Leit
Loka

Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum

Stendur fyrir rannsóknarstarfsemi innan öldrunarlækninga og fræðslu um málefni sem tengjast öldrun

Banner mynd fyrir   Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum

Hafðu samband

OPIÐ8:00-16:00

Rannsóknarstofa í öldrunarfræðum (RHLÖ) - mynd

Hér erum við

Landakot, 5. hæð

Hagnýtar upplýsingar

Landaspítali Landakoti

Skrifstofa: Landakot L5, Túngötu 26, 101 Reykjavík

Fastur starfsmaður er Hrafnhildur Eymundsdóttir, hrafnhie@landspitali.is
Hún tekur við skilaboðum til stjórnarmanna og svarar fyrirspurnum í síma +354 543 9898 / 845 7415.

Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum (RHLÖ) er miðstöð í öldrunarfræðum, stofnuð á ári aldraðra 1999.  Hún stendur fyrir rannsóknarstarfsemi innan öldrunarlækninga og fræðslu um málefni sem tengjast öldrun.

Sérhver vísindagrein, ein sér eða í samvinnu við aðrar greinar, getur átt aðild að rannsóknarstofunni svo fremi að viðfangsefni hennar lúta að öldrun. 


Stofnskrá RHLÖ

Fræðimenn og háskólanemar geta fengið aðstöðu á Landakoti L5  vegna rannsókna í öldrunarfræðum. 

Stjórnarformaður RHLÖ: Pálmi V. Jónsson palmivj@landspitali.is

Fræðsla á fimmtudögum

Fyrsta fimmtudag í mánuði yfir vetrartímann stendur RHLÖ fyrir þverfaglegum fræðslufundum um hin margvíslegustu efni. Fyrirlestrarnir eru haldnir á Landakoti. Fyrirlestrarnir eru auglýstir í vefdagtali Landspítala og eru öllum opnir. 

RHLÖ tekur þátt í Evrópurannsókn um hrumleika og aldurstengda vöðvarýrnun

Styrktar- og vísindasjóður Rannsóknarstofu í öldrunarfræðum var stofnaður árið 2002.

Meginmarkmið hans er að efla Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum samkvæmt markmiðum hennar í stofnskrá.

Stjórn sjóðsins er skipuð stjórn RHLÖ hverju sinni.

 Stjórninni er heimilt að styrkja hvert það verkefni sem hún telur efla og gagnast rannsóknum í öldrunarfræðum.

Sjóðurinn starfar samkvæmt skilmálum dómsmálaráðuneytisins um slíka sjóði. 

Fjármálasvið LSH annast fjárreiður og bókhald sjóðsins fyrir hönd sjóðsstjórnar.

Sjóðurinn tekur við framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum en einnig eru gefin út minningarkort á vegum sjóðsins.

Formaður RHLÖ fer með formennsku í styrktar- og vísindasjóðnum.

Kynning á veggspjaldi

Fræðslufundir á vegum rannsóknarstofu HÍ og LSH í öldrunarfræðum – RHLÖ á vorönn 2019
Haldnir í kennslusalnum 6/7 hæð á Landakoti fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl. 14:45-15:30
ATH. Ekki er hægt að senda fræðslufundi út með fjarfundarbúnaði


 Stjórn Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala (RHLÖ) og Styrktar- og vísindasjóðs RHLÖ:  

Pálmi V. Jónsson, tilnefndur af læknadeild HÍ (palmivj@landspitali.is)
Sigurveig H. Sigurðardóttir, tilnefnd af félagsvísindasviði HÍ  (sighsig@hi.is)
Kristín Björnsdóttir, tilnefnd af hjúkrunarfræðideild HÍ
Sigurbjörg Hannesdóttir, tilnefnd af fagráði Öldrunarfræðafélag Íslands
Aðalsteinn Guðmundsson, tilnefndur af Félagi íslenskra öldrunarlækna
Ása Guðmundsdóttir, tilnefnd af Landspítala
Jón Eyjólfur Jónsson, tilnefndur af Landspítala  (jonejon@landspitali.is)

Fræðslunefnd RHLÖ:

Ása Guðmundsdóttir - asagudmu@landspitali.is
Hlíf Guðmundsdóttir - hlifgud@landspitali.is
Konstantín Shcherbak - konstant@landspitali.is

 

 

„Áhrif æðakölkunar og blóðfitu á framrás nýrnabilunar“ 
Berglind María Jóhannsdóttir, doktorsnemi hjá dr. Hrefnu Guðmundsdóttur nýrnalækni, er ábyrgðarmaður rannsóknar.
 
„What predisposes to hip fracture?“ 
Hassan Bahaloo verkfræðingur, doktorsnemi hjá dr. Benedikt Helgasyni. 
 
„Study of the association of kidney function with uric acid and advancing age?“ 
Anný Rós Guðmundsdóttir læknanemi, doktorsnemi hjá dr. Margréti B. Andrésdóttur áb.rannsóknar.
 
„The association of vitamin D and cognition in older people living in Iceland“ 
Hrafnhildur Eymundsdóttir, félagsfræðingur, doktorsnemi hjá dr. Milan Chang Guðjónsson og Alfons Ramel. 
 
