Leit
Loka
LANDSPÍTALAÞORPIÐ // 3D
  • 21. júní 2018
  • Starfsemin

LANDSPÍTALAÞORPIÐ // 3D

Uppbygging Landspítalaþorpsins við Hringbraut er löngu hafin og verkefnið gengur vel. Landspítali er þjóðarsjúkrahús og gegnir mikilvægu hlutverki sem stærsta heilbrigðisstofnun landsins. Nýtt húsnæði verður reist fyrir spítalann á næstu árum til að uppfylla grunnkröfur samtímans til heilbrigðisþjónustu. Undirbúningur fyrir uppbygginguna hófst árið 2010 og hefur staðið yfir sleitulítið síðan. Undanfarin ár hafa tugir arkitekta og verkfræðinga og hundruð starfsfólks unnið að skipulagi, hönnun og bestun ferla fyrir verkefnið. HÖNNUNARFERLIÐ Fullnaðarhönnun nýbygginga Landspítala við Hringbraut nýtir aðferðafræði notendastuddrar hönnunar með virkri þátttöku starfsmanna Landspítala. Einnig er lögð rík áhersla á  þarfir nemenda á heilbrigðisvísindasviði. Nálægð spítalans við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og þekkingarsamfélagið í Vatnsmýrinni skiptir miklu máli vegna vísindarannsókna og kennslu og mun ýta undir aukið vísindastarf innan heilbrigðiskerfisins. STAÐSETNINGIN Aðkomuleiðir að Landspítala við Hringbraut eru einstaklega góðar og verða enn betri með fyrirhugaðri uppbyggingu og eflingu almenningssamgangna í hjarta Landspítalaþorpsins við Hringbraut. Mikið hagræði felst einnig í því að stór hluti starfsmanna getur gengið eða hjólað til vinnu við Hringbraut. UMFERÐIN Um 1.500 manns starfa við Hringbraut á dagvinnutíma og 700 manns í Fossvogi, samtals 2.200 manns. Í dag eru um 1.100 bílastæði á Hringbrautarsvæðinu og um 600 í Fossvogi. Bílastæðin verða um 2.000 að framkvæmdatíma loknum. Hlutfall starfsfólks Landspítala í umferð um Vatnsmýri, Hringbraut og Miklubraut er um 10% á háannatíma og verður álíka að framkvæmdatíma loknum. FLUTNINGARNIR Landspítali starfar í dag á 20 stöðum á höfuðborgarsvæðinu í yfir 100 byggingum. Þessi dreifing felur meðal annars í sér að á vegum spítalans eru um 9.000 sjúkraflutningar á ári milli Fossvogs og Hringbrautar og ferðir þar á milli með ýmiskonar sýni eru 25.000 á ári. Vegalengdin á milli er tæpir 3 kílómetrar. Að færa bráðastarfsemi Landspítala á einn og sama staðinn er eitt af lykilatriðum uppbyggingar Landspítala við Hringbraut, öryggisins vegna. BYGGINGARNAR Uppbygging Landspítalaþorpsins felur í sér fjórar lykilbyggingar. Fyrst skal nefna sjúkrahótelið sem verður tekið í notkun árið 2018. Nýr meðferðarkjarni Landspítala mun síðan rísa við Hringbraut árið 2024, samkvæmt áætlunum, en það er langstærsta bygging verkefnisins. Samhliða þessum framkvæmdum verður byggt rannsóknahús, ásamt því sem reist verður sérstök bygging fyrir ýmsar tæknilausnir, skrifstofur og bílastæði. Samtímis áformar Háskóli Íslands viðbyggingu við Læknagarð á aðliggjandi lóð. MEÐFERÐARKJARNINN Í nýja meðferðarkjarnanum verða meðal annars bráðamóttaka, myndgreining, skurðstofur, hjartaþræðing, gjörgæslur, apótek, dauðhreinsun og um 210 legurými, sem öll verða einbýli. Meðferðarkjarninn mun gjörbreyta allri aðstöðu fyrir sjúklinga, starfsfólk, aðstandendur og starfsemi sjúkrahússins í heild. Fyrirhugað er að jarðvegsvinna og framkvæmdir við kjarnann hefjist síðla árs 2018. Við Sóleyjartorg verður aðalinngangur kjarnans sem og bráðamóttaka, sem leysir af hólmi núverandi bráðamóttökur sem í dag eru fimm talsins. RANNSÓKNAHÚSIÐ Í nýju rannsóknahúsi Landspítala verða allar rannsóknastofur Landspítala, lífsýnasöfn og Blóðbankinn. Þessi starfsemi er í dag á meira en 10 stöðum í borginni. Rannsóknahúsið fer í fullnaðarhönnun árið 2018. Húsið   verður bylting í aðstöðu fyrir starfsfólk og fjölbreyttar vísindarannsóknir. Húsið verður staðsett vestan Læknagarðs og mun tengjast honum, nýbyggingu Háskólans og meðferðarkjarna með tengibrúm. MANNAUÐURINN Sérstaklega er hugað að mannauðnum við uppbyggingu á þessum stærsta þekkingarvinnustað landsins. Byggð verður upp fjölbreytt þjónusta í þessu kraftmikla og lifandi spítalaþorpi sem fæst við nýjustu tækni og vísindi á sviði heilbrigðisþjónustu, heilbrigðisvísinda og menntunar.
MANNAUÐSMÍNÚTAN (25) // Ásta Ástþórsdóttir, geislafræðingur
  • 14. júní 2018
  • Starfsemin

