Leit
Loka

Námstími:               6 ár

Kennslustjóri:       Hjalti Már Björnsson með netfangið: hjaltimb@landspitali.is

Samstarf:                Royal College of Emergence Medicine

Á bráðalækningadeildum Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri er starfrækt formlegt framhaldsnám í bráðalækningum. Byggir sérnámið á marklýsingu Royal College of Emergency Medicine (RCEM) í Bretlandi sem hefur verið staðfærð til nota á Íslandi og samþykkt af mats- og hæfisnefnd árið 2019 og uppfærð 2023.


Er í boði fullt sex ára sérnám í bráðalækningum, með þeim fyrirvara að hið minnsta 6 mánuðir skuli fara fram sem starfsnám á sjúkrahúsi erlendis sem hefur viðurkenningu yfirvalda í því landi til sérmenntunar bráðalækna. Gert er ráð fyrir að hluti sérnámsins fari fram á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri.

Skiptist sérnámið í þriggja ára kjarnanám í bráðalækningum og þriggja ára á efri stigum sérnáms – s.k. Higher Specialty Training (HST). Í kjarnanáminu starfa sérnámslæknar í 18 mánuði á bráðamóttöku auk námsvistar í svæfinga- og gjörgæslulækningum, hjartalækningum, geðdeild, endurkomu bæklunarlækninga, bráðamóttöku barna og vökudeild. Á þeim tíma öðlast sérnámslæknar þjálfun í undirstöðum atriðum greiningar og meðferðar bráðveikra og slasaðra.

Þeir sérnámslæknar sem eru komnir á efri ár námsins sinna störfum af auknu sjálfsstæði, taka að sér leiðbeiningu og handleiðslu læknanema, kandídata og sérnámslækna í kjarnanámi en starfa áfram undir handleiðslu sérfræðinga.

Fræðsla er innbyggð í námstíma sérnámslækna að meðaltali tveir heilir dagar í mánuði fyrir alla lækna í skipulögðu sérnámi.

Sérnámslæknar þurfa að standast sérfræðingspróf en geta valið milli þess að ljúka prófum á  á vegum RCEM eða EUSEM  Hægt er að taka hluta prófanna á Íslandi.

Kennsluráð:

Hjalti Már Björnsson kennslustjóri, formaður
Eggert Eyjólfsson bráðalæknir
Guðrún María Svavarsdóttir bráðalæknir
Mikael Smári Mikaelsson yfirlæknir 
Vincente Sanchez-Brunete-Ingelmo bráðalæknir
Bergur Stefánsson formaður Félags bráðalækna
Páll Óli Ólason, fulltrúi sérnámslækna
Jón Pálmi Óskarsson fulltrúi SAk


Gátlistar fyrir árlegt framvindumat sérnámslækna:

 

Yfirlit um framvindukröfur á fyrstu tveimur námsárum: https://www.accs.ac.uk/training-guidance-1

Marklýsing Royal College of Emergency Medicine: https://rcemcurriculum.co.uk/

Skipulag þjálfunar í bráðaómskoðun: https://cpocus.ca/

Landspítali auglýsir sérnámsstöður lækna tvisvar á ári í janúar og september.

Gert er ráð fyrir að sérnámslæknar hefji störf 1. mars og í lok júní árlega. Í fyrstu viku er skylt að mæta á formlega móttökudaga sem eru kynntir þegar nær dregur.

Sérnám fer að mestu leyti fram á Landspítala en einnig á Sjúkrahúsinu á Akureyri í flestum greinum.

 

Kennslustjóri bráðalækninga er Hjalti Már Björnsson með netfangið: hjaltimb@landspitali.is 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?