Leit
Loka
Samstarfsyfirlýsing um þróun og innleiðingu starfsáætlana lækna undirrituð
  • 10. nóvember 2022
  • Fréttir

Samstarfsyfirlýsing um þróun og innleiðingu starfsáætlana lækna undirrituð

æknafélag Íslands, Félag sjúkrahúslækna og Landspítali hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf og sameiginlega sýn og markmið um þróun og innleiðingu starfsáætlana lækna á Landspítala Undir yfirlýsinguna rituðu formaður Læknafélagsins, formaður Félags sjúkrahúslækna, fulltrúi lækna í fagráði Landspítala og framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala. Nú hefst vinna með yfirlæknum um gerð skilgreininga og leiðbeininga um gerð starfsáætlana sem verða svo þróaðar og innleiddar í samstarfi við sérfræðilækna hverrar greinar. Stefnt er að því vinna hratt og örugglega og hefja innleiðingu fyrstu starfsáætlana til reynslu innan vissra greina á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og svo almennt um mitt næsta ár. „Læknar eru lykilstarfsfólk Landspítala og heilbrigðiskerfisins í heild sinni. Vinnuumhverfi og skipulag allt verður að gera læknum kleift að nýta þekkingu sína til fulls og starfskrafta sjúklingum til góða. Núverandi starfslýsingar og fyrirkomulag setur störfum lækna mjög óskýran ramma þar sem óreiða, óskýr hlutverk og ábyrgð og ógagnsæi leiða til ójafns og oft mikils vinnuálags þar sem hvorki metnaður né þekking lækna nær að blómstra. Þó svo að Landspítali og íslenskt heilbrigðiskerfi sé að mörgu leyti afburðagott eru hlutaðeigandi aðilar sammála um að rammi og umgjörð núverandi vinnutilhögunar lækna sé óviðunandi og að úrbóta sé þörf,“ segir Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?