Leit
Loka

Sérnám í Fæðinga-og kvensjúkdómalækningum fer fram á Kvennadeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Boðið hefur verið upp á skipulagt sérnám í faginu um nokkurra ára skeið. Sú breyting varð á að hafið var samstarf við Samtök breskra Fæðinga- og kvensjúkdómalækna (Royal college of Obstetricians and Gynaecologist /RCOG) fyrir nokkrum árum og er skipulag sérnámsins á Íslandi því að mestu leyti byggt á því meitlaða skipulagi sem frá þeim kemur. Heimasíða samtakanna er www.rcog.org.uk

 Lengd sérnáms í Fæðinga-og kvensjúkdómalæknginum er í heildina um 5 ár. Við grunnnámið getur svo bæst nám í ólíkum undirsérgreinum fagsins seinna meir. Athugið að á Landspítalanum er þó einungis boðið upp á fyrstu 3 ár sérnámsins í Fæðinga-og kvensjúkdómalækningum

Fjöldi sérnámslækna: Á hverjum tíma starfa um 8 sérnámslæknar í Fæðinga-og kvensjúkdómalækningum, á Kvennadeild Landspítalans. Hver þeirra er frá upphafi náms, með sérnámshandleiðara sem fylgir þeim eftir á námstímanum. Auk sérnámslækna í faginu, starfa á hverjum tíma á deildinni, 2 sérnámslæknar í heimilislækningum og 1-2 læknakandídatar.

Sérfræðingahópur Kvennadeildar: hittist mánaðarlega á fundum, og ræðir þá m.a. framgang hvers sérnámslæknis og hvernig best má styðja við viðkomandi, til þess að ná sínum markmiðum.

Reglulegt stöðumat: Sérnámshandleiðarinn tekur viðtöl við námslækninn til mats á framvindu, amk 3 sinnum á ári, en mælst er þó  til þess að sérnámslæknir og sérnámshandleiðari, hittist á styttri fundum í hverjum mánuði. Sérnámshandleiðarinn er til staðar til að gefa góð ráð og leysa úr vandamálum.

Árlegt framvindumat: er gert  í lok námsárs. Kallast þessir fundir ARCP (Annual Review of Competence Progression ) og er þar metið hvort námslæknir hefur staðist kröfur námsársins og getur hafið nám á næsta ári

Próf: Ætli sérnámslæknir að sækja um sérnámsstöðu á 3.ári er gerð krafa um að hann hafi lokið stöðuprófi, sem kallast part 1 MRCOG áður. Þetta próf er hægt að taka á hvaða tíma sem er fyrir 3.árið.

Marklýsing sérnámsins er staðfest af Mats-og hæfisnefnd Velferðarráðuneytisins og má finna á heimasíðu Landlæknisembættisins. eða með því að smella hér á Marklýsing sérnáms í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum.

Matskerfi:

Við styðjumst við viðtöl við sérnámslæknana, sérfræðingafundi og matsblöð ýmis konar, til þess að meta færni okkar sérnámslækna. Dæmi um matsblöð eru CbD, mini-CEX og OSATS auk 360°mats sem gert er 2svar á ári. Það kallast í dag  TO (team observation)

Kennsla sérnámslækna á Kvennadeild:

-Klínísk kennsla, bæði fræðaumræða og verkleg inngrip ss sónarskoðanir, fer fram á deildum alla daga

-Vikulegir fyrirlestrar sérfræðinga(StratOG): á fimmtudögum

-Þemadagar: hálfsdags fyrirlestrarröð í hverjum mánuði um valið fagtengt efni ss aðgerðartækni við speglanir, áhaldainngrip í fæðingum, tíðarhvörf og hormónameðferðir o.fl.

-Greinarfundir: læknar Kvennadeildar hittast í heimahúsi 2-3 sinnum á önn, þar sem 2 sérnámslækna okkar hafa kynnt sér vísindagrein og fara í gegnum hana með kollegunum, fá aðstoð og umræðu varðandi hvernig meta á gæði rannsókna og birtra greina. Þetta eru mjög skemmtilegir fundir félagslega auk fræðilegs gildis

- námskeið innan húss: PROMPT námskeið í bráðauppákomum tengdum meðgöngum og fæðingum eru nokkrum sinnum á ári.

-ráðstefnur innan lands og utan: Fjölskyldan og barnið (september ár hvert), Græna þing skurð-og svæfingarlækna í apríl. ALSO er ca annað hvert ár. Önnur námskeið í UK/USA/Skandínavíu

-tilfellafundir: 2x í viku

-Fösudagsfræðslufundir: klukkutíma fræðslufundir á deildinni hvern föstudag.

-Viðrunarfundir í hádegi á föstudögum: miðaðir að sérnámslæknum þar sem fara á í ýmsa praktíska þætti náms ss hnýtingar, sónarnotkun í fæðingum, leit í gagnagrunnum, gæðaverkefni, vísindavinnu o.fl.

-M&M fundir eru amk 2x/önn á deildinni. Farið á djúpið í ýmis tilfelli með lærdómsríkum vinklum hvað varðar “morbititet/mortalitet” =M&M

-Burðarmálsdauðafundir

-þverfaglegir teymisfundir

Dagvinna og vaktir

              Dagvinnna: alla virka daga frá 08-16.

Vaktir: Virka daga skipta sérnámslæknarnir með sér styttri vöktum frá 16-20, sk “stubbar”.            Næturvaktin hefst svo um kl.20-08. Helgarvaktir eru frá 09-21 / 21-09. Sérfræðingur er til staðar í húsi, allan vaktatíman og bakka upp sína sérnámslækna á öllum starfsstöðvum, daga

Kennslustjóri Kvennadeildar: Arnfríður Henrýsdóttir Sími: 825-9348 netfang: arnfridh@lsh.is

Kennsluráð Kvennadeildar: Kennslustjóri (AHr), Prófessor Þóra Steingrímsdóttir, sérfræðingarnir Brynja Ragnarsdóttir og Katrín Kristjánsdóttir og ritari, Hildur Gísladóttir. Ráðgefandi varðandi ýmis málefni eru umsjónardeildarlæknir og yfirlæknar deildarinnar.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?