MANNAUÐSMÍNÚTAN (25) // Ásta Ástþórsdóttir, geislafræðingur

Kolbrún Birna Ólafsdóttir er geislafræðingur á röntgendeild Landspítala við Hringbraut. Hún er frá Höfn í Hornafirði. Starfið snýst um að mynda sjúklinga, en dagarnir geta verið óútreiknanlegir og því erfitt að undirbúa sig. Kolbrún er íþróttamanneskja, sem hefur æft fótbolta og körfubolta, en æfir núna blak með ÍK. Króatía varð fyrir valinu sem áfangastaður sumarsins 2018, en sólarlönd verða gjarnan fyrir valinu hjá Kolbrúnu Birnu þegar kemur að því að ákveða sumardvalarstaði. Starf geislafræðinga er margbreytilegt og hentar til dæmis öllum þeim sem hafa áhuga á mannslíkamanum, finnst spennandi að vinna með tækni starfi sem í stöðugri þróun. Verkefnum geislafræðinga fjölgar með hverju árinu sem líður og aðferðir til að skyggnast inn í mannslíkamann eru í stöðugri sókn. Nú er notast við röntgengeisla, segulsvið, útvarpsbylgjur, geislavirk efni, hljóðbylgjur og tölvutækni til að sjá allt frá yfirborði stórra líffæra til starfsemi fruma líkamans. Geislafræðingar geta sérhæft sig á ýmsum sviðum og framhaldsnám er í boði hér á landi sem erlendis. Röntgendeild Landspítala: https://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/deildir-og-thjonusta/rontgendeild/ Allt um nám í geislafræði við Háskóla Íslands: www.hi.is/node/300580 Félag geislafræðinga: http://fg.sigl.is
MANNAUÐSMÍNÚTAN (24) - Kolbrún Birna Ólafsdóttir, geislafræðingur
  • 08. júní 2018
  • Starfsemin

MANNAUÐSMÍNÚTAN (24) - Kolbrún Birna Ólafsdóttir, geislafræðingur

Kolbrún Birna Ólafsdóttir er geislafræðingur á röntgendeild Landspítala við Hringbraut. Hún er frá Höfn í Hornafirði. Starfið snýst um að mynda sjúklinga, en dagarnir geta verið óútreiknanlegir og því erfitt að undirbúa sig. Kolbrún er íþróttamanneskja, sem hefur æft fótbolta og körfubolta, en æfir núna blak með ÍK. Króatía varð fyrir valinu sem áfangastaður sumarsins 2018, en sólarlönd verða gjarnan fyrir valinu hjá Kolbrúnu Birnu þegar kemur að því að ákveða sumardvalarstaði. Starf geislafræðinga er margbreytilegt og spennandi og hentar til dæmis öllum þeim sem hafa áhuga á mannslíkamanum, finnst spennandi að vinna með tækni og hungrar í starf sem í stöðugri þróun. Verkefnum geislafræðinga fjölgar með hverju árinu sem líður og aðferðir til að skyggnast inn í mannslíkamann eru í stöðugri sókn. Nú er notast við röntgengeisla, segulsvið, útvarpsbylgjur, geislavirk efni, hljóðbylgjur og tölvutækni til að sjá allt frá yfirborði stórra líffæra til starfsemi fruma líkamans. Geislafræðingar geta sérhæft sig á ýmsum sviðum og framhaldsnám er í boði hér á landi sem erlendis. Röntgendeild Landspítala: https://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/deildir-og-thjonusta/rontgendeild/ Allt um nám í geislafræði við Háskóla Íslands: www.hi.is/node/300580 Félag geislafræðinga: http://fg.sigl.is
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?