Framhaldsnám lækna

Nám í boði
Sjá það sem er í boði neðar á síðunni með því að skruna niður.
Framhaldsnám í almennum lyflækningum
Lyflækningasvið Landspítala starfrækir formlegt framhaldsnám í almennum lyflækningum, byggt á fyrirmynd Royal College of Physicians, samþykkt af mats- og hæfisnefnd í nóvember 2016.
Lyflækningasvið býður þriggja ára námsstöður fyrir deildarlækna sem geta nýst þeim læknum sem hyggjast stunda frekara framhaldsnám í lyflækningum og undirgreinum eða stefna á framhaldsnám í skyldum sérgreinum, svo sem bráða-, öldrunar- og taugalækningum.
Lögð er áhersla á að veita þjálfun í undirstöðuþáttum almennra lyflækninga og nálgun klínískra vandamála með því að byggja upp færni, trausta dómgreind og fagmennsku.
Boðið er upp á fjölbreytta kennsludagskrá en jafnframt lögð áhersla á að deildarlæknar temji sér sjálfstæða þekkingaröflun.
Deildarlæknum er falin stigvaxandi ábyrgð með hliðsjón af færni þeirra og reynslu og gegna þeir veigamiklu hlutverki hvað varðar móttöku sjúklinga, umönnun á legudeildum, ráðgefandi þjónustu, sértækar rannsóknir og göngudeildarstarfsemi.
Deildarlæknar fá innsýn í flestar sérgreinar lyflækninga og störf á bráðamóttöku, taka þátt í kennslu læknanema og kandídata og stunda vísindastörf í samvinnu við sérfræðinga.
Deildarlæknar taka MRCP próf og hljóta markvissan undirbúning fyrir það.
Lyflækningasvið býður þriggja ára námsstöður fyrir deildarlækna sem geta nýst þeim læknum sem hyggjast stunda frekara framhaldsnám í lyflækningum og undirgreinum eða stefna á framhaldsnám í skyldum sérgreinum, svo sem bráða-, öldrunar- og taugalækningum.
- Síðasta auglýsingin
- Örstutt lýsing á prógramminu: sjá "Almennar upplýsingar" hér ofan
- Sérnám í lyflækningum á Íslandi tekur á sig nýja mynd. Læknablaðið 2015;101
- JRCPTB minnispunktar fyrir árlegt stöðumat (2015)
- Matsblöð ePortfolio - yfirlit
- Vaktaskema, staðarvaktafrí og veikindaforföll
- Skráning á göngudeildum - eyðublað
- Umsókn um rannsóknarleyfi - eyðublað
- ARCP - gátlisti fyrir yfirferð
- Stuðnings- og ráðgjafarteymi
- Ígrundanir (reflections)
- PDP - atriði til að hafa í huga
Fyrirlestrar frá kynningu fyrir nýja námslækna í ágúst 2019:
Gátlistar:
- Gátlisti við upphaf starfa námslækna í heimilislækningum á lyflækningasviði
- Gátlisti Skilyrði fyrir sérnámslækna í heimilislækningum
- Gátlisti fyrir öldrun
Matsblöð:
- ACAT
- CbD
- DOPS
- MCR Multible Consultant Report
- mini-CEX
- MSF Multi Source Feedback
- Matsblað fyrir mat leiðbeinanda, sjúkrahús
Útskýringar:
Framhaldsnám í bæklunarskurðlækningum
- Marklýsing
- Ákvörðunartól og reglugerð
- Sérnámssamningur LSH
- Sérnámssamningur Orkuhúsið
Matsblöð
- Handleiðarar sérnámslækna
- Starfslýsing sérnámshandleiðara
- Starfslýsing klínískra handleiðara
Framhaldsnám í geðlækningum
Kennslustjóri sérnáms í geðlækningum: Nanna Briem yfirlæknir
Kennsluráð sérnáms í geðlækningum:
- Engilbert Sigurðsson prófessor
- Ísafold Helgadóttir geðlæknir
- Guðrún Dóra Bjarnadóttir geðlæknir,
- Ásta Bragadóttir námslæknir
- Nanna Briem yfirlæknir og kennslustjóri
Geðsvið Landspítala býður upp á skipulagt sérnám í geðlækningum. Námið hefur hlotið opinbera viðurkenningu.
