Leit
Loka

Meinafræðideild

Meinafræðideild framkvæmir sjúkdómsgreiningar á grundvelli vefjasýna.

Yfirlæknir

Jón Gunnlaugur Jónasson

Banner mynd fyrir Meinafræðideild

Hafðu samband

OPIÐ8:00-16:00

Einnig vaktir

Meinafræðideild - mynd

Hér erum við

Landspítalalóð Hringbraut - Hús 8 og 9 við Barónsstíg

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Meinafræðideild annast sjúkdómsgreiningar á grundvelli vefjasýna.

Rannsóknastofan tekur við sýnum frá Landspítala og flestum öðrum sjúkrahúsum landsins auk sýna sem tekin eru af heilsugæslulæknum og mörgum sérfræðilæknum.

Sýnin. Á deildinni eru rannsökuð um það bil tólf þúsund vefjasýni á ári.  Sýnin eru fjölbreytileg. Mikill hluti þeirra eru lítil sýni sem tekin eru til sjúkdómsgreiningar en sem dæmi um slík sýni eru þau sem tekin eru við speglanir á meltingarvegi og húðsýni.

Líffæri sem fjarlægð eru við skurðaðgerðir eru skoðuð á deildinni. Sjúklegar breytingar eru greindar og umfang þeirra.

Sem dæmi um slík sýni eru brjóst sem fjarlægð eru að hluta eða í heild vegna æxlis.

Slík sýni eru send fersk á rannsóknastofu deildarinnar, hluti af æxlinu fjarlægður og frystur til mögulegra sérrannsókna, annar hluti æxlisins tekinn til greiningar æxlis, en í því felst m.a. tegundagreining, mat á gráðu þess, mat á hormónaviðtökum í æxlisfrumum, mat á stærð æxlis og umfangi í sýni og hvort það er nálægt skurðbrúnum.

Við mat á útbreiðslu sjúkdómsins eru oft teknir eitlar úr holhönd (varðeitlar) og er hægt að greina hvort meinvörp eru í þeim meðan sjúklingurinn er í aðgerð og er það gert með frystiskurðartækni.

Flest sýni eru hert í formalíni, sem stöðvar efnaskipti í vefnum. Úr stærri sýnum og líffærum eru teknar sneiðar sem steyptar eru í parafínkubba.

Úr þessum kubbum eru síðan skornar þunnar sneiðar sem færðar eru á gler og litaðar. Minni sýni eru steypt í heild sinni í parafínkubba.

Glerin með lituðum sneiðum úr sýnunum eru skoðuð í smásjá af læknum með sérfræðimenntun í meinafræði. Ferlið frá því að sýni berst til stofunnar þar til greining liggur fyrir tekur oftast 1-4 daga.  Sumar sérrannsóknir taka lengri tíma.

Krufningarnar.  Annað meginverkefnið Rannsóknastofunnar eru krufningar.  Þeim er skipt í réttarkrufningar og sjúkrahúskrufningar.  Í sumum tilvikum eru þeir sem deyja innan sjúkrahúss krufðir

Tilgangur með þeim krufningum er einkum að kanna nánar eðli og umfang sjúkdóms eða sjúkdóma, sérstaklega ef sjúkdómsgangurinn er á einhvern hátt óvenjulegur.

Réttarkrufningar eru framkvæmdar að beiðni lögreglu einkum þegar um voveifleg mannslát eða skyndidauða er að ræða (sjá nánar upplýsingar um réttarlæknisfræði). 

Almennur afgreiðslutími:
 • Virkir dagar frá kl. 8:00-16:00.

Utan afgreiðslutíma er sérfræðingur og lífeindafræðingur á vakt.

 • Upplýsingar um vakthafandi eru hjá símaveri Landspítala í síma 543 1000

Nauðsynlegt er að hafa samband við lífeindafræðing eða lækni ef senda þarf fersk sýni utan venjulegs afgreiðslutíma.


