Félagi um styrktarsjóð sem stofnaður var árið 2021 til að afla fjár til kaupa á tækjum fyrir þvagfæraskurðlækningadeild Landspítala hefur verið slitið þar sem markmiði sjóðsins hafði verið náð.
Einstaklingar og fyrirtæki lögðu fram fé í styrktarsjóðinn svo kaupa mætti og endurnýja áhöld sem nýtast til aðgerða vegna nýrnasteina sem og aðgerða vegna góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Alls söfnuðust 20,5 milljónir og búnaðurinn hefur nú verið tekinn í notkun.
Jón Ólafur Halldórsson fór fyrir gjafasjóðnum en KPMG sá um alla umgjörð. Meðfylgjandi mynd er af stjórn sjóðsins sem kom saman við slit félagsins þegar markmiði sjóðsins hafði verið náð.
Á myndinni: Jón Ólafur Halldórsson, Hlynur Sigurðsson, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Sigurbjörn Magnússon, Ásta S. Fjeldsted og Eiríkur Jónsson.
Kviðarhols- og þvagfæraskurðlækningadeild 13G