Nám til sérfræðiréttinda í geðlækningum tekur að lágmarki 5 ár. Sérnámslæknar geta valið að taka allt sérnámið hér á landi á geðsviði Landspítala en eru hvattir til að afla sér reynslu og þekkingar erlendis hluta námstímans.
Um er að ræða 5 ára nám á geðsviði Landspítala í auglýstum námsstöðum. Sérnámið byggir á reglubundinni viðveru og klínískri vinnu á starfsstöðvum geðsviðs, þátttöku í fundum, teymisvinnu, námsskeiðum og annari hliðstæðri starfsemi á sviðinu og í tengslum við sérnámið, á þátttöku í vöktum námslækna og skipulagðri menntun samkvæmt námsáætlun. Gert er ráð fyrir sjálfsnámi utan dagvinnutíma. Framganga í sérnáminu er metin að lágmarki árlega á skipulögðum matsfundi með handleiðara, kennslustjóra og prófessor í geðlækningum þar sem skráning á klínískri færni í loggbók, niðurstöður prófa og frammistöðumat eru meðal þeirra þátta sem lagðir eru til grundvallar.
Á námstímanum starfar námslæknir á mismunandi starfsstöðvum. Æskilegt er að þar af séu a.m.k. 12-18 mánuðir móttökugeðdeildastarf, gjarnan á tveimur tímabilum með mismikilli ábyrgð í samræmi við framgang í sérnáminu, 6-12 mánuðir í göngudeild og á bráðamóttöku, 4 mánuðir á bráðageðdeild, 4 mánuðir á fíknigeðdeild og 6-12 mánuðir á endurhæfingargeðdeildum, í samfélagsteymi eða í teymi fyrir snemmíhlutun í geðrofssjúkdóma.
Gert er ráð fyrir að á fyrstu 2 árum sérnámsins kynnist námslæknir grunnatriðum geðlæknisfræðinnar m.t.t. sjúkdóma og sjúkdómaflokka, eðlis þeirra og orsaka, greiningar, meðferðar, úrræða, siðfræði og fagmennsku í námi og starfi. Á þessum tíma vinnur sérnámslæknirinn í nánu samstarfi við klíníska handleiðara sína og aðra sérfræðinga.
Á næstu 2 árum eykst ábyrgð á meðferð og eftirfylgd sjúklinga jafnt og þétt eftir því sem reynsla og hæfni námslæknis eykst, samhliða því sem leitast er við að verða við óskum námslækna um aukna sérhæfingu með hliðsjón af áhugasviði. Á þessum tveimur árum eru námslæknar sérstaklega hvattir til þátttöku í rannsóknavinnu.
Á fimmta og síðasta árinu í sérnáminu starfar sérnámslæknir að miklu leyti sjálfstætt, þótt hann njóti áfram handleiðslu. Leiðir þá gjarnan eigið teymi á deild í samvinnu við viðkomandi yfirlækni og tekur þátt í kennslu yngri námslækna og læknanema.
Varðandi opinbera viðurkenningu: Um er að ræða 5 ára nám til sérfræðiréttinda í geðlækningum, viðurkennt sumarið 2017 af Mats- og hæfisnefnd. Samkvæmt reglugerð nr. 467/2015 um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi, sér nefndin um að viðurkenna marklýsingar og námsstaði.
Geðsvið Landspítala býður upp á skipulagt sérnám í geðlækningum. Námið hefur hlotið opinbera viðurkenningu.
Nám til sérfræðiréttinda í geðlækningum tekur að lágmarki 5 ár.
Marklýsing sérnmáms í geðlækningum
REGLUGERÐ - um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi.
