Leit
Loka

Göngudeild lyflækninga A3

Deildarstjórar

Ragnheiður Guðmundsdóttir

ragnhegu@landspitali.is

Geirný Ómarsdóttir, aðstoðardeildarstjóri

geirnyo@landspitali.is
Banner mynd fyrir Göngudeild lyflækninga A3

Hafðu samband

OPIÐ08:00-16:00 alla virka daga

Dag- og göngudeldir lyflækningasviðs - mynd

Hér erum við

Landspítala Fossvogi - 3. hæð A-álmu

Hagnýtar upplýsingar

• Viðtöl og eftirlit hjá heilbrigðisstarfsfólki í kjölfar sjúkrahúslegu
• Reglulegt eftirlit hjá heilbrigðisstarfsfólki vegna langvinnra sjúkdóma
• Rannsóknir og meðferðir

Á göngudeildina koma sjúklingar í viðtal og eftirlit til lækna, hjúkrunarfræðinga eða annars fagfólks vegna lungna- ofnæmis-, og smitsjúkdóma í kjölfar sjúkrahúslegu, í reglulegt eftirlit vegna langvarandi eða alvarlegra sjúkdóma og í ýmsar rannsóknir og meðferð.

Á göngudeild lyflækninga A3 eru:

 • Göngudeild lungnasjúkdóma - yfirlæknir, Sif Hansdóttir
 1. Lungnarannsóknarstofa
 2. Sérhæfð lungnagöngudeild
 3. Sérfræðimóttaka
 4. Hjúkrunarþjónusta fyrir langveika lungnasjúklinga
 5. Heimaöndunarvélateymi (HÖT)
 • Göngudeild ofnæmissjúkdóma - yfirlæknir, María I. Gunnbjörnsdóttir
 • Göngudeild smitsjúkdóma - yfirlæknir, Agnar Bjarnason
 • Göngudeild svefntengdra sjúkdóma - yfirlæknir, Jordan Cunningham


Starfsemi

 • Teymisstjóri á göngudeild lungnalækninga
 • Lungnarannsóknarstofa
 • Sérhæfð lungnagöngudeild
 • Sérfræðimóttaka
 • Speglun öndunarfæra
 • Súrefnisþjónusta
 • Hjúkrunarþjónusta fyrir langveika lungnasjúklinga
 • Heimaöndunarvélateymi (HÖT)

Teymisstjóri á göngudeild lungnalækninga

Teymisstjóri lungna er hjúkrunarfræðingur sem sinnir sjúklingum með sjaldgæfa lungasjúkdóma í samvinnu við lækna deildarinnar. Teymisstjóri sér að auki um skipulagningu og utanumhald með greiningarferli vegna lungnakrabbameina.

Lungnarannsóknarstofa

Á lungnarannsóknarstofu eru framkvæmdar ýmsar lífeðlisfræðilegar rannsóknir sem notaðar eru til greiningar, meðferðar og eftirlits á lungnasjúkdómum. Rannsóknarstofan vinnur í samstarfi við ýmsar sérgreinar innan Landspítala.

Helstu mælingar sem gerðar eru á lungarannsókn eru: 

 •  Fráblásturspróf (spirometria) - Mælir heildarfráblástursgetu einstaklinga og fráblástur á einni sekúndu
 • Loftdreifipróf (DLCO) - Mældur er flutningur súrefnis úr andrúmslofti til lungnablóðrásar
 • Lungnarúmmálspróf (TLC, FRC) - Mælt er heildarloftrými lungna
 • Nituroxíðpróf (NO-próf) - Mælir nituroxíð í útöndunarlofti
 • Sveiflupróf (Oscillometry) - Sveiflupróf mælir viðnám í loftvegum
 • Berkjuauðertnipróf - mælir hversu auðveldlega lungnaberkjurnar dragast saman við áreiti
 • Áreynslupróf - rannsakar afkastagetu lungna og hjarta undir álagi

Sérhæfð lungnagöngudeild

Sérhæfð lungnagöngudeild er ætluð sjúklingum með sjaldgæfa lungnasjúkdóma sem þarfnast sértækrar meðferðar. Þar starfa læknar og hjúkrunarfræðingar í teymisvinnu við greiningu, meðferð og eftirlit.

Sérfræðimóttaka

Sérfræðimóttaka er ætluð sjúklingum með lungnaeinkenni sem þarfnast bráðrar greiningar, og þurfa skjóta aðkomu lungnasérfræðings án innlagnar.

