Leit
Loka

Síðbúnar afleiðingar krabbameina - Barnaspítali

Skipulagning eftirfylgdar er í höndum sérfræðinga í krabbameinslækningum barna, lækna í sérfræðingsnámi og hjúkrunarfræðinga úr krabbameinsteymi.

Banner mynd fyrir  Síðbúnar afleiðingar krabbameina - Barnaspítali

Hafðu samband

OPIÐ8-16

Síðbúnar afleiðingar krabbameina - Barnaspítali  - mynd

Hér erum við

Barnaspítali

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Einstaklinga 18 ára og eldri sem fengu krabbamein fyrir 18 ára aldur og hafa lokið meðferð og hefðbundnu eftirliti eftir meðferð.

 

Með bættri meðferð við krabbameinum barna og unglinga hafa lífslíkur batnað verulega á síðustu áratugum.

Meðferðinni fylgir hins vegar hætta á síðbúnum afleiðingum, þ.e. heilsufarsvandamálum sem geta komið fram hvenær sem er á lífsleiðinni og náð til sálfélagslegra þátta, haft áhrif á vöxt og þroska, starfsemi ólíkra líffæra, frjósemi og síðari krabbamein.

Eftirfylgdin er heildræn og hefur þann tilgang að efla heilsu og lífsgæði einstaklinga eftir krabbamein með áhættumiðuðu heilsufarsmati, stuðningi og fræðslu.

Þjónustan er einstaklingsmiðuð og getur falið í sér auk komu til hjúkrunarfræðings viðtal við krabbameinsbarnalækni, hjartalækni, sálfræðing o.fl., auk þess sem skjólstæðingum er leiðbeint með að finna viðeigandi farveg í fullorðinsmiðaðri þjónustu, innan og utan spítalans.

Tilvísanir til annars fagfólks eru í samræmi við eðli vandamáls og unnar í samvinnu við skjólstæðinga eftir komu þeirra á miðstöðina.

Í viðtalinu verður farið yfir samantekt um krabbameinið, meðferðina og hvort meðferðarformið sé tengt við meiri hættu á síðbúnum afleiðingum og þá hvaða.

Slík samantekt kallast ,,vegabréf eftir krabbameinsmeðferð“ og verður gerð aðgengileg í rafrænni sjúkraskrá og fyrir skjólstæðinga í Veru heilsuskrá (heilsuvera.is).

Vegabréfinu er ætlað að styrkja fólk í að vera eigin málsvari að meðferð lokinni þegar kemur að vali á viðeigandi heilbrigðisþjónustu.

Miðstöð síðbúinna afleiðinga fellur undir krabbameinsteymi Barnaspítalans.

Skipulagning eftirfylgdar er í höndum sérfræðinga í krabbameinslækningum barna, lækna í sérfræðingsnámi og hjúkrunarfræðinga úr krabbameinsteymi:

  • Halldóra Kristín Þórarinsdóttir, læknir
  • Ólafur Gísli Jónsson, læknir
  • Sigrún Þóroddsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Sólveig Hafsteinsdóttir, læknir
  • Trausti Óskarsson, læknir
  • Vigdís Hrönn Viggósdóttir, hjúkrunarfræðingur
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?