Öldrunarþjónusta
Markmið öldrunarlækningadeilda er að veita greiningu, meðferð og endurhæfingu öldruðum sem þjást af margs konar sjúkdómum. Miðstöð almennra öldrunarlækninga er á Landakoti en deildir eru einnig í Fossvogi og á Vífilsstöðum.

Hafðu samband
Hér erum við
Landakot en einnig í Fossvogi og á Vífilsstöðum
Öldrunarlækningadeildir
Meginviðfangsefni deildarinnar er greining og meðferð bráðra sjúkdóma hjá öldruðum. Oft er í bakgrunninn hrumleiki, færniskerðing eða öldrunarheilkenni sem ný veikindi bætast við.
Meginstarf á öldrunarlækningadeild K1 felst í meðferð og endurhæfingu aldraðra. Markmiðið er að auka hæfni einstaklingsins til þess að takast á við athafnir daglegs lífs og/eða auka líkamlega, andlega og félagslega færni þeirra.
Á öldrunarlækningadeild K2 koma aldraðir sem þurfa innlögn úr heimahúsi vegna fjölþætts heilsufarsvanda, færnitaps, félagslegs vanda eða frá bráðadeildum Landspítala og þurfa mat, greiningu, hjúkrunar- og læknismeðferð og endurhæfingu eftir að bráðveikindum hefur verið bægt frá.
Öldrunarlækningadeild C, L4 á Landakoti er sérhæfð meðferðar- og endurhæfingadeild, opin sjö daga vikunnar. Starfsemin miðar að þjónustu við sjúklinga með heilabilunarsjúkdóma. Meginmarkmiðið er að auka lífsgæði með því að skapa öryggi og veita umhyggju í rólegu umhverfi þar sem þjónusta við sjúklinga og fjölskyldu byggir á þekkingu og framþróun.
Sérhæfð líknardeild fyrir aldraða
Aðsetur: 5. hæð L -álma Landspítala Landakoti.
Sími: 543 9898
Heimsóknartími: Virkir dagar: 13:00-20:00 en metið eftir aðstæðum.
Deildarstjórar: Gunnhildur María Kildelund gunnhibj@landspitali.is
Aðstoðardeildarstjórar: Friðgerður Ólöf Jóhannsdóttir og Sesselja Lind Magnúsdóttir
Yfirlæknir: Pálmi V. Jónsson
Á öldrunarlækningadeildinni á Vífilsstöðum dvelja sjúklingar sem hafa lokið meðferð á Landspítala og eru með gilt færni- og heilsumat en bíða flutnings á hjúkrunarheimili.