Leit
Loka
Meðgöngu- og sængurlegudeild RS-veira - Sýkingarhætta

Vegna sýkingarhættu af RS-veiru eru allar heimsóknir barna yngri en 12 ára bannaðar á vökudeild, fæðingarvakt, meðgöngu- og sængurlegudeild og göngudeild mæðraverndar. Aðrar heimsóknir er takmarkaðar

Meðgöngu- og sængurlegudeild

Umönnun og eftirlit með og eftir fæðingu eða í kjölfar missis á meðgöngu

Deildarstjóri

Hilda Friðfinnsdóttir

hildafri@landspitali.is
Yfirlæknir

Hulda Hjartardóttir

huldahja@landspitali.is

Banner mynd fyrir  Meðgöngu- og sængurlegudeild

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga.

Meðgöngu- og sængurlegudeild - mynd

Hér erum við

Kvennadeildir 2. og 3. hæð

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Eftir eðlilega fæðingu býðst foreldrum að dvelja á meðgöngu- og sængurlegudeild í allt að sólarhring og þiggja síðan heimaþjónustu frá ljósmóður fyrstu vikuna. Í sængurlegunni er lögð áhersla á hvíld, tengslamyndun og farsælt upphaf brjóstagjafar og næringu nýburans.

Á deildinni dvelja jafnframt konur sem þurfa náið eftirlit á meðgöngu og í kjölfar missis á meðgöngu.

Starfsfólk deildarinnar veitir faglega þjónustu og stuðning með fjölskylduhjúkrun að leiðarljósi.

  • Eftir fæðingu með keisaraskurði býðst foreldrum að dvelja í allt að 48 klukkustundir á deildinni og þiggja síðan heimaþjónustu frá ljósmóður
  • Ef konur og börn þurfa sérhæfða þjónustu í sængurlegu getur sjúkrahúsdvölin verið lengri

 

 

Maki/aðstandandi má dvelja á deildinni í sængurlegu eftir að barn er fætt og meðan húsrúm leyfir.

Dvalargjald er samkvæmt gjaldskrá Landspítala.
Innifalið: 

  • Sængurföt
  • Morgunverður eða létt máltíð

Heimsóknir eru eingöngu fyrir nánustu ættingja.

  • Barnshafandi konur, sængurkonur og nýfædd börn eru viðkvæm fyrir sýkingum
  • Sýnið tillitssemi og frestið heimsóknum ef þið eruð með kvef eða flensu
  • Athugið að reglur um heimsóknir geta breyst tímabundið vegna umgangspesta

Konur sem eiga börn á vökudeild dvelja yfirleitt á 3. hæð (inngangur um Barnaspítala).

Aðrar sængurkonur og konur sem eru inniliggjandi á meðgöngu dvelja á 2. hæð (inngangur í kvennadeildahúsi).

Heimsóknartími er kl. 16:00-19:30.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?