Leit
Loka

Næringarstofa

Banner mynd fyrir  Næringarstofa

Starfsmenn Næringarstofu veita einstaklingsbundna ráðgjöf og næringarmeðferð sem tekur mið af sjúkdómsástandi og næringarástandi. Næringarfræðingar vinna einnig í samvinnu við aðrar fagstéttir og bjóða upp á fræðslu fyrir skjólstæðinga spítalans og heilbrigðisstarfsfólk. Öflugt rannsóknarstarf fer fram á Næringarstofu í samstarfi við Háskóla Íslands.

Veitt er sérhæfð næringarmeðferð fyrir inniliggjandi sjúklinga og á göngudeildum Landspítala.

Almennt er ekki tekið við beiðnum um næringarmeðferð fyrir sjúklinga utan Landspítala. Næringarstofa sinnir þó tilvísunum eða beiðnum frá læknum utan spítala ef um sérhæfða næringarmeðferð er að ræða og sérfræðiþekkingu skortir utan Landspítala. Ekki er hægt að hringja og bóka tíma án beiðni frá lækni. 

 

 

Deildarstjóri: Áróra Rós Ingadóttir
Aðstoðardeildarstjóri: Bryndís Elfa Gunnarsdóttir

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?