Leit
Loka

Spurt og svarað um COVID-19

Meðganga, fæðing, sængurlega, brjóstagjöf og nýburinn

 

 

Heimsóknar -og aðgengisreglur frá 18. maí

Gildir á meðgönguvernd, fósturgreiningu og bráðþjónustu kvennadeilda, meðgöngu- og sængurlegudeild og fæðingarvakt.

 • Konur sem eiga bókaðan tíma í fósturgreiningu (ómskoðun) mega hafa aðstandanda með sér í skoðuninni.
 • Konur sem eiga tíma í meðgönguvernd mega hafa aðstandanda með sér í viðtöl og skoðanir. Við beinum þeim tilmælum til kvenna að hugleiða vel þörfina á því og aðeins koma með aðstandanda með sér í viðtöl ef þeim finnst það mjög mikilvægt.
 • Ekki er hægt að hafa aðstandanda með í dagannareftirlit á 22-B.
 • Konur sem fá tíma á bráðaþjónustu 22B mega hafa með sér aðstandanda í viðtal og skoðun en vegna þrengsla á sumum skoðunarstofum getur verið að aðstandandi verði beðinn að bíða á biðstofu á meðan skoðun fer fram. Aðstandendur þurfa því að vera viðbúnir því að víkja af deildinni óski starfsfólk eftir því. Það sama gildir um bráðakomur á meðgöngu- og sængurlegudeild 22-A og skoðanir á fæðingarvakt 23-B, utan opnunartíma bráðaþjónustu.

Gildir á meðgöngu- og sængurlegudeild og fæðingarvakt.

 • Maki má dvelja hjá sængurkonu eftir fæðingu.
 • Gert er ráð fyrir því að maki haldi sig sem mest inni á stofu hjá konunni og fari ekki í sameiginleg rými.
 • Maki má gista ef konan liggur ein á stofunni, fær morgunmat á deildinni og þarf að greiða gistigjald eins og hefur verið. Aðrar máltíðir þarf maki að kaupa sér í matsal LSH eða sjálfsala/kaffistofum.
 • Í þeim tilfellum sem tvær sængurkonur liggja saman á stofu, getur maki ekki gist en má dvelja á deildinni frá hádegi og til kl 22:00.
 • Mælst er til þess að ekki sé verið að fara út af spítalanum nema brýna nauðsyn beri til, aðstandendur mega færa fólki það sem því vanhagar um og afhenda það í anddyri Kvennadeildar á 1.hæð.
 • Heimsóknir til sængurkvenna eru ekki leyfðar

Gildir á meðgöngu- og sængurlegudeild og fæðingarvakt.

 • Aðstandandi getur ekki fylgt konum sem þurfa innlögn á meðgöngu og í aðdraganda fæðingar, s.s. vegna gangsetningar, verkjameðferðar eða sérstaks eftirlits. Sama gildir um endurinnlagnir eftir fæðingu.
 • Samkvæmt reglum spítalans um heimsóknir frá 18. maí getur einn aðstandandi komið í heimsókn milli kl. 16:00 og 19:00 í að hámarki eina klukkustund. Hér er eingöngu átt við maka eða einn náin aðstandanda.
 • Aðrar heimsóknir eru ekki leyfðar.

Gildir á fæðingarvakt og meðgöngu- og sængurlegudeild (valkeisarar)

 • Einn aðstandandi getur verið hjá konu frá því að hún er flutt á fæðingarstofu.
 • Einn aðstandandi getur fylgt konu í keisara, hvort sem er bráða- eða valkeisari.
 • Eingöngu er hægt að leyfa einum aðstandanda að vera með konu í fæðingu, engar undantekningar verða leyfðar á því.
 • Engar heimsóknir eru leyfðar á fæðingarvakt.
 • Virða 2 m fjarlægðarviðmið og víkja frá heilbrigðisstarfsfólki þegar verið er að sinna konu og barni.
 • Spritta hendur við komu á deild og fylgja leiðbeiningum varðandi sóttvarnir.
 • Nota ekki sameiginleg rými nema brýna nauðsyn beri til.
 • Koma ekki á sjúkrahúsið ef þeir hafa einkenni sem gætu bent til COVID-19 sýkingar.

