frekari ráðgjafar. Einnig bendum við á að alltaf er hægt að leita til upplýsingamiðstöðvar heilsugæslunnar sem er miðlæg þjónusta fyrir alla sem þangað leita, þjónustan er aðgengileg á netspjalli Heilsuveru og í síma 513-1700. 
  2. Tilvísun til Brjóstamiðstöðvar frá læknastofum. Læknastofur geta einnig sent rafræna tilvísun fyrir einstaklinga á Brjóstamiðstöð til frekari ráðgjafar.
  3. Kona hringir sjálf á göngudeild Brjóstamiðstöðvar. Það er einnig mögulegt að panta sér tíma beint í einkennamat á göngudeild við bráð einkenni frá brjóstum, brjostamidstod@landspitali.is, s: 543 9560

Hagnýtar upplýsingar

  1. Tilvísun til Brjóstamiðstöðvar frá heilsugæslu. Heilsugæslan veitir fyrstu ráðgjöf við öllum einkennum frá brjóstum og sendir rafræna tilvísun á Brjóstamiðstöð til frekari ráðgjafar. Einnig bendum við á að alltaf er hægt að leita til upplýsingamiðstöðvar heilsugæslunnar sem er miðlæg þjónusta fyrir alla sem þangað leita, þjónustan er aðgengileg á netspjalli Heilsuveru og í síma 513-1700. 
  2. Tilvísun til Brjóstamiðstöðvar frá læknastofum. Læknastofur geta einnig sent rafræna tilvísun fyrir einstaklinga á Brjóstamiðstöð til frekari ráðgjafar.
  3. Kona hringir sjálf á göngudeild Brjóstamiðstöðvar. Það er einnig mögulegt að panta sér tíma beint í einkennamat á göngudeild við bráð einkenni frá brjóstum, brjostamidstod@landspitali.is, s: 543 9560

VIÐ HVETJUM ALLAR KONUR SEM HAFA FENGIÐ BOÐSBRÉF Í SKIMUN AÐ BÓKA TÍMA

Staðsetning: Brjóstamiðstöð, skimun og greining er staðsett á Eiríksgötu 5, 3.hæð.

Þjónustutími: Opið fyrir brjóstaskimanir mánudaga til föstudaga kl: 8:00-16:00. Einnig er boðið upp á kvöld og helgaropnun valda daga.

Verðskrá: Brjóstaskimun er hluti af greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Sjá nánar gjaldskrá Landpítala.

Boðanir og niðurstöður: Einkennalausum konum á aldrinum 40 til 74 ára sem hafa fengið boðsbréf geta pantað tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Samhæfingarstöð krabbameinsskimana (SKS) sem er rekin af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins heldur utan um boðanir og sendir einnig rafrænt svarbréf þegar niðurstöður rannsóknar liggja fyrir. Tímapantanir eru í síma 513 6700 milli kl: 8;30 og 12:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is


Teymi Brjóstamiðstöðvar Landspítala verður á ferðinni eftir skipulögðum dögum vorið 2023: 

 

Borgarnes

8.-16.mars

Hvammstangi

20.-21.mars

Blönduós

22.-24.mars

Sauðakrókurur

27.-31.mars

Siglufjörður

24.-28.apr

Húsavík

2-5.maí

Höfn

8-10.maí

Vestmannaeyjar

22-26/5

Mikilvægt er að hafa samband og bóka í tíma
Við bendum einnig á að brjóstaskimun er einnig í boði allt árið á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAK) fyrir konur staðsettar á Akureyri og nærsveitum.


Fræðsla

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum hér á landi og að meðaltali greinast 250 konur árlega og er meðalaldur þeirra 62 ár. Skimun fyrir brjóstakrabbameini er árangursrík leið til að lækka dánartíðni sjúkdómsins en lýðgrunduð skimun fyrir brjóstakrabbameini hófst á Íslandi árið 1987. Skimun leiðir ekki til lækkunar á tíðni sjúkdómsins, en með því að greina hann snemma aukast líkur á því að sjúkdómurinn sé staðbundinn og hafi ekki náð að dreifa sér.

Almenn brjóstaskimun er fyrir konur sem ekki eru með einkenni frá brjóstum. Finnist fyrir einkennum frá brjóstum t.d. hnút eða fyrirferð í brjósti, inndreginni húð eða geirvörtu, blóðugri eða glærri útferð úr geirvörtu, verkjum eða eymslum í brjóstum, er ráðlagt að leita til læknis sem þá sendir tilvísun í frekari skoðun.

  • Skimunaraldur:
    Aldurshópurinn 40-69 ára fær boð í skimun á 2 ára fresti
    Aldurshópurinn 70-74 ára fær boð í skimun á 3 ára fresti
  • Konur í aukinni áhættu á brjóstakrabbameini: Konur með þekktar áhættustökkbreytingar í áhættugenum (BRCA, CHECK,ATM og fleiri) eða með sterka fjölskyldusögu um brjóstakrabbamein og eru í aukinni hættu á að greinast með brjóstaskrabbamein á lífsleiðinni bíðst einstaklingsmiðað áhættueftirlit á vegum Brjóstamiðstöðvar Landspítala. Þær eru ekki í almennri skimun heldur fara í frekari skoðun og þéttara eftirlit á vegum brjóstaskurðlækna og Landspítala.
  • Konur sem hafa farið í áhættuminnkandi brjóstnám á báðum brjóstum: Ekki er þörf á skimun þar sem búið er að fjarlægja allan brjóstvef. Eftirlit á vegum brjóstaskurðlækna
  • Konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein: Eru undir eftirliti krabbameinslæknis í fimm ár eftir meðferð skv. verklagi Landspítala en geta farið aftur í almenna skimun eftir það. Þær konur sem ekki hafa náð skimunaraldri fimm árum eftir krabbameinsmeðferð eru áfram í árlegu eftirliti hjá krabbameinslækni, þar til þær hafa náð skimunaraldri. Konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein fá boð um skimun til 79 ára aldurs.
  • Konur með stækkunarpúða í brjóstum: Geta farið í almenna skimun og við mælum eindregið með því að konur með púða mæti í skimun. Brjóstamyndataka er örugg rannsókn fyrir konur með brjóstapúða.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?