Átröskunarteymi Landspítala hefur tekist að stytta bið eftir þjónustu verulega og er biðtíminn farinn úr tuttugu mánuðum í sex á skömmum tíma.
Heiða Rut Guðmundsdóttir teymisstjóri segir að mikil umbótavinna hafi átt sér stað innan teymisins og meðal annars tekist að fjölga starfsfólki og gera meðferðina markvissari. Þá var sérstakt viðbótarfjármagn frá heilbrigðisráðuneytinu nýtt til að þróa og innleiða nýtt hópúrræði sem hefur reynst vel.
Samhliða þessari vinnu hefur átröskunarteymið átt í góðu samstarfi við SÁTT - samtök um átröskun og tengdar raskanir.
Elín Vigdís Guðmundsdóttir formaður SÁTT segir að samvinna samtakanna og átröskunarteymis Landspítala gæti gagnast sem fyrirmynd fyrir fleiri svið og verkefni í geðheilbrigðismálum.
Leit
Loka