Leit
Loka
VökudeildRS-veira - Sýkingarhætta

Vegna sýkingarhættu af RS-veiru eru allar heimsóknir barna yngri en 12 ára bannaðar á vökudeild, fæðingarvakt, meðgöngu- og sængurlegudeild og göngudeild mæðraverndar. Aðrar heimsóknir er takmarkaðar

Vökudeild: Nýbura og ungbarnagjörgæsla

Skjólstæðingar vökudeildar eru fyrirburar og aðrir veikir nýburar

Deildarstjóri

Margrét Ó. Thorlacius

marthorl@lsh.is
Yfirlæknir

Þórður Þórkelsson

thordth@lsh.is

Banner mynd fyrir  Vökudeild: Nýbura og ungbarnagjörgæsla

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga

Vökudeild: Nýbura og ungbarnagjörgæsla - mynd

Hér erum við

Barnaspítali Hringsins, 3. hæð

Um Vökudeild

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Skjólstæðingar vökudeildar eru fyrirburar og aðrir veikir nýburar.
Einnig ungabörn upp að þriggja mánaða aldri sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda.  Um 40% innlagðra barna eru fyrirburar, það er börn sem fædd eru fyrir 37 vikna meðgöngu.

Nýburar sem eru yngri en viku gamlir eru lagðir beint inn á deildina í stað þess að koma fyrst á bráðamóttöku barna.

Á vökudeild er einnig dagdeildarþjónusta. Þangað koma nýburar sem þurfa eftirlit í kjölfar erfiðrar fæðingar, sýklalyfjameðferðar, sonduskipta eða koma af öðrum ástæðum sem krefjast sérhæfðs eftirlits eða mats en ekki innlagnar yfir nótt.

  • Árlegar innlagnir á vökudeild um 400 börn
  • Tæplega 700 nýburar koma á dagdeild vökudeildar á ári hverju
 
  • Deildin er alltaf opin fyrir foreldra
  • Vegna sýkingarhættu af RS-veiru eru allar heimsóknir barna yngri en 12 ára bannaðar á vökudeild
  • Öðrum gestum er heimilt að koma í heimsókn en aðeins í fylgd foreldis barnsins á heimsóknartímum milli kl. 15:00 og 20:00

Aðeins er heimilt að einn gestur sé á deildinni í einu auk foreldra og er ráðlegt að ekki komi margir á hverjum degi vegna smithættu.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?