Öldrunarlækningadeild K2
Jóhanna Friðriksdóttir
johannaf@landspitali.isHafðu samband
Hér erum við
Landakot, 2. hæð, K-álma
Hagnýtar upplýsingar
Aðsetur: 2. hæð K-álma Landakoti.
Símanúmer: 543 9815
Heimsóknartími: Fólk er velkomið í heimsókn hvenær dags sem er en heppilegasti tíminn er milli kl. 15:00 og 20:00
Hjúkrunardeildarstjóri er Jóhanna Friðriksdóttir johannaf@landspitali.is
Læknar eru:
- Þorkell Elí Guðmundsson thorkell@landspitali.is
- Anna Björg Jónsdóttir annabjon@landspitali.is
sérfræðingar í öldrunarlækningum.
K2 öldrunarlækningadeild er 20 rúma meðferðar- og endurhæfingardeild.
Þangað koma aldraðir sem þurfa innlögn úr heimahúsi vegna fjölþætts heilsufarsvanda, færnitaps, félagslegs vanda eða frá bráðadeildum LSH og þurfa mat, greiningu, hjúkrunar- og læknismeðferð og endurhæfingu eftir að bráðveikindum hefur verið bægt frá.
Á deildinni er unnið samkvæmt einstaklingshæfðri hjúkrun sem þýðir að einn ákveðinn hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði eru ábyrgir fyrir hjúkrun hvers sjúklings.
Fjölskyldufundir eru haldnir eftir þörfum.