Leit
Loka

Kennslustjóri sérnáms í almennum lyflækningum  er Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson með netfang: ofeigur@landspitali.is

Lyflækningadeildir Landspítala starfrækja formlegt framhaldsnám í almennum lyflækningum, byggt á fyrirmynd Royal College of Physicians, samþykkt upphaflega af mats- og hæfisnefnd í nóvember 2016. Uppfærð marklýsing sem gerir ráð fyrir fullu 5ára sérnámi í lyflækningum var samþykkt í nóvember 2020.

Lyflækningasvið býður þriggja ára námsstöður fyrir sérnámslækna sem geta nýst þeim læknum sem hyggjast stunda frekara framhaldsnám í lyflækningum og undirgreinum eða stefna á framhaldsnám í skyldum sérgreinum, svo sem bráða-, öldrunar- og taugalækningum. Að auki verður frá árinu 2021, hægt að sækja um tveggja ára nám til viðbótar til að ljúka fullu námi í lyflækningum hér á landi.

Lögð er áhersla á að veita þjálfun í undirstöðuþáttum almennra lyflækninga og nálgun klínískra vandamála með því að byggja upp færni, trausta dómgreind og fagmennsku.

Boðið er upp á fjölbreytta kennsludagskrá en jafnframt lögð áhersla á að sérnámslæknar temji sér sjálfstæða þekkingaröflun.

Sérnámslæknum er falin stigvaxandi ábyrgð með hliðsjón af færni þeirra og reynslu og gegna þeir veigamiklu hlutverki hvað varðar móttöku sjúklinga, umönnun á legudeildum, ráðgefandi þjónustu, sértækar rannsóknir og göngudeildarstarfsemi.

Sérnámslæknar fá innsýn í flestar sérgreinar lyflækninga og störf í framlínu við móttöku bráðveikra sjúklinga, taka þátt í kennslu læknanema og kandídata. Sterk hefð er fyrir vísindavinnu samhliða framhaldsnáminu og geta sérnámslæknar fengið tvo rannsóknarmánuði á námstímanum kjósi þeir að stunda rannsóknir meðfram sínu sérnámi. Gerð er krafa um vinnu við afmarkað gæðaverkefni á námstímanum og hægt er að vinna að slíku í teymi eða minni hópum.

Marklýsingin í almennum lyflækningum gerir ráð fyrir að námslæknar ljúki þremur prófum á fyrstu þremur námsárunum, MRCP I (skriflegt) og MRCP II (skriflegur og verklegur hluti, sk PACES próf). Að því loknu hljóta sérnámslæknar MRCPUK gráðu sem veitir réttindi til fulls sérnáms í lyflækningum.

 

Yfirlæknir sérnáms á Landspítala er Tómas Þór Ágústsson með netfangið: tomasa@landspitali.is 

Frekari upplýsingar um sérnám í almennum lyflækningum veitir skrifstofustjóri sérnáms:
Jóna K Kristinsdóttir með netfang: jonakk@landspitali.is - s. 824-0358


Landspítali auglýsir sérnámsstöður lækna tvisvar á ári í mars og í nóvember.

Gert er ráð fyrir að sérnámslæknar hefji störf 1. mars og  í lok júní árlega. Í fyrstu viku er

skylt að mæta á formlega móttökudaga sem eru kynntir þegar nær dregur.

 

Kennslustjóri Almennra lyflækninga er Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson með netfangið: ofeigur@landspitali.is

Skrifstofustjóri sérnáms er Jóna K Kristinsdóttir með netfangið jonakk@landspitali.is - sími: 824-0358

 

Kynningarmyndband um sérnám í almennum lyflækningum

https://vimeo.com/666351313

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?