 Almenn afgreiðsla 543 8066 
 Upplýsingar um niðurstöður rannsókna 543 8359 
 Réttarkrufningar/dánarvottorð vegna réttarkrufninga/faðernismála 543 8355 og 543 8358         
 Sameindameinafræði 543 8031 
 Sérfræðilæknir á vakt  824 5246
 Lífeindafræðingur á vakt - vefur I 824 5231 
 Lífeindafræðingur á vakt - vefur II 824 5232 

 

Meginverksvið sameindameinafræðideildar eru grunnrannsóknir, einkum á illkynja sjúkdómum. Á deildinni hafa á undanförnum árum m.a. verið unnar miklar rannsóknir á brjóstakrabbameini.

Á öðrum rannsóknarstofum meinafræðideildar eru einnig stundaðar vísindarannsóknir og margir af starfsmönnum stofunnar sinna kennslu heilbrigðisstétta.

Yfirlæknir meinafræðideildar

 • Jón Gunnlaugur Jónasson 

Yfirnáttúrufræðingur, sameindameinafræði 

 • Rósa Björk Barkardóttir 

Yfirlífeindafræðingar 

 • Sigrún Kristjánsdóttir 
 • Fjóla Haraldsdóttir

Skrifstofustjóri ritaramiðstöð / réttarlæknisfræði

 • J. Ágústa Arnold 

Lífsýnasafn

Sýna allt
Bjarni A. Agnarsson, prófessor, formaður
Eiríkur Jónsson, yfirlæknir
Jakob Jóhannsson, yfirlæknir
Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir
Vigdís Pétursdóttir, sérfræðilæknir (og ábyrgðarmaður)

Varastjórn

Karl Ólafsson, sérfræðilæknir
Lárus Jónasson, sérfræðilæknir
Margrét Sigurðardóttir, sérfræðilæknir
Sverrir Harðarson, sérfræðilæknir
Þórarinn Gíslason, yfirlæknir

Sérhvert frumu- og vefjasýni, sem berst meinafræðideild Landspítala er skráð og því gefið hlaupandi númer, hvort sem sýni er tekið við skurðaðgerð eða krufningu. Eftir að sýni hefur fengið númer er það orðið hluti af lífsýnasafninu. Vefjasýni eru varðveitt á hefðbundinn hátt, sem að ofan er lýst, og í vinnslu- og tölvuskrám eru varðveittar upplýsingar er sýnunum tengjast.

Notkun.
Efniviður lífsýnasafnsins er notaður við sjúkdómsgreiningar og aðra þjónustu við sjúklinga og auk þess til kennslu, gæðaeftirlits, aðferðaþróunar og vísindarannókna í samræmi við lög og reglur um lífsýnasöfn.

Notkun vegna þjónustu við sjúkling 
Sýni skal ætíð vera til reiðu til þjónustu við sjúkling án sérstaks fyrirvara. Ákvörðun um notkunina tekur viðkomandi meinafræðingur.

Notkun vegna kennslu, gæðaeftirlits og aðferðaþróunar
Ábyrgðarmaður lífsýnasafns tekur ákvörðun um notkun lífsýna vegna kennslu, gæðaeftirlits og aðferðaþróunar. Skulu sýni sem notuð eru í þessum tilgangi vera án persónuauðkenna.  

