Leit
Loka

Dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga

Fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein

Deildarstjóri

Þórunn Sævarsdóttir

Yfirlæknar

Vilhelmína Haraldsdóttir (krabbameinslækningar)

Sigrún Reykdal (blóðlækningar)

Banner mynd fyrir Dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga

Hafa samband

Afgreiðsla, vottorð og lyfseðlar

Inngangur að Blóð- og krabbameinslækningadeild 11B

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Afgreiðsla

s.  543 6130 (Upplýsingar um tímabókanir og almennar fyrirspurnir)

Vottorð

 • Skrifstofustjóri krabbameinslækninga: 543 6860
 • Skrifstofustjóri blóðlækninga: 543 6175

 

Stjórnendur

Hjúkrunardeildarstjóri: Þórunn Sævarsdóttir
Yfirlæknir krabbameinslækninga: Vilhelmína Haraldsdóttir
Yfirlæknir blóðlækninga: Sigrún Reykdal

Dag- og göngudeild fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein.
Meðferðarrými eru 20 talsins.
Lengd meðferðar getur verið misjöfn eða allt frá 30 mínútum til 8 klukkustunda.

Þjónusta:

 • Greining og meðferð fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein
 • Fræðsla og stuðningur
 • Einkennameðferð (vegna fylgikvilla sjúkdóms eða meðferðar)
 • Stuðningsmeðferð (s.s. blóðhlutagjafir, beinþéttnilyf, hormónameðferð, meðferð við járnskorti og mótefnaskorti o.fl)
 • Þjónusta við sjúklinga sem fá krabbameinslyf á töfluformi
 • Söfnun stofnfruma

 Á deildinni starfa sérfræðilæknar, deildarlæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliði, læknaritarar og móttökuritarar.
Ýmis önnur fagþjónusta er í boði:

Gjaldskrá 

Slökunarmeðferð er í boði fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á Landspítala. Hjúkrunarfræðingar veita meðferðina.

Meðferðin samanstendur af; styðjandi samtali, kennslu mismunandi slökunar- og hugleiðsluleiða og leiddri slökun.

Sýnt hefur verið fram á að meðferðin getur bætt lífsgæði og dregið úr tíðni og styrk einkenna eða aukaverkana vegna krabbameins og meðferðar.

Markmið meðferðar er að draga úr kvíða og annarri vanlíðan vegna krabbameins og meðferða. Einnig að kenna fólki leiðir til sjálfshjálpar og til þess að hafa jákvæð áhrif á eigin líðan. Einstaklingsslökunarmeðferð er í boði flesta virka daga.

Meðferðin fer fram í þægilegum stól, í viðtalsherbergi á deild 11-F og varir í klukkustund. Einnig er hún veitt í styttri tíma, við rúm sjúklinga á legudeildum.

Hópslökunarmeðferð er í boði fyrir þá einstaklinga sem eru að hefja krabbameinslyfjameðferð. Hún fer fram í lyfjameðferðarherbergi, á deild 11-B og varir í 45 mínútur.

Tilgangur meðferðarinnar er að auðvelda það að mæta í fyrstu lyfjagjöf og að upplifa notalega stund í lyfjagjafarstólnum.

Meðferðin er gjaldfrjáls ef viðkomandi sjúklingur er innskrifaður á legudeild eða fer sama dag í lyfjameðferð. Annars þarf að borga komugjald, á göngudeild eða í hópslökun.

Tímapantanir og frekari upplýsingar er hægt að fá hjá ritara á deild 11-C eða í síma 543 6130

Velkomin!

 • Mikilvægt er að sjúklingum líði vel meðan á dvöl á deildinni stendur.  Áhersla er lögð á að hafa umhverfi náðugt á meðferðarstofum.
 • Leyfilegt er að fá til sín gesti meðan á meðferð stendur en mikilvægt er að taka tillit til stofufélaga og valda þeim ekki ónæði
 • Ef meðferð er í nokkra klukkutíma er sjúklingum ráðlagt að hafa með sér nesti. Sjúklingar eru beðnir um að taka tillit til stofufélaga sinna og koma ekki með sterklyktandi mat
 • Á deildinni er vatnsvél, kaffivél og kæliskápur fyrir sjúklinga
 • Farsíma má nota en vinsamlega hafið símann stilltan á hljóðlausa stillingu og takið tillit til stofufélaga þegar talað er í síma
 • Sjúklingar geta fengið aðgang að Netinu gegnum gestanet spítalans
 • Útvörp eru við alla meðferðarstóla/rúm
 • Sjónvörp eru á öllum sjúkrastofum
 • Hægt er að fá lánaða slökunardiska til að hlusta á meðan á lyfjagjöf stendur á deild
 • Kvennadeild Rauða kross Íslands rekur verslanir í anddyrum Landspítala
 • Meðan á krabbameinslyfjagjöf stendur eru sjúklingar beðnir um að yfirgefa ekki deildina af öryggisástæðum
 • Hraðbanki er í anddyri aðalinngangs og sjálfsalar á nokkrum stöðum í húsinu.
 • Vinsamlega virðið einkalíf annarra sjúklinga og ræðið ekki það sem þið kunnið að verða áskynja um heilsufar þeirra og hagi
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?