Leit
Loka

Næringarstofa

Næringarráðgjöf við skjólstæðinga spítalans ásamt kennslu og rannsóknum í næringarfræði

Banner mynd fyrir Næringarstofa

Hafðu samband

OPIÐ8:00-15:00

Næringarstofa - mynd

Hér erum við

Birkiborg, Reykjavík

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Starfsmenn næringarstofu veita næringarráðgjöf til skjólstæðinga Landspítala og starfa við kennslu og rannsóknir í næringarfræði.

 

Skrifstofan að Eiríksgötu 29 (1. hæð)
opin virka daga frá kl. 8:00 til 16:00.

Forstöðumaður: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Næringarfræði er sjálfstæð vísindagrein sem fjallar um hlutverk næringarefna í líkamanum og tengsl mataræðis og heilsu. Til að auka þekkingu í næringarfræði þarf þverfaglega nálgun og beitir greinin margs konar aðferðum.

Aðferðir næringarfræðinnar geta til dæmis verið:

 • klínískar
 • faraldsfræðilegar
 • í sumum tilfellum tilraunir

Næringarfræði er heilbrigðisvísindagrein sem tengist raungreinum og greinum sem byggja á lýðheilsufræði.  Í næringarfræði tengjast því raunvísindi og heilbrigðisvísindi við þekkingu á menningu og félagslegum aðstæðum svo sem fjölskyldubundnum og samfélagslegum þáttum, iðnaði og markaði.

Næringarmeðferð er veitt skjólstæðingum á göngu- og legudeildum spítalans. Beiðnir um næringarráðgjöf koma frá læknum og hjúkrunarfræðingum. Næringarráðgjafar veita meðferð um mataræði miðað við sjúkdómsástand og næringarástand. Starfsmenn stunda einnig fræðslu og kennslustörf. Fjöldi fyrirlestra er haldinn fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsmenn.

Ábendingar um sjúkdóma þar sem þörf gæti verið fyrir næringarráðgjöf:
 • Krabbamein
 • Skurðaðgerð á meltingarvegi
 • Sykursýki
 • Meltingarfærasjúkdómar
 • Nýrnasjúkdómar
 • Vanþrif
 • Vannæring
 • Ofnæmi
 • Hjarta- og æðasjúkdómar
 • Átröskun
 • Offita
 • Efnaskiptasjúkdómar
 • Erfið meðganga

Klínískur deildarstjóri: Svava Engilbertsdóttir 

Næringarráðgjafar næringarstofu:

Aníta Sif  - Hvíta bandið     
Bertha M  - Öldrun / Nýrnadeild
Brynhildur - Almenn lyf / Grensás           
Erna P - Hjartadeildir
Gisela  - Barnadeildir
Guðlaug - Taugalækningadeildir
Kolbrún - Ofnæmi / Nýrnadeild
Edda - Sykursýki
Rannveig - Krabbamein / göngudeild
Sigríður- Barnadeildir
Svava - Melting / skurðdeild
Thelma Rut - Krabbamein / skurðdeild                

Fræðsla

Starfsmenn næringarstofu Landspítala veita fræðslu í næringarfræði (almennri og klínískri) til sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks. Þá sjá þeir um kennslu í greininni við Háskóla Íslands og Landspítala byggða á niðurstöðum rannsókna í greininni hverju sinni. Næringarráðgjafar útbúa fræðsluefni og bæklinga og einstaklingsbundnar ráðleggingar fyrir skjólstæðinga.

Tilgangur fræðslu næringarstofu er að nýta þekkingu í næringarfræði til að stuðla að bættri heilsu og líðan í þjóðfélaginu og koma í veg fyrir rangfærslur í greininni.

Klínísk kennsla

Nemar í næringarfræði við Háskóla Íslands fá kennslu í klínískri vinnu á næringarstofu Landspítala og taka þátt í daglegum störfum við næringarráðgjöf og næringarrannsóknir.

Klínískur kennslustjóri: Kolbrún Einarsdóttir

Rannsóknastofa í næringarfræði (RÍN) tók til starfa í september 1997 að frumkvæði Ingu Þórsdóttur prófessors sem veitti stofunni forstöðu frá upphafi þar til 1. júní 2013.

RÍN tilheyrir Landspítala og Háskóla Íslands.  Aðstaða er á Landspítala Hringbraut í Reykjavík og RÍN deilir aðstöðu með næringarstofu Landspítala.  

 • Markmið Rannsóknarstofu í næringarfræði (RÍN) við Landspítala og Háskóla Íslands er að gera framúrskarandi rannsóknir á sviði næringarfræði
 • Tilgangur rannsókna er að auka þekkingu næringarfræðinnar fyrir vísindasamfélagið, innanlands og erlendis, og alla aðra sem nýta þekkingu fræðigreinarinnar.
 • RÍN vill stuðla að góðum neysluvenjum og næringarástandi meðal fólks á öllum aldri, heilbrigðra og sjúkra, til þess að auka lýðheilsu og lífsgæði og koma í veg fyrir og meðhöndla heilsubrest.

Rannsóknir á mataræði og heilsu barna eru fyrirferðamestar á RÍN en á rannsóknastofunni eru einu rannsóknirnar á þessu sviði á landinu. Þessar rannsóknir hafa einnig tengst samstarfsverkefnum.

RÍN gerir einnig rannsóknir á mataræði og heilsu annarra aldurshópa; barna, unglinga, aldraðra ásamt mataræði þungaðra kvenna.

Forstöðumaður RÍN: Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor

Rannsóknastofa í næringarfræði
Landspítali
Eiríksgata 29
101 Reykjavík

Sími: 543 8410 
Fax: 543 4824

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?