Leit
Loka

Öldrunarlækningadeild A K1

Hjúkrun, meðferð og endurhæfing aldraðra. Skiptist í meðferðar- og endurhæfingardeild annars vegar og lungnadeild hins vegar.

Deildarstjóri

Unnur Guðfinna Guðmundsdóttir

unnurgg@landspitali.is
Banner mynd fyrir  Öldrunarlækningadeild A K1

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga. Heimsóknartími er sveigjanlegur en heppilegasti tíminn er 15:00-20:00 alla daga.

Öldrunarlækningadeild A  - mynd

Hér erum við

1. hæð K-álma Landakot

Hagnýtar upplýsingar

Aðsetur: 1. hæð K-álma Landakoti
Símanúmer: 543 9915
Heimsóknartími: Er sveigjanlegur en heppilegasti tíminn er 15:00-20:00 alla daga.
Hjúkrunardeildarstjóri: Unnur G. Guðmundsdóttir, netfang; unnurgg@landspitali.is

Öldrunarlækningadeild K1 er 16 rúma meðferðar-og endurhæfingardeild.

Meginstarf á deildinni felst í meðferð og endurhæfingu aldraðra. Sjúklingar koma til framhaldsmeðferðar og endurhæfingar frá bráðadeildum spítalans.
Markmiðið er að auka hæfni einstaklingsins til þess að takast á við athafnir daglegs lífs og/eða auka líkamlega, andlega og félagslega færni þeirra.
Hvatt er til sjálfshjálpar og þátttöku í daglegum athöfnum og endurhæfingu. Sjúklingar eru hvattir til að vera á fótum eins og þeir treysta sér til, borða í matsal og klæðast eigin fötum.

Á deildinni er unnið þverfaglega.

Þjónusta ýmissa fagaðila á deildinni:

  • Sérfræðilæknir í öldrunarlækningum er á deildinni ásamt deildarlækni.
  • Hjúkrunarfræðingar vinna samkvæmt einstaklingshæfðri hjúkrun.
  • Sjúkraliðar, félagsliðar og almennt starfsfólk annast umönnun.
  • Sjúkraþjálfari veitir einstaklingshæfða þjálfun auk ráðgjafar varðandi þjálfun sem hver getur gert sjálfur. Hann metur einnig þörf fyrir hjálpartæki.
  • Iðjuþjálfi metur færni allra sjúklinga og fá þeir meðferð eftir þörfum. Hann fer í heimilisathugun ef með þarf, metur aðstæður og kannar þörf fyrir breytingar og hjálpartæki.
  • Félagsráðgjafi veitir upplýsingar um félagsleg réttindi, stuðningsviðtöl og úrræði þegar heim er komið.
  • Sálfræðingur, næringarfræðingur, talmeinafræðingur og sjúkrahúsprestur eru á spítalanum og eru kallaðir til eftir þörfum.
  • Tannlæknaþjónusta er í boði á Landakoti en sjúklingar þurfa að greiða fyrir hana sjálfir.
  • Lögð er áhersla á gott samstarf við aðstandendur og eru þeir hvattir til að hafa samband við hjúkrunarfræðing um meðferð sjúklingsins og líðan.
  • Fjölskyldufundir eru haldnir eftir þörfum.

  • Vaktaskipti hjúkrunarfræðinga/starfsmanna eru kl. 08:00, 15:30 og 23:00.
  • Stofugangur er á mánudögum og fimmtudögum kl. 10:00.
  • Teymisfundir eru á þriðjudögum kl.11:00 og miðvikudögum kl. 10:30.
  • Á setustofu er kæliskápur fyrir sjúklinga.
  • Sjálfsalar eru í kjallara á Landakoti.
  • Sjúklingar geta fengið aðgang að netinu gegnum gestanet spítalans.
  • Afþreyingartónlist er í útvarpinu á rás 3. Sjónvörp eru á öllum sjúkrastofum.

Matmálstímar

  • Morgunverður er kl. 8:30
  • Hádegisverður er um kl.12:00
  • Síðdegiskaffi er um kl. 15:00
  • Kvöldverður kl. 17:45
  • Kvöldkaffi er kl. 20:00

Allir sjúklingar eiga að vera með armband með nafni og kennitölu.

Upplýsingar á armbandinu eru notaðar til staðfestingar þegar lyf eru gefin og hvers kyns rannsóknir og aðgerðir.

Stundum þykir fólki nóg um hversu oft er spurt um kennitölu, ofnæmi, lyf o.s.frv. en allt er þetta gert til að tryggja öryggi.

Best er ef sjúklingar eru vakandi fyrir þessum vinnureglum og minni á ef ekki er farið eftir þeim.

Örugg dvöl á sjúkrahúsi

Hjálpaðu okkur að tryggja öryggi þitt.


Sjúkrahúsdvöl á aldrei að vera lengri en nauðsyn krefur og sjúklingar eiga að jafnaði að fá upplýsingar um útskrift innan 2ja sólarhringa frá innlögn.
Markmiðið er að útskrifa sjúklinga heim eftir dvölina hjá okkur. Við innskrift þarf strax að fara að huga að viðeigandi þjónustu þegar heim kemur og sækja um hana tímalega.

Meðallegutíminn á deild er allt að 4-6 vikur. Stundum styttri og stundum lengri ( fer eftir eðli veikinda).

Útskriftartími er milli klukkan 10 og 11 á morgnana.

Við útskrift fær sjúklingur með sér bréf til sjúklings þar sem skráðar eru:

  • Upplýsingar um ástæður innlagnar, meðferð og niðurstöður rannsókna.
  • Upplýsingar um áframhaldandi eftirlit og þjálfun ef slíkt er fyrirhugað og hvert á að leita eftir niðurstöðum sem liggja ekki fyrir við útskrift.
  • Upplýsingar um hættumerki sem þarf að vera vakandi fyrir eftir heimkomu og hvert á að leita ef vandamál koma upp eftir útskrift.
  • Yfirlit yfir þau lyf sem á að taka, skammtastærðir og tímalengd ef við á.

Lyfseðlar eru sendir rafrænt í lyfjagátt og er hægt að leysa út í hvaða apóteki sem er.


Ef sjúklingar geta ekki útskrifast heim sökum heilsubrests og/eða færniskerðingar, þrátt fyrir endurhæfingu og meðferð á deild, er unnið að því, í samvinnu við sjúklinginn og fjölskyldu hans, að sækja um færni- og heilsumat sem jafnframt er umsókn um hjúkrunarheimili.

Ef sjúklingur fær færni- og heilsumat samþykkt, velur hann sér hjúkrunarheimili sem hann vill dvelja á. Mælt er með að sjúklingur velji a.m.k. 3 heimili.

Biðtími eftir hjúkrunarheimili getur verið mislangur og fer það eftir því hvaða hjúkrunarheimili er valið. Ef einstaklingur með samþykkt færni- og heilsumat getur ekki færni sinnar vegna beðið heima þurfa þeir að flytjast á deildir sem bjóða upp á biðrými.

Landspítalinn er með biðrými á L-3 á Landakoti.

Önnur biðrými eru á Vífilstöðum, hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi, hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi.

Einnig hafa hjúkrunarheimili á og í kringum höfuðborgarsvæðið stundum boðið upp á biðrými.


Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?