Leit
Loka

Kórónuveiran COVID-19

COVID-19 Á LANDSPÍTALA - TALNAUPPLÝSINGAR

Alvarlegrar lungnasýkingar varð vart í borginni Wuhan í Kína í lok desember 2019. Síðar var staðfest að um óþekkt afbrigði kórónuveirunnar væri að ræða og sjúkdómurinn fékk heitið COVID-19. Veiran hefur sýkt fólk víða og leitt til margra dauðsfalla um allan heim. Heilbrigðisyfirvöld flestra ríkja standa fyrir víðtækum aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar og lækna og hjúkra sjúkum, þar á meðal á Íslandi undir forystu almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Embættis landlæknis og sóttvarnalæknis. Landspítali gegnir mjög mikilvægu hlutverki í baráttunni við COVID-19 með þjónustu á legudeildum, gjörgæslu og COVID-19 göngudeild sem var komið upp vegna faraldurins. Sýkla- og veirufræðideild spítalans annast sýnavinnslu vegna skimunar.

Stöndum með Landspítala
Margir leita til Landspítala og vilja leggja sitt af mörkum til að létta undir í sameiginlegri baráttu allra við COVID-19. Fyrir það er starfsfólk spítalans þakklátt og með þessari vefsíðu er leitast við að veita leiðsögn í því.

 

 

Skráning í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar

Á korktöflunni á innri vef Landspítala er hægt að skrá sig á aukavaktir.

Upplýsingar fyrir skjólstæðinga Landspítala sem koma yfir landamæri og eiga bókaðan tíma í rannsókn, meðferð eða aðgerð á Landspítala skömmu eftir komuna til landsins:

1. Fullbólusettir einstaklingar mega koma í viðtöl, meðferð og rannsóknir á göngudeildum eftir að sýni sem tekið er á landamærum hefur verið svarað neikvæðu.

2. Fullbólusettir einstaklingar sem eiga bókaðan tíma í meðferð/aðgerð/inngrip sem tekur meira en 4 klst. eiga ekki að koma fyrr en 5 dagar eru liðnir frá heimkomu. Ef erindið getur ekki beðið þá er viðkomandi í sóttkví innan spítalans og þarf að hlíta reglum sem um það gilda.

3. Fullbólusettir einstaklingar sem leggjast inn á spítalann innan við 5 dögum eftir komu yfir landamæri eru í sóttkví þar til sýni á 5. degi hefur verið svarað neikvæðu.

4. Óbólusettir einstaklingar sem koma yfir landamæri eru í 5 daga heimasóttkví með tvöfaldri sýnatöku og mega ekki koma inn á spítalann nema með sérstakri undanþágu ef erindið getur ekki beðið.

5. Óbólusettir einstaklingar sem leggjast inn á spítalann áður en þeir hafa skilað seinna landamærasýni eru í sóttkví á Landspítala þar til sýni á 7. degi hefur verið svarað neikvæðu.

(Birt 8. desember 2021)


Umsókn um vinnusóttkví C

Þetta form er er ætlað starfsmönnum vegna komu yfir landmæri svo og öðrum þeim sem eiga erindi á Landspítala vegna einhvers svo sem nemum, verktökum, erlendum tæknimönnum, fólki sem er að kenna o.s.frv.

Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala fara með æðstu stjórn á Landspítala meðan neyðar- eða hættuástand er á spítalanum vegna Covid-19 faraldursins. Við slíkar aðstæður er unnið út frá viðbragðsáætlun Landspítala 

Tilkynningar viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar (heildarsíða)

Til heimsóknargesta

 

Til heimsóknargesta

Hlífðarfatnaður starfsmanna 


Hlífðarfatnaður

Virðum bilið - 1 meter

 

Virðum bilið - 1 meter

Örugg notkun skurðstofugríma 

Örugg notkun skurðstofugríma

Dregið úr sýkingarhættu almennt 


Dregið úr sýkingarhættu fyrir aldraða og aðra viðkvæma hópa 

Skynsamleg notkun almennings á einnota
hönskum og og grímum

Heima er bestHeima er best

Sjálfumhyggja á tímum Covid-19 - Að huga að sjálfum sér

Höldum bilinu - 2 metrar

 

Höldum bilinu - 2 metrar
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?