Landspítali er ekki bara stærsta og öflugasta sjúkrahús landsins heldur líka mikilvæg menntastofnun. Á hverju ári sækja um 1.500 nemendur menntun sína og starfsþjálfun til spítalans. Á Landspítala gefst nemendum úr ólíkum greinum heilbrigðisvísinda tækifæri til að vinna saman og læra af hvor öðrum. Eitt dæmi um þetta er kennslulota sem haldin var nýlega þar sem leiddir voru saman sérnámslæknar í geðlæknisfræði og sérnámslyfjafræðingar í klínískri lyfjafræði. Hóparnar tóku saman fyrir og greindu ákveðna lyfjaflokka t.d. geðrofslyf, þunglyndislyf og kvíðalyf. Sérnámslæknar og sérnámslyfjafræðingar unnu saman að undirbúningi fyrir fræðsluna og nýttu þannig sérþekkingu hvors annars til að efla þekkingu sína. Jafningjafræðsla af þessum toga hefur mælst mjög vel fyrir enda er mikil áhersla á þverfaglegt samstarf í klínísku starfi. Hér má sjá viðtöl við Helgu Rut Steinsdóttur sérnámslyfjafræðing í klínískri lyfjafræði og Tómas Hrafn Ágústsson sérnámslækni í geðlæknisfræði þar sem þau fjalla um kennsluna.