 

Meðganga

Barnshafandi konur eru ekki líklegri en hver annar til að smitast og ekkert bendir til þess að þær muni veikjast meira en aðrir. Á upplýsingavefnum covid.is segir: „Engar upplýsingar hafa komið fram um sérstaka hættu fyrir barnshafandi konur eða hættu á fylgikvillum á meðgöngu vegna COVID-19.“
Allt bendir til þess að barn smitist ekki í móðurkviði.
Já, þær ættu að gera það. Frá 36. viku meðgöngu er æskilegt að halda sig sem mest heima. Ástæðan er bæði til að minnka líkur á því að smitast sjálf og til að draga
úr líkum á því að smita heilbrigðisstarfsfólk. Það er mikilvægt að vernda starfsemi fæðingarþjónustu eins og hægt er og minnka líkur á því að kona sé smituð þegar hún kemur í fæðingu.

 

Fæðing

 • Smit ætti ekki að hafa áhrif á fæðingarmáta nema ef kona er mjög veik og með mikla öndunarerfiðleika.
 • Mælt er með fæðingu á sjúkrahúsi.
 • Mælt er með síritun fósturhjartsláttar.
 • Mælt er með mænurótardeyfingu. Það er vegna þess að svæfing gæti verið varasöm hjá smituðum konum og því er betra að búið sé að tryggja mögulega verkjastillingu og deyfingu ef grípa þarf inn í fæðingu með keisara.
 • Starfsfólk er klætt í meiri hlífðarbúnað en venjulega. 

 

Brjóstagjöf

COVID-19 hefur enn ekki greinst í brjóstamjólk en mögulega getur barn smitast af móður við þá nánd sem brjóstagjöf felur í sér.

Nokkrar leiðir eru til að draga úr smiti frá móður til barns:

 • Góður handþvottur og handsprittun fyrir snertingu barns
 • Vera með grímu við brjóstagjöf. Nota mjaltavél og fá aðstoð frá frískum til að gefa barninu móðurmjólk.
 • Ef mjaltavél er notuð þarf að huga vel að handþvotti og hreinlæti við notkun vélarinnar.

Það er líklegast að jákvæð áhrif brjóstagjafar á heilsufar barnsins vegi þyngra en möguleg áhætta

Það hafa ekki komið fram upplýsingar um að COVID-19 veiran hafi áhrif á mjólkurframleiðslu. Líklegast er að eftirspurnin stjórni framboðinu eins og venjulega.

 

Samvera eftir fæðingu

Ef barn smitaðrar móður fer á Vökudeild þá getur móðirin því miður ekki farið til barnsins þangað.
Það eru svolítið misvísandi upplýsingar um þetta. Aðskilnaður móður og barns er róttæk aðgerð sem hefur neikvæð áhrifa á fæðugjöf og tengslamyndun. Slík ráðlegging þarf að byggja á góðri þekkingu. Á Landspítala hefur verið ákveðið að fylgja breskum leiðbeiningum og ráðleggja ekki aðskilnað móður og barns nema barn þurfi innlögn á Vökudeild.

 

Heimaþjónusta

Það er ekki gert ráð fyrir breytingu á heimaþjónustu ljósmæðra en ef margar ljósmæður veikjast eða fara í sóttkví er mögulegt að þjónustan skerðist.
Flestir sem sýkjast af COVID-19 þurfa ekki að dvelja á sjúkrahúsi vegna þess og því er líklegt að það gildi einnig um konu og barn eftir fæðingu. Það er því líklegt að kona og barn geti útskrifast heim af sjúkrahúsi eftir 36-48 tíma frá fæðingu og fengið heimaþjónustu.

 

Nýburinn

Almennt er ráðlagt að takmarka heimsóknir til nýfæddra barna, bæði á sjúkrahús og heimili. Á sjúkrahúsum eru heimsóknir almennt ekki leyfðar á meðan faraldurinn gengur yfir.

! Til aðstandenda í COVID-19 faraldri

 • Ekki koma á spítalann ef þú ert með COVID-19 smit eða hefur einhver merki sýkingar svo sem kvef, hita, hósta eða beinverki eða ef þú ert í sóttkví.
 • Sprittaðu hendur við komu á deild.
 • Fylgdu leiðbeiningum starfsfólks sem gefur upplýsingar um hvernig á að fylgja sóttvarnarreglum.
 • Virðum 2ja metra fjarlægðarviðmið. Gott er að víkja frá heilbrigðisstarfsfólki þegar verið er að sinna konu eða barni.
 • Ekki nota sameiginleg rými s.s. kaffistofu eða salerni nema brýna nauðsyn beri til.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?