Rannsóknarstofa Landspítala og Háskóla Íslands í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum (RKB)

Starfsemin
Netfang: rkb@landspitali.is
Rannsóknarstofan er miðstöð rannsókna í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum. Rannsakendur geta unnið að verkefnum sínum innan rannsóknarstofunnar, meðal annars í samvinnu við aðrar vísindagreinar, svo fremi sem viðfangsefnin lúti að ofangreindum fögum.
Rannsóknarstofan tilheyrir kvenna- og barnasviði Landspítala og nýtur aðstoðar og samvinnu við vísinda- og menntadeild Landspítala, klínískt rannsóknarsetur Landspítala og tilheyrir einnig Heilbrigðisvísindastofnun Háskóla Íslands.
Vegleg gjöf frá Minningargjafasjóði Landspítala Íslands árið 2019 er stofnfé stofunnar og rann það í Rannsóknarsjóð RKB.
Stofnsamningur:
Stofnsamningur Landspítala og HÍ í RKB
Hlutverk:
Í 2. grein stofnsamnings HÍ og Landspítala er hlutverk rannsóknarstofunnar tilgreint:
- Að vera miðstöð rannsókna og skapa samfélag fyrir rannsakendur í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum. Rannsóknirnar geta tekið til heilbrigðis-, félags- og fjárhagslegra þátta, auk annarra þátta er tengjast lífsgæðum.
- Að stuðla að þverfaglegri samvinnu fræðimanna Landspítala og Háskóla Íslands sem eiga það sammerkt að vinna að rannsóknum í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum.
- Að ákveða í samráði við stjórn rannsóknasjóðs í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum um vísindastyrki á Landspítala.
- Að skapa vettvang fyrir háskólanema t.d. bakkalár-, meistara- og doktorsnema í þessum fræðigreinum og veita þeim aðstöðu til rannsóknastarfa og tækifæri til að þjálfa vísindaleg vinnubrögð.
- Að efla gagnkvæm tengsl rannsókna og kennslu á háskólastigi við þjónustu spítalans við skjólstæðinga í kvenna- og barnasviðs.
- Að efla og styðja við klínískar rannsóknir og grunnrannsóknir.
- Að veita þjónustu og aðstoð við rannsakendur.
- Að hafa samvinnu við aðrar rannsóknarstofur, fagráð, fagdeildir, félög, stofnanir, einstaklinga og opinbera aðila sem starfa á þessu sviði.
- Að stuðla að samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila.
- Að hafa umsjón með reglulegum kynningum á verkefnum rannsóknarstofunnar á fræðslufundum og rannsóknarráðstefnum, meðal annars á árlegri ráðstefnu kvenna- og barnasviðs.
Stjórn RKB
Tilnefnd af kvenna- og barnasviðs Landspítala:
- Þóra Steingrímsdóttir yfirlæknir, prófessor, formaður,
- Anna Ólafía Sigurðardóttir sérfræðingur í hjúkrun, klínískur dósent
- Guðlaug Júlíusdóttir, félagsráðgjafi, lektor
- Helga Gottfreðsdóttir, ljósmóðir, prófessor
Tilnefnd af heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands:
- Ása Vala Þórisdóttir rannsóknarstjóri heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands
- Ragnar Grímur Bjarnason, yfirlæknir, prófessor
- Urður Njarðvík, sálfræðingur, prófessor
Stjórn rannsóknarsjóðs RKB:
- Jóhanna Gunnarsdóttir, sérfræðilæknir, lektor, formaður
- Henný Hraunfjörð, hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri, ritari
- Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðir, lektor, gjaldkeri
- Dagbjörg B. Sigurðardóttir, sérfræðilæknir, meðstjórnandi
- Rakel Björg Jónsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun, meðstjórnandi
Styrkir
Markmið með starfi sjóðsins er að styðja við og styrkja rannsóknarstarf á RKB. Úthlutað verður styrkjum úr sjóðnum samkvæmt starfsreglum hans til að efla rannsóknarstofuna í samræmi við markmið hennar.
Eignir sjóðsins eru stofnfé sem var gjöf frá Minningargjafasjóði Landspítala Íslands í janúar 2019, að upphæð 50 milljónir kr. Þann höfuðstól er óheimilt að skerða. Tekjur sjóðsins eru vextir af stofnfé sjóðsins svo og hvers konar fjárframlög einstaklinga og lögaðila, gjafir, styrkir og áheit sem tengd eru starfsemi rannsóknarstofunnar ásamt vöxtum af þeim fjármunum. Gjöf barst frá Velferðarsjóði barna og Rannsóknarsjóður barna-og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) veitti öllu sínu fé í Rannsóknarsjóð RKB. Sá fyrrnefndi var stofnaður með tveggja milljón króna gjafaframlagi Oddfellowreglunnar í tilefni 100 ára afmælis 1997. Rann hann síðan saman við Ofvirknisjóð og Nemendasjóð Dalbrautarheimilisins.
Verkefni
Skýrslur eftirfandi fræðasviða er að finna í ársskýrslu vísindadeildar um vísindastarfið á Landspítala 2022:
- Barnahjúkrun bls. 51
- Barnalæknisfræði bls. 15
- Fjölskylduhjúkrun bls. 53
- Fæðinga- og kvensjúkdómalækningar bls. 17
- Kynheilbrigði bls. 58
- Ljósmóðurfræði bls. 60
Fræðsla
BUGL: Föstudagar kl. 9-10. Upplýsingar: Soffía Erla Einarsdóttir, verkefnastjóri, soffiaee@landspitali.is
Læknar kvennadeildar: Föstudagar kl. 8 - 9. Upplýsingar: thora.steingrimsdottir@landspitali.is
Barnalæknar: Fimmtudagar kl. 8:15 - 9. Upplýsingar: Ingibjörg Steinþórsdóttir, skrifstofustjóri, ingibj@landspitali.is
Fagráð um ljósmæðraþjónustu á Landspítala stendur fyrir rannsóknakaffi fjórum sinnum á ári, opnum málstofum um hvernig nýta megi rannsóknarverkefni innan ljósmóðurfræða á klínískum vettvangi. Upplýsingar: Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðir: valgerds@landspitali.is