Kvenlækningadeild 21A - legudeild
Legudeild fyrir konur með bráða kvensjúkdóma og konur sem þurfa skurðaðgerð vegna góðkynja eða illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum
Hrund Magnúsdóttir
hrundmag@landspitali.isKristín Jónsdóttir
kjonsd@landspitali.is
Hafðu samband

Hér erum við
Hringbraut - Kvennadeildir 1. hæð A- og B álma
Hagnýtar upplýsingar
Kvenlækningadeild 21A er í senn dag-, legu- og bráðamóttökudeild fyrir konur með bráða kvensjúkdóma og konur sem þurfa skurðaðgerð vegna góðkynja eða illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum.
Starfrækt er tilvísunarbráðamóttaka kvenna eftir kl. 16:00 virka daga og allan sólarhringinn um helgar og aðra almenna frídaga.
Helstu aðgerðir á deildinni :
- Keiluskurðir
- Kviðspeglanir
- Kviðskurðir
- Legnám
- Aðgerðir vegna blöðru- og endaþarmssigs
- Fóstureyðingar og útsköf
Einnig fleygskurðir á brjóstum, brottnám brjósta og uppbyggingar á brjóstum.
Á deildinni eru 24 rúm.
Konur sem greinst hafa með illkynja sjúkdóma í kvenlíffærum eiga greiðan aðgang að deildinni eftir aðgerð.
- Aðgerðir á ytri kynfærum
- Blöðruþungun
- Brjóstnám
- Cone Biopsy in Local Anasthesia
- Fleygskurður
- Fleygskurður með minnkun á brjóstum
- Fósturlát
- Fósturlát snemma á meðgöngu - lyfjameðferð
- Keiluskurður í staðdeyfingu
- Keiluskurður í svæfingu
- Keiluskurður í svæfingu - útskriftarfræðsla
- Kviðsjáraðgerð - dagaðgerð
- Kviðsjáraðgerð - útskriftarfræðsla
- Leghálsspeglun
- Legnám
- Legslímuflakk
- Legspeglun
- Lyfjameðferð eftir fósturlát
- Methotrexate meðferð vegna utanlegsþungunar
- Slagæðastíflun til legs - útskriftarfræðsla
- Stuðningur við þvagrás (TVT)
- Stuðningur við þvagrás (TVT) - útskriftarfræðsla
- Utanlegsþungun
- Útskaf úr legi
- Þungun án staðsetningar
- Þungunarrof með lyfjum á deild
- Þungunarrof með lyfjum heima
- Þvagblöðru-, endaþarms- og/eða legsigsaðgerðir