„Jafnvægisstjórnun hjá einstaklingum sem hlotið hafa úlnliðsbrot í kjölfar byltu og áhrif skynþjálfunar“ 
Bergþóra Baldursdóttir sjúkraþjálfari, doktorsnemi hjá Ellu K. Kristinsdóttur, dósent emertius, læknadeild HÍ.
 
„Mat á hæfni magnbundinna heilarita og mögulegra lífvísa í heila- og mænuvökva til forspár um framvindu og greiningar á heilabilun“  
Unnur Diljá Teitsdóttir sálfræði, lífvísindi,doktorsnemi. Leiðbeinandi doktorsnema er Pétur Henry Petersen, dósent við læknadeild HÍ. 
 
„Hvað einkennir mjaðmarbrotahópinn í öldrunarrannsókn Hjartaverndar“ 
Sigrún Sunna Skúladóttir hjúkrunarfræðingur, doktorsnemi. Leiðbeinandi er Þórhallur Ingi Helgason, prófessor við matvæla- og næringafræðideild HÍ.
 
„Association of Early Life Socioeconomic Factors with Physical, Cognitive and Psychological Well-being in Old Age:  AGES-Reykjavik Study“  
Sigurveig H. Sigurðardóttir & Milan Chang / breyting á PhD nema.
 
Áhrifaþættir fyrir farsæla öldrun 
Vilborg K. Vilmundardóttir næringarfræðingur, doktorsnemi. Áb.maður rannsóknar Ólöf G Geirsdóttir.
 
Bætt umönnun fólks með heilabilun í heimahúsi og stuðningur við aðstandendur
Margrét Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur, doktorsnemi. Ábyrgðarmaður er Kristín Björnsdóttir, prófessor við hjúkrunarfræðideild.
 
Hugræn öldrun meðal aldraða á Íslandi: Hugrænn forði, heilaforði og farsæl öldrun
Vaka Valsdóttir sálfræðingur, doktorsnemi. Ábyrgðarmaður María K Jónsdóttir dósent við HR.
 
Næringarástand og fæðuöryggi aldraðra RANNÍS styrkt
Berglind S. Blöndal næringarfræðingur, doktorsnemi. Ábyrgðarmaður rannsóknar er Alfons Ramel, prófessor við matvæla og næringarfræðideild HÍ.
 
IceProQualita, úrvinnsla gagna -
Ólöf G. Geirsdóttir, Alfons Ramel og Milan Chang.
 
Næringarástand og mat á þáttum sem hafa áhrif á næringarástand sjúklinga á öldrunardeildum LSH 
MS verkefni: Ólöf G. Geirsdóttir ábyrgðarmaður.
 
N-Dime er norrænn hópur sem er að skoða þætti sem hafa áhrif á næringarástand aldraða á heildrænan hátt  - Alfons Ramel er íslenski tengillinn. 
 
Seaweed - Innovation Centre fund - Íslenskir rannsakendur, Alfons Ramel, Ólöf G Geirsdóttir og MATÍS.
 
SIA - NordFosk fund - Ábyrgðarmaður Johan Fritzell. Ísland - Alfons Ramel, Ólöf G Geirsdóttir, Sigurveig H Sigurðardóttir og Milan Chang Guðjónsson. Íslenski tengiliðurinn er Alfons Ramel.
 
IBEN-C Evrópurannsókn - Ábyrgðarmaður á Íslandi er Pálmi V Jónsson.
 
PROMISS – EU verkefni “Nutrition in healthy aging” - Ábyrgðarmaður Ingibjörg Gunnarsdóttir RÍN, Milan Chang og Ólöf Guðný Geirsdóttir.

 

Á vísindadegi Rannsóknastofnunar Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum (RHLÖ) - október 2016
Á vísindadegi Rannsóknastofnunar Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum (RHLÖ) - október 2016

Áhugi er mikill á fræðslu í öldrunarfræðum.

Síðan í október árið 2003 hefur RHLÖ staðið fyrir árlegum vísindadegi á haustin.

Þessir vísindadagar hafa verið vel sóttir, bæði af starfsfólki innan Landspítala sem og utan hans.

Þar hefur gefist kærkomið tækifæri til endurmenntunar og upprifjunar á afmörkuðu sviði.

Dagskrár vísindadaganna frá upphafi:              

2018: Fíknivandi á meðal aldraðra
2017: Melting og líðan
2016: Öldrunarþjónusta - frá Landspítala og heim
2015: Heyrnarskerðing aldraðra
2014: Blinda og sjónskerðing aldraðra
2013: Svimi aldraðra
2012: Sykursýki hjá öldruðum
2011: Hjartabilun aldraðra
2010: Langvinnir lungnasjúkdómar
2009: Öldrun og líkn. Nýjar víddir
2008: Langvinnir verkir hjá öldruðum
2007: Húðvandamál hjá öldruðum
2006: Byltur, beinvernd og jafnvægi
2005: Minnismóttakan í 10 ár
2004: Rannsóknir á öldruðum og á vinnuálagi kvenna í öldrunarþjónustu
2003: Forvarnir og heilsuvernd

 

Minningarkort Styrktar- og rannsóknarsjóðs Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum

Minningarkort 

til stuðnings Styrktar- og vísindasjóði Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum

KAUPA HÉR

Upplýsingar fást á skrifstofu RLHÖ, s. 543 9898