Leit
Loka

Öldrunarþjónusta

Markmið öldrunarlækningadeilda er að veita greiningu, meðferð og endurhæfingu öldruðum sem þjást af margs konar sjúkdómum. Miðstöð almennra öldrunarlækninga er á Landakoti en deildir eru einnig í Fossvogi og á Vífilsstöðum.

Banner mynd fyrir  Öldrunarþjónusta

Hafðu samband

Öldrunarlækningadeildir Landakoti - mynd

Hér erum við

Landakot en einnig í Fossvogi og á Vífilsstöðum

Öldrunarlækningadeildir

Á deildinni fer fram greining, meðferð eftirlit og endurhæfing, hjá einstaklingum 67 ára og eldri sem glíma við langvarandi heilsubrest og versnandi færni.
Auk þess er sjúklingum og aðstandendum þeirra veitt ráðgjöf og upplýsingar.

Það þarf tilvísun læknis til að komast í viðeigandi meðferðarúrræði á dag- og göngudeild.
 

Dag-, göngu- og samfélagsdeild L0/L1

Meginviðfangsefni deildarinnar er greining og meðferð bráðra sjúkdóma hjá öldruðum. Oft er í bakgrunninn hrumleiki, færniskerðing eða öldrunarheilkenni sem ný veikindi bætast við.

B4 Bráðaöldrunarlækningadeild

Meginstarf á öldrunarlækningadeild K1 felst í meðferð og endurhæfingu aldraðra.  Markmiðið er að auka hæfni einstaklingsins til þess að takast á við athafnir daglegs lífs og/eða auka líkamlega, andlega og félagslega færni þeirra.

K1 öldrunarlækningadeild A

Á öldrunarlækningadeild K2 koma aldraðir sem þurfa innlögn úr heimahúsi vegna fjölþætts heilsufarsvanda, færnitaps, félagslegs vanda eða frá bráðadeildum Landspítala og þurfa mat, greiningu, hjúkrunar- og læknismeðferð og endurhæfingu eftir að bráðveikindum hefur verið bægt frá.

Öldrunarlækningadeild K2

Starfið á útskriftardeild aldraðra L2 byggir á endurhæfingu fyrir aldraða sem útskrifast heim til sín á 2-4 vikum frá innlögn á deildina.  Markmið endurhæfingar er að einstaklingar nái bættri hreyfigetu og geti sjálfstætt leyst af hendi sem flestar athafnir daglegs lífs. Þess vegna er hvatt til sjálfshjálpar og þátttöku í daglegum athöfnum og máltíðum. Dagleg viðfangsefni eru lækning, hjúkrun, félagsráðgjöf og sjúkra- og iðjuþjálfun.

Útskriftardeild aldraðra L2

 

Öldrunarlækningadeild C, L4 á Landakoti er sérhæfð meðferðar- og endurhæfingadeild, opin sjö daga vikunnar.  Starfsemin miðar að þjónustu við sjúklinga með heilabilunarsjúkdóma. Meginmarkmiðið er að auka lífsgæði með því að skapa öryggi og veita umhyggju í rólegu umhverfi þar sem þjónusta við sjúklinga og fjölskyldu byggir á þekkingu og framþróun.

Öldrunarlækningadeild C, L4

Á öldrunarlækningadeildinni á Vífilsstöðum dvelja sjúklingar sem hafa lokið meðferð á Landspítala og eru með gilt færni- og heilsumat en bíða flutnings á hjúkrunarheimili.

Öldrunarlækningadeild Vífilsstöðum H

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?