Leit
Loka
LANDSPÍTALAÞORPIÐ // Mikill þungi í framkvæmdum við kvennadeild og barnaspítala
  • 21. mars 2019
  • Fréttir

LANDSPÍTALAÞORPIÐ // Mikill þungi í framkvæmdum við kvennadeild og barnaspítala

Mikill þungi er í framkvæmdum núna þétt upp við barnaspítala og kvennadeild Landspítala við Hringbraut. Ástæðan er smíði lagna- og tækniganga fyrir nýbygginngar í þorpinu. Vonir standa til að mesta raskið upp við þessar byggingar klárist snemmsumars, í júní, og að þá færist meiri ró yfir athafnasvæðið. Enda fer þungi framkvæmdanna þá yfir í grunn nýja meðferðarkjarnans. þar með kemst meiri stöðugleiki á framkvæmdasvæðið og truflanir á umferð og öðru verða fyrirferðarminni. Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá NLSH, segir hér frá stöðu framkvæmda í augnablikinu. KREFJANDI VETUR Þessi vetur er mest krefjandi tímabil framkvæmdanna vegna nálægðar við starfsemi og byggingar spítalans, einkum barnaspítala, kvennadeild og gamla spítala, ásamt geðdeild. Verkefnið hefur að mestu gengið vonum framar fram til þessa og lítil röskun verið á starfsemi Landspítala. MIKILVÆGT VERKEFNI Nýbyggingar Landspítala við Hringbraut eru stærsti áfanginn í íslensku heilbrigðiskerfi í meira en hálfa öld. Nýja húsnæðið uppfyllir mun hafa í för með sér byltingu í aðstöðu og öryggi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. LANDSPÍTALAÞORPIÐ Smelltu hérna til að skoða frekari upplýsingar og fréttir um framkvæmdir í Landspítalaþorpinu við Hringbraut: https://www.landspitali.is/landspitalathorpid/
STEFNAN // Stöðugar umbætur
  • 19. mars 2019
  • Starfsemin

STEFNAN // Stöðugar umbætur

Snemma árs kynnir Landspítala jafnan uppfærða starfsáætlun sína og stefnu (stefna.landspitali.is). Benedikt Olgeirsson, framkvæmdastjóri þróunar, segir hér frá hugmyndafræðinni bak við stefnuáhersluna "stöðugar umbætur", sem er á ábyrgð alls starfsfólks í stefnu og stefnuþríhyrningi Landspítala. STÖÐUGAR UMBÆTUR Spítalinn hóf vegferð sína á sviði straumlínustjórnunar (lean) árið 2011. Landspítali valdi straumlínustjórnun til að vinna að breytingum á þjónustu spítalans til að auka öryggi og minnka sóun. Straumlínustjórnun snýst um stöðugar umbætur og að skoða og setja þarfir sjúklinga í öndvegi, eyða sóun, bæta flæði og jafna álag. Stöðugar umbætur af þessu tagi kalla á mikla þátttöku starfsfólks, kraftmikla teymisvinnu og að stjórnendur séu sýnilegir og veiti ríka endurgjöf. MARGÞÆTT KYNNING Kynning og innleiðing starfsáætlunar og stefnu gagnvart starfsfólk er margþætt. Annars vegar með upplýsingamiðlun gegnum vefi og samfélagsmiðla. Hins vegar á kerfisbundnum stefnumótunarfundum starfsfólks og stjórnenda. Enn fremur eru þessir þættir teknir fyrir á daglegum stöðufundum víða á Landspítala. ÁRANGURSRÍKT STJÓRNTÆKI Starfsáætlun og stefna Landspítala eru þannig stjórntæki, sem markvisst eru nýtt í stefnumótunarvinnu og starfsemi spítalans. Stjórntækin varpa meðal annars kastljósi á mikilvægustu verkefni spítalans hverju sinni, samræma vinnubrögð og styrkja umbótavegferðina. Árangurinn þykir ótvíræður. HORFT TIL FRAMTÍÐAR Hinn svokallaði stefnuþríhyrningur Landspítala tekur þó ekki breytingum við hina árlegu uppfærslu, enda eru hinar fjórar lykiláherslur ávallt til grundvallar í starfseminni. Þær eru öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur. Áherslurnar njóta þess síðan að standa á sjö undirstöðum, nánar tiltekið menntun og starfsþjálfun, stjórnun, fjárhag, virðingu og samvinnu, húsnæði og búnaði, upplýsingatækni og vísindastarfi. GRUNNSTEF Í STARFSEMINNI Stefnuáherslur Landspítala eru grunnstef starfsáætlunar spítalans og ólíkra sviða hans, sem setja sér öll mælanleg markmið og árangursvísa fyrir lykiláherslur. Framvindan er í stöðugri mælingu og staðan á öllum stöðum birt og uppfærð með reglubundnum hætti gegnum árið. Jafnframt eru gerðar árlegar kannanir meðal starfsfólks um hvernig gangi við að innleiða stefnuna hverju sinni.
LANDSPÍTALAÞORPIÐ//Aðgangsstýrð starfsmannabílastæði
  • 14. mars 2019
  • Starfsemin

