Leit
Loka

Geislameðferðardeild

Geislameðferð með háorkuröntgengeislun eða rafeindageislun

Deildarstjóri

Hanna Björg Henrysdóttir

hannabhe@landspitali.is
Yfirlæknir

Jakob Jóhannsson

jakobjoh@landspitali.is

Banner mynd fyrir  Geislameðferðardeild

Hafðu samband

OPIÐ

Geisladeild - mynd

Hér erum við

Í K-byggingu á Landspítala Hringbraut (við hlið Kringlunnar, aðalinngangs og gegnt nýja sjúkrahótelinu)

Hagnýtar upplýsingar

Móttaka geisladeildar 10K í K-byggingu á Landspítala Hringbraut

Geisladeildin er eini staður á Íslandi þar sem sjúklingum er veitt geislameðferð.  Ytri geislameðferð er gefin með línuhröðlum en tveir slíkir eru á deildinni sem nefndir eru Þór og Eir.  Við geislameðferð er notuð háorkuröntgengeislun eða rafeindageislun. 

Markmið

  • Að á deildinni ríki jákvætt viðmót 
  • Góð samvinna við þá sem koma í geislameðferð og aðstandendur þeirra 
  • Að taka mið af þörfum hvers og eins að styðja og styrkja einstaklinginn og aðstandendur hans 
  • Að takast á við sjúkdóminn og geislameðferðina

Staðsetning

Geisladeildin er á jarðhæð K-byggingar á Landspítala Hringbraut.  Ekið er inn á bílastæðið frá Barónsstíg. Hægt er að fá lánaða hjólastóla og fá aðstoð hjá vaktmönnum spítalans.

Móttaka merkt: Krabbameinslækningadeild, Geislaeðlisfræðideild, Geislameðferð.

Stjórnendur

Yfirlæknir geislalækninga krabbameina
Jakob Jóhannsson
jakobjoh@landspitali.is

Deildarstjóri geislameðferðar krabbameina
Hanna Björg Henrysdóttir
hannabhe@landspitali.is

Deildarstjóri geislaeðlisfræðideildar
Hanna Björg Henrysdóttir
hannabhe@landspitali.is

Geislameðferð er úrræði sem beitt er gegn krabbameini.  Tilgangur getur verið að lækna sjúkdóminn eða halda honum niðri og draga úr einkennum.  Við komu í geislameðferð þarf að gefa sig fram hjá móttökuriturum sem vísa á biðstofu og gefa tíma fyrir næstu meðferðir.
Sjúklingi og aðstandanda eru gefnar upplýsingar.

Undirbúningur

Áður en geislameðferð hefst þarf að undirbúa meðferðina. Svæðið sem á að meðhöndla er afmarkað og útbúin geislaáætlun þar sem tryggð er nákvæmni í geislaskammti í meðferðarsvæði um leið og leitast er við að hlífa aðlægum heilbrigðum vef.  Til að tryggja nákvæmni og auðvelda að sjúklingur liggi alltaf í sömu legu við geislameðferðina eru oft útbúin stuðningsmót.

  • Svæðið sem á að meðhöndla er merkt með sérstökum húðpenna
  • Sumir þurfa að koma einu sinni í undirbúning, aðrir tvisvar til þrisvar
  • Hver heimsókn tekur frá 30 mínútum upp í 2 klukkustundir og getur undirbúningur tekið allt að viku

Meðferðin

Geislameðferð er gefin alla virka daga. Sjúkrahúsvist vegna geislameðferðar er yfirleitt óþörf. 

  • Tímalengd geislameðferðar er breytileg
  • Sumir koma í eitt skipti, aðrir daglega í nokkrar vikur
  • Hver meðferð tekur aðeins nokkrar mínútur og er sársaukalaus
  • Meðferðin á geisladeild veldur ekki geislavirkni

Eftir meðferð

Líðan fólks meðan á meðferð stendur er einstaklingsbundin.  Algengt er að fólk finni fyrir þreytu en aðrar aukaverkanir fara meðal annars eftir því hvar á líkamann geislun er gefin og stærð geislasvæðis.  Margir stunda áfram vinnu og sinna áhugamálum.

 

Ef afboða þarf komu vinsamlegast tilkynnið það í móttöku geisladeildar í síma 543 6800.

Viðtöl 

Viðtal er við lækni fara fram með reglulegu millibili á deildinni og eru aðstandendur velkomnir.

Útskrift

Við lok meðferðar gefur starfsfólk ráðleggingar og læknir deildarinnar sér um útskrift og gefur upplýsingar um áframhald og eftirlit

Aðstandendum eru velkomið að sjá meðferðartækin og vera með í viðtölum.  Það gefur færi á að spyrja spurninga og leggja mikilvægar upplýsingar á minnið. Veita þannig stuðning.

Sjúklingurinn ræður hvort hann vill hafa aðstandendur með.

Það er engin ástæða til að óttast að umgangast fólk sem fær geislameðferð. Við geislameðferð eru notaðir röntgengeislar og sjúklingur verður ekki geislavirkur.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?