Bókanir á göngudeildir lungnalækna fara eingöngu fram gegn tilvísun frá lækni.

 • Eftirlit sjúklinga með ígrædd lungu 
  Sjúklingar sem eru með ígrædd lungu eða eru á biðlista fyrir lungnaígræðslu eru í eftirliti og meðferð á göngudeild lungnalækninga. Læknar og hjúkrunarfræðingar deildarinnar sinna því í teymisvinnu.

 • Eftirlit sjúklinga með millivefjasjúkdóma í lungum
  Sjúklingar sem eru á sérhæfðri meðferð vegna millivefjasjúkdóma eru í eftirliti og meðferð á göngudeild lungnalækninga. Læknar og hjúkrunarfræðingar deildarinnar sinna því í teymisvinnu.

Speglun öndunarfæra

Speglunardeild er með aðstöðu á göngudeild A3. Þar fara fram berkjuspeglanir.

Súrefnisþjónusta Landspítala

Þegar beiðni um súrefni hefur borist og verið samþykkt veitir hjúkrunarfræðingur einstaklingum og aðstandendum hans fræðslu um notkun og umgengni við súrefni og útvegar viðeigandi tæki og búnað í samstarfi við þjónustuaðila. Fræðsla og eftirfylgni er í flestum tilvikum í formi fjarþjónustu. Nýjar beiðnir þurfa að berast fyrir hádegi og eru afgreiddar jafnóðum og þær berast. Búnaður er afhentur næsta virka dag.

Tæki og búnaður vegna súrefnismeðferðar heima 

Flestir sem nota súrefni heima eru með súrefnissíu. Það er rafknúið tæki sem tekur til sín andrúmsloft og síar úr því súrefni sem er svo leitt í slöngu til notanda.
Þetta er ódýrasti kosturinn ef um er að ræða langtímameðferð. Þetta er líka nokkuð öruggt þar sem sían geymir ekki súrefni inn á sér þegar slökkt er á vélinni. Slangan sem tengist við síuna getur verið allt að 15 m löng og er því hægt að staðsetja vélina á einum stað í íbúðinni.

Sían gengur fyrir rafmagni þannig að rafmagnsreikningurinn hækkar. Hægt er að sækja um uppbót á lífeyri vegna aukins rafmagnskostnaðar til Tryggingastofnunar. Flestir súrefnisþegar fá einnig ferðabúnað til að nota þegar þeir dvelja utan heimilis.

Hjúkrunarþjónusta fyrir langveika lungnasjúklinga

Starfsemin felst í sérhæfðri hjúkrunarstýrðri þjónustu við langveika lungnasjúklinga og fjölskyldur þeirra. Byggt er á þverfaglegri samvinnu við lækna, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, næringarráðgjafa, félagsráðgjafa og fleiri fagaðila.

Samskipti og þjónusta við sjúklinga og fjölskyldur fer fram með heimavitjunum, komum á göngudeild og fjarþjónustu.

Hjúkrunarfræðingar teymisins hafa innbyrðis sérhæfingu og sinna margvíslegum verkefnum: 

 • Stuðningi og ráðgjöf við sjúklinga með langvinna lungnasjúkdóma og fjölskyldur þeirra
 • Aðstoð til reykleysis
 • Þjónustu og stuðningi við notendur heimaöndunarvéla
 • Stuðningi við sjúklinga sem nota svefnöndunartæki að nóttu vegna langvinns lungnasjúkdóms
 • Kennslu, stuðningi og aðstoð við fjölskyldu og umönnunaraðila þeirra sem nota lífsbjargandi heimaöndunarvélar
 • Tilvísanir í teymið berast frá heilbrigðisstarfsfólki og eru metnar á vikulegum fundi

Heimaöndunarvélateymi (HÖT)

HÖT er þverfaglegt teymi hjúkrunarfræðinga og lækna með sérþekkingu í meðhöndlun sjúklinga sem þurfa að nota innri eða ytri öndunarvél. Notkun öndunarvéla reynist stundum nauðsynleg í kjölfar lungnasjúkdóma og öndunarbilunar, sem orsakast af minnkandi styrk eða rýrnun vöðva vegna sjúkdóma eða slysa. HÖT veitir ráðgjöf innan og utan Landspítala, það kemur að mati, greiningu meðferð og eftirfylgd sjúklings og fjölskyldu hans. Það skipuleggur og samhæfir aðkomu fagaðila að meðferð og stuðningi eftir þörfum hverju sinni.

