Leit
Loka
LSH_Arsfundur2023_Ársskýrsla 2022.png (3311139 bytes)

Ávarp forstjóra Landspítala

„Þema þessa ársfundar er samskipti, undir yfirskriftinni: Í góðum tengslum – fagleg samskipti í starfi Landspítala. Góð samskipti eru mikilvæg fyrir okkur sem manneskjur en þau eru líka hornsteinn í fagmennsku heilbrigðisstétta. Ef samskiptum er ábótavant getur árangur meðferðar orðið lakari en ella. Góð samskipti eru jafnframt lykilþáttur í því að byggja upp traustan vinnustað.“

 

Ávarpið í heild

 

 

Dagskráin 5. maí 2023

 • Ávarp heilbrigðisráðherra
  Willum Þór Þórsson 
 • Ávarp forstjóra Landspítala
  Runólfur Pálsson
 • Nýtt skipurit Landspítala
  (myndband)
 • Ársreikningur Landspítala
  Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs
 • Samskipti í daglegu starfi Landspítala
  (myndband)
 • Ekki bara spjall heldur hluti af meðferð: samskipti milli starfsfólks og sjúklinga
  Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun
 • Áfram veginn: samskiptasáttmáli Landspítala
  Díana Ósk Óskarsdóttir, formaður stuðnings- og ráðgjafarteymis
 • Í fréttum er þetta helst: ný samskiptastefna fyrir Landspítala
  Halla Gunnarsdóttir, verkefnastjóri í samskiptamálum
 • Pallborðsumræður
  • Marta Jóns Hjördísardóttir, formaður fagráðs Landspítala
  • Þórður Þórkelsson yfirlæknir vökudeildar
  • Marvi Gil, aðstoðardeildarstjóri á réttargeðdeild
  • Hjördís Björg Tryggvadóttir, teymisstjóri á fíknigeðdeild
 • Heiðranir starfsfólks
  Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs
 • Fundarlok 

Fundarstjóri
Dögg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs

Umræðustjórn
Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítala

Um nýtt skipurit Landspítala 2023 (Vimeo)

Viðmælendur: 

 • Runólfur Pálsson forstjóri
 • Svava María Atladóttir framkvæmdastjóri þróunarsviðs
 • Björn Zoëga formaður stjórna

Lykiltölur Landspítala 2018-2022 

Gröf: KLÍNÍSK STARFSEMI  - REKSTUR - MANNAUÐUR - GRÆNT BÓKHALD

 
 
 
 

Hér fyrir neðan er fjöldi frétta í texta og myndskeiðum sem tengjast starfsemi Landspítala á árinu 2022 og birtust á vef spítalans.

Spítalamyndskeið 2022

Allar eldri fréttir

Það er mikilvægt starfsemi á Landspítala að eiga stuðning og veljavilja fólks vísan.   Á hverju ári færa einstaklingar eða fulltrúar fyrirtækja og stofnana spítalanum gjafir eða styrki af ýmsum toga. Allur þessi stuðningur, smár sem stór, vitnar um þennan hlýja og góða hug til Landspítala og kemur sér vel. Verðmæti gjafa og styrkja nemur hundruðum milljóna króna á hverju ári.

Hér er sagt frá nokkrum af þeim fjölmörgu gjöfum sem spítalanum voru færðar á árinu 2022. Það er líka hægt að styrkja starfsemina með því til dæmis að kaupa minningarkort eða styrkja hinu ýmsu sjóði á Landspítala.

Minningarkort

Beinir styrkir (sjóðir)

Allar eldri fréttir

Heimsfaraldur COVID-19 hafði mikil áhrif á starfsemi Landspítala meira og minna allt árið 2022. Það var ekki fyrr á síðasta ársfjórðungnum sem þótti óhætt að minnka að nokkru ráði þann mikla viðbúnað sem verið hafði á Landspítala allt frá upphafi faraldursins árið 2020. Það segir sína sögu um COVID-19 og 2022 að spítalinn var fyrstu þrjá mánuði þess árs meira og minna á neyðarstigi eða hættustigi og síðan á óvissustigi fram í mars 2023 þegar loks tókst af aflétta því.

Þrátt fyrir fréttir og tilkynningar, ljósmyndir og myndskeið allan COVID tímann í þeirri opnu miðlun sem Landspítali stundaði í faraldrinum fer fjarri að allt það nái að fanga og sýna allt sem gerðist á vettvangi spítalastarfsins á þessum tíma. Skýr mynd af forystuhlutverki Landspítala hefur heldur ekki verið dregin upp, nema að takmörkuðu leyti, í þeirri umfjöllun sem COVID faraldurinn hefur fengið annars staðar eftir að dró úr honum.

Heilbrigðisstarfsfólk velkist ekki í vafa um að COVID-19 er ekki síðasti heimsfaraldurinn en enginn veit hvenær sá næsti bankar upp á. Það er því dýrmætt að hafa nákvæma, skýra og trausta heimild samtímans um faraldurinn til að byggja á þegar aftur þarf að grípa til varna. Hún liggur nú fyrir.

 • Í febrúar 2022 kom út nákvæm skýrsla um faraldurinn á vegum farsóttanefndar Landspítala þar sem gerð er grein fyrir viðbragði spítalans allt frá byrjun COVID fram að þriðju bylgjunni á haustdögum 2020. Lýst er hvernig viðbrögðum Landspítala var stjórnað, upplýsingum miðlað, starfsemi og skipulagi breytt og gerð grein fyrir meginatriðum þess lærdóms og þekkingar sem varð til á þessu tímabili.
 • Nú í maí 2023 er kynnt seinni skýrslan þar sem sjónum er einkum beint að því sem gerðist frá september 2020 til ársloka 2022.

Skýrslur þessar eru mjög nákvæmar og næsta átakanlegar á köflum. Þær lýsa á skýran hátt því risavaxna verkefni sem fengist var við og í engu er vikist undan að greina frá því sem hefði mátt betur fara. Það sem upp úr stendur þó er að með útsjónarsemi og samheldni var unnið kraftaverk á Landspítala í baráttunni við COVID. Spítalinn var oft við þolmörk og starfsfólkið líka en það stóðst álagið, vissulega beygt en alls ekki bugað.

 • Faraldur SARS-CoV-2 á Íslandi - fyrri skýrsla
  - COVID-19 frá 21. janúar til 19. september 2020
    Viðbrögð Landspítala við fyrstu og annarri bylgju heimsfaraldurs

Upplýsingasíða Landspítala um COVID-19

Fréttir og tilkynningar um COVID-19 á árunum 2020 til 2023


Árið 2022 á Landspítala

 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?