Leit
Loka
HjartagáttÁstand sjúklings

Ef ástand sjúklings er þannig að það krefst læknisskoðunar hið fyrsta þá er best að koma strax á Hjartagátt eða hringja í 112

Hjartagátt

Bráðaþjónusta við hjartasjúklinga ásamt göngu- og dagdeildarþjónustu. ATHUGA! Hjartagátt er lokuð 6. júlí til 3. ágúst 2018. Þessi bráðaþjónusta er á meðan veitt á bráðadeild (bráðamóttöku) í Fossvogi.

Deildarstjóri

Björg Sigurðardóttir

bjorgsig@landspitali.is
Yfirlæknir

Karl Andersen

andersen@landspitali.is

Banner mynd fyrir  Hjartagátt

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga

Hjartagátt - mynd

Hér erum við

Hringbraut - jarðhæð, gengið inn Eiríksgötumegin

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt
Hjartagátt Landspítala

Hjartagátt (10D og 10W) er á jarðhæð á Landspítala Hringbraut, gengið inn Eiríksgötumegin.

Opið allan sólarhringinn alla dagar vikunnar.

Sími 543 1000: Skiptiborð spítalans gefur samband við Hjartagátt í völdum tilfellum.

  • Sinnir bráðaþjónustu, dagdeildar- og göngudeildarþjónustu við hjartasjúklinga
  • Tekið á móti öllum ef grunur er um bráð hjartavandamál sem geta meðal annars verið brjóstverkir, mæði af líklegum hjartatoga, hjartsláttartruflanir, yfirlið af líklegum hjartatoga og hjartastopp

Ef ástand sjúklings er þannig að það krefst læknisskoðunar hið fyrsta er best að koma strax á Hjartagátt eða hringja í 112 og greina frá erindinu. 

Ekki er veitt almenn símaráðgjöf á Hjartagátt nema til þeirra sem hafa verið þar eða nýlega á hjartadeild (innan 4 vikna).

Ef ástand sjúklings er þannig að það krefst læknisskoðunar hið fyrsta þá er best að koma strax á Hjartagátt eða hringja í 112 og greina frá erindinu.

Ef ástandið er ekki alvarlegt en þarfnast skoðunar er hægt að leita á eftirfarandi staði:

  • Heilsugæslan - Á höfuðborgarsvæðinu er heilsugæslan opin kl. 08:00-16:00 og flestir staðir eru með síðdegismóttöku kl. 16:00-18:00. Ávallt er hægt að fá samband við hjúkrunarfræðing.
  • Á landsbyggðinni er heilsugæsluvakt allan sólarhringinn.
  • Læknastofa viðkomandi hjartasérfræðings - hringja og panta símatíma.
  • Læknavaktin - Opin í Austurveri (Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík) utan dagvinnutíma alla daga. Hægt er að hringja allan sólarhringinn í síma 1770 til að fá ráðgjöf.

Ef erindið varðar lyfjaendurnýjun er vísað á heilsugæsluna / heimilislækni eða stofu viðkomandi hjartalæknis.

 

  • Vottorð eru gerð af læknariturum hjartalækna. Vinsamlegast hringið í síma 543-1000

 

  • Ef bóka þarf tíma í áreynslupróf, Holter eða hjartaómun er síminn 543 6152.
  • Ef bóka þarf tíma í gangráðseftirlit er síminn 543 6031

Ef erindið varðar biðlista vegna hjartaþræðingar, brennslu eða gangráðsísetningu eru þær upplýsingar gefnar af Guðrúnu Valgeirs hjúkrunarfræðingi á  föstudögum  kl. 13:00-15:00 í síma 543 6422

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?