LANDSPÍTALAÞORPIÐ//Aðgangsstýrð starfsmannabílastæði

Nú hafa verið settar upp bómur til aðgangsstýringar við bílastæði A og B við BSÍ og N1, neðan Hringbrautar. Bómurnar opnast sjálfkrafa þegar ekið er út af stæði. Starfsmannakort frá Landspítala mun þurfa til að lyfta bómunum utan frá. Til að auka flæði inn á stæðið á morgnana verða bómurnar þó opnar frá kl. 07:15 til 08:30. Að sögn Helga Björns Ormarssonar, verkefnastjóra hjá rekstrarsviði Landspítala, verður kerfið prófað til að byrja með á bílastæði B, en beðið verður með A-stæðið þar til reynsla er komin á hitt. Sem stendur virka einungis starfsmannakort Landspítala inn á stæðin, hvað sem síðar verður með starfsfólk og nemendur við Háskóla Íslands. Fjölgað hefur verið til muna bílastæðum fyrir sjúklinga næst byggingum spítalans og tryggja þeim pláss þar með gjaldskyldu. Einnig er unnið hörðum höndum að nýjum bílastæðum fyrir sjúklinga við Eiríksgötu og verða þau malbikuð og með snjóbræðslu. Hugað er vandlega að því að hafa sjúklinginn ætíð í öndvegi í framkvæmdum við nýbyggingar í Landspítalaþorpinu. Samhliða þessu hefur verið opnað nýtt 300 bíla stæði fyrir starfsfólk Landspítala og Háskóla Íslands austan við Læknagarð. Það er án aðgangsstýringar. Sjá nýlega frétt okkar um málið hérna: https://www.facebook.com/Landspitali/videos/420208132062190/
STEFNAN // Mannauður
  • 26. febrúar 2019
  • Starfsemin

STEFNAN // Mannauður

Snemma árs kynnir Landspítala jafnan uppfærða starfsáætlun sína og stefnu (http://stefna.landspitali.is). Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, segir hér frá hugmyndafræðinni bak við stefnuáhersluna "mannauð", sem er á ábyrgð alls starfsfólks og er lykilþáttur í stefnuþríhyrningi Landspítala. Ásta greinir meðal annars frá nokkrum spennandi verkefnum sem unnið er að í mannauðsmálum. VELLÍÐAN Í VAKTAVINNU OG STÓRBÆTT STARFSMANNAAÐSTAÐA Starfsumhverfið með bættri mönnun og skipulagi er í sérstöku kastljósi mannauðsmála á spítalanum í ár. Þar má nefna átakið "Vellíðan í vaktavinnu", Hekluverkefnið fyrir hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu, öflugri teymisvinnu -- til dæmis með samskiptamiðlinum Workplace -- og að framfylgja samskiptasáttmálanum, ásamt margvíslegum verkefnum til að styrkja aðbúnað starfsfólks, til dæmis hvað snertir matarþjónustu og endurskoðun vinnufatnaðar. Viðhorf starfsfólks til vinnustaðarins er síðan mælt með fjölbreyttum hætti og takmarkið er að gera Landspítala að besta vinnustað landsins. MARGÞÆTT KYNNING Kynning og innleiðing starfsáætlunar og stefnu gagnvart starfsfólk er margþætt. Annars vegar með upplýsingamiðlun gegnum vefi og samfélagsmiðla. Hins vegar á kerfisbundnum stefnumótunarfundum starfsfólks og stjórnenda. Enn fremur eru þessir þættir teknir fyrir á daglegum stöðufundum víða á Landspítala. ÁRANGURSRÍKT STJÓRNTÆKI Starfsáætlun og stefna Landspítala eru þannig stjórntæki, sem markvisst eru nýtt í stefnumótunarvinnu og starfsemi spítalans. Stjórntækin varpa meðal annars kastljósi á mikilvægustu verkefni spítalans hverju sinni, samræma vinnubrögð og styrkja umbótavegferðina. Árangurinn þykir ótvíræður. STEFNUÞRÍHYRNINGUR TIL FRAMTÍÐAR Hinn svokallaði stefnuþríhyrningur Landspítala tekur þó ekki breytingum við hina árlegu uppfærslu, enda eru hinar fjórar lykiláherslur ávallt til grundvallar í starfseminni. Þær eru öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur. Áherslurnar njóta þess síðan að standa á sjö undirstöðum, nánar tiltekið menntun og starfsþjálfun, stjórnun, fjárhag, virðingu og samvinnu, húsnæði og búnaði, upplýsingatækni og vísindastarfi. STARFSÁÆTLUN Í STÖÐUGRI ÞRÓUN Stefnuáherslur Landspítala eru grunnstef starfsáætlunar spítalans og ólíkra sviða hans, sem setja sér öll mælanleg markmið og árangursvísa fyrir lykiláherslur. Framvindan er í stöðugri mælingu og staðan á öllum stöðum birt og uppfærð með reglubundnum hætti gegnum árið. Jafnframt eru gerðar árlegar kannanir meðal starfsfólks um hvernig gangi við að innleiða stefnuna hverju sinni. STEFNUVEFUR LANDSPÍTALA http://stefna.landspitali.is
STEFNAN // Menntun og starfsþróun
  • 21. febrúar 2019
  • Starfsemin