Notkun vegna vísindarannsókna 
Þeir sem hyggjast stunda vísindarannsóknir er byggja á efniviði safnsins skulu sækja til stjórnar þess um heimild til aðgangs að gögnum. Þegar afhentur er efniviður í vörslu safnsins skal ekki afhent stærra sýnishorn en nauðsynleg er vegna viðkomandi rannsóknar. Sömuleiðis er óheimilt að afhenda til vísindarannsókna ferskan eða frystan vef ef greiningar- og þjónustumöguleikar skerðast verði vefurinn afhentur.
Stjórn safnsins skal, við úthlutun sýna til vísindarannsókna, gæta þess að varðveita að jafnaði nægjanlegt magn lífsýnis fyrir síðari þjónustu við sjúkling og jafnframt hafa í huga að hluti sýna geti nýst við síðari vísindarannsóknir.
Öll vinnsla vefjasýna lífsýnasafnsins skal vera undir umsjón og á ábyrgð sérfræðinga meinafræðideildar. Ekki er heimilt að eyða vefjasýnum og skylt er að varðveita smásjárgler sem sjúkdómsgreiningar eru byggðar á. Allur efniviður sem fer til vísindarannsókna skal vera aðgengilegur sérfræðingum meinafræðideildar ef þörf krefur vegna þjónustu við sjúklinga.
Beiðni um að nota efnivið lífsýnasafnsins til vísindarannsókna skal leggja fram skriflega þar sem gerð er grein fyrir fyrirhugaðri rannsókn og þeim efnivið sem óskað er eftir úr safninu. Skilyrði fyrir afhendingu lífsýna eða annarra gagna safnsins er að afrit af leyfi Vísindasiðanefndar fyrir viðkomandi rannsókna hafi verið afhent stjórn þess.
Rannsóknaraðili skal kvitta fyrir móttöku efniviðar á þar til gert eyðublað, þar sem tekið er fram að hann hafi kynnt sér vinnureglur varðandi notkun efniviðar og skyldur notandans gagnvart meinafræðideild.
Óheimilt er að nota efniviðinn til annars en fram kemur í samþykktri rannsóknaráætlun. Sé úthlutaður efniviður ekki fullnýttur í tilgreindri rannsókn ber notanda að skila afgangi sýna til meinafræðideildar að lokinni rannsókn. Áður en niðurstöður eru birtar skal undantekningalaust afmá allar skráðar persónuupplýsingar er tengjast lífsýni nema fyrir liggi sérstök heimild er kveði á um annað.
Einstakir stjórnarmenn skulu ekki taka þátt í afgreiðslu umsókna vegna eigin vísindarannsókna.
 
Skráning
Stjórn safnsins heldur skrá yfir sýni sem látin eru af hendi til vísindarannsókna samkvæmt reglum um skráningarkerfi meinafræðideildar.

Flutningur sýna úr landi 
Heimilt er að senda lífsýni úr landi í þágu lífsýnisgjafa, vegna sjúkdómsgreininga eða gæðaeftirlits. Annar flutningur lífsýna úr landi er háður samþykki vísindasiðanefndar og með þeim skilyrðum sem hún setur.

Trúnaður
Rannsóknaraðilar eru bundnir þagnarskyldu um hvaðeina sem þeir komast að við nýtingu efniviðarins og leynt á að fara lögum samkvæmt.

Birting niðurstaðna


Greiðslur vegna aðgangs að lífsýnum til notkunar í vísindarannsókn 
Í samræmi við heimildir í lögum nr. 110/2000 mun Lífsýnasafn meinafræðideildar taka gjald fyrir lífsýni eða aðgang að lífsýnum sem nemur kostnaði við öflun, vörslu og aðgang að sýnunum.

Skýrslugerð
Stjórn safnsins heldur gerðarbók þar sem fram koma ákvarðanir um afgreiðslu umsókna vegna aðgangs að gögnum safnsins og önnur efnisatriði stjórnarfunda.

 

Leiðbeiningar til umsækjenda um afnot af lífsýnum Lífsýnasafns Rannsóknastofu í meinafræði


Í umsókn um afnot af efniviði safnsins skulu koma fram eftirfarandi atriði:


