Leit
Loka

Barnadeild

Barnadeildin er legudeild fyrir börn og leggjast þau þangað inn eftir tilvísun frá lækni. Á deildinni dvelja börn með ýmis heilbrigðisvandamál og sjúkdóma.

Deildarstjóri

Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir

johahjor@landspitali.is
Yfirlæknir

Ragnar Bjarnason

ragnarb@landspitali.is

Banner mynd fyrir  Barnadeild

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga

Barnadeild - mynd

Hér erum við

Barnaspítali - Barnadeild 2. hæð - gangur D og E

Sjá staðsetningu á korti

 Kynning barnadeildar

Hagnýtar upplýsingar

Á barnadeildinni er veitt sérhæfð læknis- og hjúkrunarþjónusta.

Börn að 18 ára aldri dvelja þar með ýmis heilbrigðisvandamál og sjúkdóma, svo sem krabbamein, sykursýki, hjartasjúkdóma, taugasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, meltingafærasjúkdóma, sýkingar og fleira. Einnig dvelja börn á barnadeildinni eftir ýmsar skurðaðgerðir.

Um 1.600 börn leggjast inn á barnadeildina á ári og er meðallegutími um 3,6 dagar.

Flestar innlagnir á barnadeildina eru bráðainnlagnir þar sem börn eru lögð inn gegnum bráðamóttöku barna.
Stór hluti barna dvelur í lengri tíma vegna flókinna vandamála og erfiðrar meðferðar og eru það þá fyrirfram ákveðnar innlagnir.

Börn sem þurfa innlögn eftir aðgerðir í Fossvogi liggja á barnadeild, svo sem eftir:

  • bæklunaraðgerðir
  • háls-, nef- og eyrnaaðgerðir
  • heila og taugaaðgerðir 
  • slys

Á barnadeildinni er góð aðstaða fyrir börnin að hafa foreldri hjá sér allan sólarhringinn.

Það er stefna deildarinnar að veita faglega og fjölskyldumiðaða þjónustu þar sem öryggi, fagmennska og umhyggja er höfð að leiðarljósi.

Sjúklingar og aðstandendur geta fengið aðgang að „gestaneti“ spítalans sem er virkt á flestum starfsstöðvum hans. 

Þannig er hægt að komast í tölvupóstsamskipti, nota samskiptamiðla og vafra á Netinu.

Atriði sem vert er að hafa í huga við notkun á Internetinu: 

  • Talið ekki um aðra sjúklinga, aðstandendur eða starfsfólk nema með leyfi viðkomandi.
  • Setjið ekki inn myndir af öðrum, aðstandendum eða starfsfólki nema með leyfi viðkomandi.
  • Setjið ekki upplýsingar úr sjúkraskrá á Netið.
  • Virðið friðhelgi einkalífsins.

Vinsamlega virðið einkalíf annarra sjúklinga og ræðið ekki það sem þið kunnið að verða áskynja um heilsufar þeirra og hagi.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?