Framhaldsnám í skurðlækningum
Kennslustjóri framhaldsnáms - sérnámslækna
- Guðjón Birgisson, yfirlæknir skurðlækningasviðs
Kennsluráð framhaldsnám sérnámslækna
- Sigurður Guðjónsson þvagfæraskurðlæknir
- Gunnar Auðólfsson lýtalæknir
- Kristín Huld Haraldsóttir skurðlæknir
- Halldór Skúlason heila- og taugaskurðlæknir
Verkefnastjóri
- Erla Björk Sverrisdóttir hjúkrunarfræðingur 13A
Velkomin til starfa á skurðlækningasvið
Marklýsing
Ákvörðunartólið
Handbók sérnáms í skurðlækningum (íslenskur GOLD guide)
- Unglæknar í starfi á skurðlækningasviði
- Föstudagsfræðsla haust 2017
- Rótationsblokkir
- Hermikennsla
- Vinnuskipulag
- Vinnuaðstæður
- Teymaskipulag
Matsblöð
- Kennsluráð
- Fundargerðir kennsluráðs
- Starfslýsing sérnámshandleiðara
- Starfslýsing klínískra handleiðara
- Hlutverk handleiðara ( 2017)
- Handleiðarar námslækna
- Gátlisti fyrir handleiðara
- Auglýsingar
- Kynning á framhaldsnámi í skurðlækningum
- Gátlisti
- Skipulag náms, áherslur og uppbygging ferilskrár
Samþætt kjarnanám í bráðagreinum lækninga
Forstöðumaður
- Gísli H. Sigurðsson yfirlæknir
Kennsluráð
- Inga Sif Ólafsdóttir kennslustjóri lyflækninga
- Hjalti Már Björnsson kennslustjóri bráðalækninga
- Ívar Gunnarsson kennslustjóri svæfinga- og gjörgæslulækninga
- Gunnar Thorarensen kennslustjóri svæfinga- og gjörgæslulækninga
Verkefnastjóri
- Ragnhildur Nielsen
- Vísað er á viðkomandi svið
Bráðalækningar
Svæfinga
- Glærur frá kynningarfundi 26. ágúst 2019
Leiðbeiningar fyrir handleiðara
Upplýsingar um rafræna skráningarkerfið og matsblöðin í ePortfolio
PDP - atriði tli að hafa í huga
Hermikennsla
Gæðaverkefni
- Auglýsingar
- Kynning á framhaldsnámi SKBL
- Gátlisti
- Skipulag náms, áherslur og uppbygging ferilskrár
- Stuðnings- og ráðgjafarteymi
Mats- og hæfisnefnd um starfsnám til að öðlast almennt lækningaleyfi og um sérnám í læknisfræði
Samkvæmt reglugerð nr. 467/2015 um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi skipaði heilbrigðis- og velferðarráðherra þrjá sérfræðilækna í mats- og hæfisnefnd (e. Evaluation and Accreditation Committee) um starfsnám til að öðlast almennt lækningaleyfi og um sérnám í læknisfræði. Nefndin skal kalla til sérfræðinga innan sérsviða læknisfræði til álitsgjafa, eftir þörfum.
Nefndin metur og staðfestir marklýsingar fyrir starfsnám til starfsleyfis skv. 4. gr. og samþykkir marklýsingu einstakra sérnámsbrauta fyrir formlegt sérnám skv. 7. og 8. gr., sbr. 10. gr. Nefndin metur jafnframt hæfi heilbrigðisstofnunar eða deildar heilbrigðisstofnunar til að öðlast viðurkenningu sem kennslustofnun fyrir starfsnám til lækningaleyfis skv. 4. gr. og til að annast sérnám skv. 7. og 8. gr.
Nefndin setur sér starfsreglur sem staðfestar eru af heilbrigðisráðherra. Í þeim er meðal annars kveðið á um þau viðmið sem nefndin skal hafa til hliðsjónar við mat á marklýsingum og stofnunum, og hvernig samráði skuli háttað við stofnanir sem metnar eru hverju sinni.
- Reynir Tómas Geirsson, tiln. af Læknadeild Háskóla Íslands, formaður
- Magnús Karl Magnússon, tiln. af Embætti landlæknis
- Kristín Huld Haraldsdóttir, tiln. af Læknafélagi Íslands
- Ingibjörg Georgsdóttir, tiln. af Læknadeild Háskóla Íslands
- Hrefna Þengilsdóttir, tiln. af Embætti landlæknis
- Már Kristjánsson, tiln. af Læknafélagi Íslands
Menntadeild Landspítala, Ármúla 1a, 108 Reykjavík.
Starfsreglur mats- og hæfnisnefndar er að finna á vef heilbrigðisráðherra sjá hér >>
Nefndin er skipuð af heilbrigðisráðherra frá 17. ágúst 2015 til 16. ágúst 2019.