Göngudeild bæklunarskurðlækninga G3 verður opnuð 3. febrúar 2022. Deildin heyrir undir skurðlækningakjarna.
Með opnun göngudeildar bæklunarskurðlækninga G3 sameinast það sem áður hét endurkomudeild bæklunarskurðlækninga og endurkomur bráðalækninga.
Með breytingunni verður hægt að efla og bæta þjónustu við einn fjölmennasta sjúklingahóp Landspítala með markvissari hætti en verið hefur. Ábyrgð og verkefni færast á eina hendi tengt bæklunarskurðlækningum í takt við áherslur og markmið Landspítala að efla og bæta göngudeildarþjónustu spítalans. Tækifæri skapast til að tengja líka starfsemi sem er á fleiri stöðum á spítalanum, auka teymisvinnu og fjarheilbrigðisþjónustu. Með þessu verður einnig létt á rekstri bráðamóttöku sem áfram sinnir bráðaþjónustu við þá sem þangað leita.
Þuríður Anna Guðnadóttir verður deildarstjóri göngudeildar bæklunarskurðlækninga G3 og Hjörtur F. Hjartarson yfirlæknir bæklunarskurðlækninga.
Á göngudeildinni starfa hjúkrunarfræðingar sem eru sérhæfðir í meðferð brota og annarra áverka, ásamt ritara og aðstoðarmanni. Göngudeildin og bráðamóttakana munu samnýta þá sérhæfðu aðstöðu sem nú þegar er til staðar á þriðju hæðinni á Landspítala Fossvogi.