1. Heiti verkefnis.
2. Fræðilegur bakgrunnur (í stuttu máli).
3. Tilgangur verkefnis.
4. Efniviður sem sótt er um. Æskilegt er að listi yfir þau sýni sem óskað er eftir eða yfir þá einsaklinga sem óskað er eftir sýnum úr. Ef ekki fylgir listi þarf að koma fram áætlun um umfang eða áætlaðan fjölda sýna.
5. Hlutverk Rannsóknastofu í meinafræði.
6. Rannsóknaraðferðir sem beita á.
7. Ábyrgðaraðili rannsóknar, aðalumsækjandi og stofnanir þeirra.
8. Aðrir umsækjendur og aðilar að rannsókninni.
9. Meinafræðingar frá Rannsóknastofu í meinafræði.
10. Sambærileg rannsókn hérlendis. Er umsækjendum kunnugt um að sams konar rannsókn eða svipaða rannsókn sem er í gangi hérlendis? Ef svo er þá hver?
11. Upphaf rannsóknar (dagsetning).
12. Áætluð lok rannsóknar.
13. Leyfi frá vísindasiðanefnd. Æskilegt er að afrit af leyfi frá vísindasiðanefnd fylgi umsókn. Ef svo er ekki, hver er staða þeirrar umsóknar?
14. Leyfi frá Persónuvernd. Æskilegt er að afrit af leyfi frá Persónuvernd fylgi umsókn. Ef svo er ekki, hver er staða þeirrar umsóknar?
15. Fjármögnun rannsóknar. Er rannsóknin að hluta eða öllu leyti kostuð af einkaaðila/fyrirtæki með arðsemisáform í huga?
16. Reglur um notkun vefjasýna í vörslu lífsýnasafns Rannsóknastofu í meinafræði. Hafa umsækjendur lesið þessar reglur og samþykkja að hlýta þeim verði umsóknin samþykkt?

Ofangreindum liðum skal öllum svarað, helst í réttri röð með skírskotun til númera spurninganna í umsókninni.

Á umsókninni þurfa að koma fram undirskriftir umsækjenda, dagsetning umsóknar og að auki staðfesting yfirlæknis stofnunar/stofnana umsækjenda.

Ath. Sýni verða ekki afhent fyrr en tilskildum leyfum vísindasiðanefndar og Persónuverndar hefur verið framvísað.

Réttarlæknisfræði

Sýna allt

Réttarlæknisfræði og réttarmeinafræði eru tvær skildar undirsérgreinar innan læknisfræðinnar. Þessar greinar eru snertifletir læknisfræðinnar og réttarkerfisins, og má segja að læknisfræðin sé notuð til að leysa vandamál eða leita lausna á lagalegum atriðum er snúa að réttarkerfinu, þ.e. lögreglu og dómskerfi. Réttarmeinafræðin snýr fyrst og fremst að rannsókn á þeim látnu, réttarlæknisfræðin sinnir þeim lifandi. Réttarmeinafræðingur framkvæmir réttarkrufningar að beiðni lögregluembættanna og eru þær framkvæmdar til að komast að dánarorsök og dánaratvikum. 


Dánaratvik eru það hvernig dauðann bar að garði; var það af slysförum, sjálfsvíg, manndráp eða náttúrulegur dauðdagi.

Í sumum tilfellum er réttarkrufningin ein og sér nægjanleg til ákvörðunar dánaratvika, en í flestum tilvikum er rannsókn lögreglu (þ.m.t. vettvangsrannsókn og vitnaleiðslur) a.m.k. jafnmikilvæg ef ekki mikilvægari til ákvörðunar dánaratvika.

Í tilvikum þar sem um manndráp er að ræða, eða grunur um slíkt, tekur réttarmeinafræðingurinn einnig þátt í vettvangsrannsókn lögreglu.

Réttarkrufningar á Íslandi eru einvörðungu framkvæmdar á Rannsóknastofu í meinafræði og eru rúmlega 200 á ári.

Þeim hefur farið fjölgandi með árunum og rannsóknir á dánarorsökum og dánaratvikum eru oft flóknar og tímafrekar, jafnvel þó um sé að ræða náttúrulegan dauðdaga.

Auk þess að leiða í ljós eða staðfesta dánarorsök (svo sem í slysum) getur réttarkrufning leitt í ljós illkynja sjúkdóm sem ekki var þekktur fyrir, eða áður ógreindan arfgengan sjúkdóm, sem þýðingarmikið er fyrir aðstandendur að hafa vitneskju um.