STEFNAN // Menntun og starfsþróun

Í upphafi hvers árs kynnir Landspítala nýja starfsáætlun og uppfærða stefnu (http://stefna.landspitali.is). Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, segir hér frá hugmyndafræðinni bak við undirstöðuna "menntun og starfsþróun" í stefnuþríhyrningi Landspítala. 1.800 NEMENDUR, 6.000 STARFSMENN Menntun er lykilatriði í lögbundnu hlutverki Landspítala sem háskólasjúkrahúss með 1.800 nemendur. Jafnframt er þung áhersla lögð þar á starfsþróun, enda um að ræða þekkingarvinnustað með tæplega 6.000 starfsmenn. MARGÞÆTT KYNNING Kynning og innleiðing starfsáætlunar og stefnu gagnvart starfsfólk er margþætt. Annars vegar með upplýsingamiðlun gegnum vefi og samfélagsmiðla. Hins vegar á kerfisbundnum stefnumótunarfundum starfsfólks og stjórnenda. Enn fremur eru þessir þættir teknir fyrir á daglegum stöðufundum víða á Landspítala. ÁRANGURSRÍKT STJÓRNTÆKI Starfsáætlun og stefna Landspítala eru þannig stjórntæki, sem markvisst eru nýtt í stefnumótunarvinnu og starfsemi spítalans. Stjórntækin varpa meðal annars kastljósi á mikilvægustu verkefni spítalans hverju sinni, samræma vinnubrögð og styrkja umbótavegferðina. Árangurinn þykir ótvíræður. STEFNUÞRÍHYRNINGUR TIL FRAMTÍÐAR Hinn svokallaði stefnuþríhyrningur Landspítala tekur þó ekki breytingum við hina árlegu uppfærslu, enda eru hinar fjórar lykiláherslur ávallt til grundvallar í starfseminni. Þær eru öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur. Áherslurnar njóta þess síðan að standa á sjö undirstöðum, nánar tiltekið menntun og starfsþjálfun, stjórnun, fjárhag, virðingu og samvinnu, húsnæði og búnaði, upplýsingatækni og vísindastarfi. STARFSÁÆTLUN Í STÖÐUGRI ÞRÓUN Stefnuáherslur Landspítala eru grunnstef starfsáætlunar spítalans og ólíkra sviða hans, sem setja sér öll mælanleg markmið og árangursvísa fyrir lykiláherslur. Framvindan er í stöðugri mælingu og staðan á öllum stöðum birt og uppfærð með reglubundnum hætti gegnum árið. Jafnframt eru gerðar árlegar kannanir meðal starfsfólks um hvernig gangi við að innleiða stefnuna hverju sinni. STEFNUVEFUR LANDSPÍTALA http://stefna.landspitali.is
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?