Leit
Loka
 

Nýr starfsmaður

Landspítali er stærsti vinnustaður landsins með hátt í 6000 starfsmenn. Mikil þekking og reynsla býr í okkar stóra starfsmannahópi og hér eru allir starfsmenn mikilvægir hlekkir í keðjunni. Stefna okkar á Landspítala er skýr, sjúklingurinn er í öndvegi. Unnið er í teymisvinnu og hver starfsmaður hefur tvö hlutverk, þ.e.a.s. að vinna verkefnin sín og vinna að stöðugum umbótum. Unnið er einnig að bættri öryggismenningu og auknum gæðum í þjónustu við sjúklinga.

Það er okkur metnaðarmál á Landspítala að taka vel á móti nýjum starfsmönnum.


Allir nýir starfsmenn Landspítala mæta í móttökumiðstöð nýrra starfsmanna áður en þeir hefja störf á einingum Landspítala.

Móttökumiðstöðin er staðsett í Skaftahlíð 24, á fyrstu hæð í norður húsi.

Í móttökumiðstöðinni fær starfsmaður:

 • Almenna nýliðaþjálfun
 • Viðtal við starfsmannahjúkrunarfæðing
 • Myndatöku og auðkenniskort
 • Aðgang að kerfum sem viðkomandi þarf

 

Fyrstu dagana, vikurnar og jafnvel mánuðina í nýju starfi færðu mikið af nýjum upplýsingum og margar spurningar munu einnig kvikna.  Við erum hér til að aðstoða þig að aðlagast nýju umhverfi.  Hér munum við leitast við að setja inn upplýsingar sem gott er að vita þegar hafin eru störf á spítalanum, hvað má finna hvar og hvert sé best að leita ef þú þarfnast nánari aðstoðar.

Vinnustund

Starfsmenn yfirfara tímastimplanir sínar í Vinnustund/Orra.

 • Upplýsingar um stillingar starfsmanns, vinnuskipulag og fleira. 
 • Simplanir, fjarvistir og leiðréttingar. 
 • Skoða vaktaáætlun, setja inn óskir um vaktir eða frídag og skoða mönnun.
 • Staða leyfis, hve margir tímar eru eftir af leyfi og hve margir hafa áunnist. Skrá leyfisóskir. 
 • Tilkynningar um kerfið, lokanir, breytingar o þ.h.
 • Skoða fjarvistarskráningu, annað hvort allar eða eftir tegund fyrir valið tímabil. 
 • Setja inn óskir um aukavaktir.

 

Athugið: 
Starfsmenn yfirfara sínar tímastimplanir.
Veikindaforföll ber að tilkynna til næsta yfirmanns.


 Ítarefni

 

Myndskeið

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?