Sjá einnig:

Myndskeið:

 

Starfsemi

Þar fara fram ýmis ofnæmispróf til að greina lyfja- eða fæðuofnæmi og afnæming. Þar fara einnig fram húðpróf fyrir mismunandi ofnæmisvökum og kennsla á notkun astmalyfja og ákveðinna líftæknilyfja.

Fræðsluefni

Starfsemi

Göngudeild smitsjúkdóma hefur lögbundið hlutverk og er starfrækt skv.16. grein Sóttvarnalaga (L.19/1997) um tilkynningskylda sjúkdóma. Á göngudeildinni starfa saman smitsjúkdómalæknar og hjúkrunarfræðingar. Þar fer fram greining, eftirfylgni, smitrakning, fræðsla og stuðningur vegna einstaklinga með tilkynningarskylda smitsjúkdóma, einkum HIV, lifrarbólgu C og berkla. Að sama skapi sinnir göngudeildin HIV forvörnum og býður upp á fyrirbyggjandi lyfjameðferð fyrir (PrEP - pre-exposure prophylaxis) og eftir (PEP - post-exposure prophylaxis) mögulega HIV útsetningu.

Á göngudeild smitsjúkdóma er einnig starfrækt lágþröskulda móttaka þar sem einstaklingum með minniháttar sýkingar tengdum notkun vímuefna í æð er sinnt. Unnið er út frá hugmyndafræði skaðaminnkunnar en markmið þjónustunnar er að auðvelda aðgengi og bæta þjónustu við hópinn, auk þess að draga úr álagi á Bráðamóttöku.

Göngudeildin sinnir einnig sjúklingum með flóknari sýkingar sem krefjast lengri sýklalyfjameðferðar í æð og útskrifast heim með stuðningi göngudeildar smitsjúkdóma og lyfjablöndunar.

Fræðsluefni

Starfsemi 

Verkefni göngudeildar svefntengdra sjúkdóma

 • Meðferð og eftirfylgd einstaklinga með kæfisvefn
 • Meðferð og eftirfylgd með einstaklingum sem nota svefnöndunartæki
 • Endurnýjun búnaðar

Göngudeildin sinnir meðferð kæfisvefns. Flestir þeirra sem greinast með kæfisvefn fara á meðferð með svefnöndunartæki. Meðferð/innstilling með svefnöndunartæki hefst annað hvort heima eða á göngudeild svefntengdra sjúkdóma. Hjúkrunarfræðingar deildar veita fræðslu, stuðning og sinna eftirfylgd meðferðar. 

Rafræn eftirfylgd (Airview) er alla jafna í boði fyrstu þrjá mánuði eftir að meðferð hefst og er háð upplýstu samþykki af hálfu skjólstæðinga. Fylgst er með árangri meðferðar með rafrænni eftirfylgd og hjúkrunarfræðingur hefur samband við nýja skjólstæðinga á annarri og áttundu viku. Bóka þarf símatíma eða viðtal hjá hjúkrunarfræðingi ef að þarf frekari aðkomu eða aðstoð.

Ef að ekki eru til tæki með örgjörva, sem bjóða upp á rafræna eftirfylgd, þurfa skjólstæðingar að mæta í bókaðan tíma með kubbinn í aflestur á A3 til eftirfylgdar.

Göngudeildin er opin fyrir skjólstæðinga milli kl.8:00 - 16;00 alla virka daga fyrir bókaða tíma.

Tímabókanir:
Opið er fyrir tímabókanir og breytingu á tímabókun alla virka daga milli kl. 8:00 - 16:00. Tímabókanir eru fyrir þá sem eru í meðferð með svefnöndunartæki.

Endurnýjun búnaðar

Hægt er að hringja milli kl. 8:15 - 12:15 til að endurnýja búnað alla virka daga.

Afhending búnaðar er annað hvort á göngudeild svefntengdra sjúkdóma á A3 eða hjá öryggisvörðum á Landspítala í Fossvogi. 

Meðferð með svefnöndunartæki 

Meðal biðtími eftir að fá tæki er 6 - 12 mánuðir. Svefnöndunartækið er eign Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Greiða þarf leigugjald af tækinu og ákvarðar SÍ gjaldið.

Sjá gjaldskrá Landspítala: Svefnrannsóknir. Innifalið í gjaldi er eftirfylgd meðferðar og endurnýjun búnaðar. 

Fræðsluefni

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?