Venjulega líða a.m.k. tveir til þrír sólarhringar frá andláti til réttarkrufningar, jafnvel lengur, sem hafa þarf í huga við tímasetningu kistulagninga og jarðarfara.

Oft er dánarorsök ljós strax í lok krufningar. Í þeim tilvikum þar sem útiloka þarf eða staðfesta lyfjaeitrun má reikna með að það taki a.m.k. tvo mánuði að fá endanlegar niðurstöður krufningarinnar.

Ýmsar aðrar sérrannsóknir, sumar framkvæmdar á rannsóknarstofunni, aðrar utan stofnunarinnar, geta einnig tekið langan tíma.

Dánarvottorð er þó alltaf gefið út strax að lokinni krufningu til að unnt sé að jarðsetja án frekari tafa.

Þegar um er að ræða réttarkrufningar, geta aðstandendur sótt dánarvottorðið á Rannsóknastofu í meinafræði.

Ef aðstandendur óska eftir, geta þeir fengið viðtal við réttarmeinafræðinginn til að fá niðurstöður réttarkrufningarinnar. Einnig geta aðstandendur beðið heimilislækni sinn að hafa samband við réttarmeinafræðinginn og miðla niðurstöðum til ættingja.

Vinsamlega athugið að aðstandendur þurfa að hafa frumkvæði að því að fá niðurstöðurnar frá rannsóknastofunni.

Frumkvöðlastarf og þróun

Á Íslandi var réttarlæknisfræði kennd í Læknaskólanum í Reykjavík frá 1876.

Jafnan þótti rétt að gera líkskurð á mönnum sem létust voveiflega og var Níels Dungal, prófessor í meinafræði frumkvöðull í réttarlæknisfræðilegum störfum hérlendis og tók meðal annars upp rannsóknir í barnsfaðernismálum.

Sérstakt embætti prófessors í réttarlæknisfræði við Háskóla Íslands var stofnað 1979 og samkvæmt hefð fylgdu þá rannsóknastörf í réttarlæknisfræði innan vébanda Rannsóknastofu Háskólans.

Mörg störf réttarlæknisfræði eru fléttuð inn í almenn lækningastörf, svo sem héraðslækna, slysavarðstofulækna, kvensjúkdómalækna og barnalækna.

Þau störf, sem kalla má sértæk réttarlæknisfræðileg störf eru rannsókn dauðsfalla, sem koma til kasta lögregluyfirvalda, barnsfaðernismál og glæpamál þar sem lífefni til kennslagreiningar koma við sögu.

Réttarlæknar þurfa oft á afar sértækum rannsóknum að halda, t.d. kennslaburð líkamsleifa, DNA-rannsóknir í glæpamálum, skoðun bitfara og margt fleira.

 • Rannsóknir í réttarlæknisfræði eru í eðli sínu margslungnar sökum þess að hvert mál er sérstakt
 • Um er að ræða að mestum hluta réttarkrufningar og barnsfaðernismál
 • Allar rannsóknir í réttarlæknisfræði eru unnar samkvæmt beiðni lögreglu eða dómsyfirvalda

 

Á Rannsóknastofu í meinafræði fara fram tvenns konar krufningar, annars vegar sjúkrahúskrufningar að beiðni vakthafandi sérfræðings á þeirri deild sem viðkomandi lést á, og hins vegar réttarkrufningar þar sem sýslumenn og lögreglustjórar embætta biðja um krufningu á aðilum sem deyja utan stofnana.

Ef um er að ræða sjúkrahúskrufningu gefur sá sérfræðingur, sem biður um krufningu, út dánarvottorðið og geta aðstandendur yfirleitt nálgast það vottorð á þeirri deild sem viðkomandi einstaklingur lést.

Ef um er að ræða réttarkrufningu er dánarvottorðið gefið út af réttarmeinafræðingi og hægt er að nálgast það á ritaramiðstöð Rannsóknastofu í meinafræði.
Blóðtökur vegna faðernismála fara fram á göngudeild Landspítala við Hringbraut á miðvikudögum á milli kl. 16:00 og 17:00

Tímapantanir og nánari upplýsingar

J. Ágústa Arnold, skrifstofustjóri, agustarn@landspitali.is  sími 543 8355

Réttarlæknisfræði er ævafornt fag en fyrstu kennslubækur í réttarlæknisfræði í Evrópu voru gefnar út á 17. öld og var þá kennd við þýska háskóla.

Í kringum 1750 hófst kennsla í réttarlæknisfræði við Háskólann í Kaupmannahöfn en stofnað var til fyrstu prófessorsstöðu í réttarlæknisfræði á Norðurlöndum (medicina legalis) árið 1841 við Karolinska Institutionen í Stokkhólmi.

Á Íslandi var réttarlæknisfræði kennd í Læknaskólanum í Reykjavík frá 1876.

Jafnan þótti rétt að gera líkskurð á mönnum sem létust voveiflega og var Níels Dungal, prófessor í meinafræði frumkvöðull í réttarlæknisfræðilegum störfum hérlendis og tók meðal annars upp rannsóknir í barnsfaðernismálum. Sérstakt embætti prófessors í réttarlæknisfræði við Háskóla Íslands var stofnað 1979 og samkvæmt hefð fylgdu þá rannsóknastörf í réttarlæknisfræði innan vébanda Rannsóknastofu Háskólans.

Mörg störf réttarlæknisfræði eru fléttuð inn í almenn lækningastörf, svo sem héraðslækna, slysavarðstofulækna, kvensjúkdómalækna og barnalækna.

Þau störf, sem kalla má sértæk réttarlæknisfræðileg störf eru rannsókn dauðsfalla, sem koma til kasta lögregluyfirvalda, barnsfaðernismál og glæpamál þar sem lífefni til kennslagreiningar koma við sögu.

Réttarlæknar þurfa oft á afar sértækum rannsóknum að halda, t.d. kennslaburð líkamsleifa, DNA-rannsóknir í glæpamálum, skoðun bitfara og margt fleira.

Rannsóknir í réttarlæknisfræði eru í eðli sínu margslungnar sökum þess að hvert mál er sérstakt. Um er að ræða að mestum hluta réttarkrufningar og barnsfaðernismál. Allar rannsóknir í réttarlæknisfræði eru unnar samkvæmt beiðni lögreglu eða dómsyfirvalda

Á Íslandi var réttarlæknisfræði kennd í Læknaskólanum í Reykjavík frá 1876. Jafnan þótti rétt að gera líkskurð á mönnum sem létust voveiflega og var Níels Dungal, prófessor í meinafræði frumkvöðull í réttarlæknisfræðilegum störfum hérlendis og tók meðal annars upp rannsóknir í barnsfaðernismálum. Sérstakt embætti prófessors í réttarlæknisfræði við Háskóla Íslands var stofnað 1979 og samkvæmt hefð fylgdu þá rannsóknastörf í réttarlæknisfræði innan vébanda Rannsóknastofu Háskólans.


Mörg störf réttarlæknisfræði eru fléttuð inn í almenn lækningastörf, svo sem héraðslækna, slysavarðstofulækna, kvensjúkdómalækna og barnalækna.

Þau störf, sem kalla má sértæk réttarlæknisfræðileg störf eru rannsókn dauðsfalla, sem koma til kasta lögregluyfirvalda, barnsfaðernismál og glæpamál þar sem lífefni til kennslagreiningar koma við sögu.

Réttarlæknar þurfa oft á afar sértækum rannsóknum að halda, t.d. kennslaburð líkamsleifa, DNA-rannsóknir í glæpamálum, skoðun bitfara og margt fleira.

Rannsóknir í réttarlæknisfræði eru í eðli sínu margslungnar sökum þess að hvert mál er sérstakt. Um er að ræða að mestum hluta réttarkrufningar og barnsfaðernismál.

Allar rannsóknir í réttarlæknisfræði eru unnar samkvæmt beiðni lögreglu eða dómsyfirvalda.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?