Leit
Loka

Gjörgæsla og vöknun

Meðferð og eftirlit með sjúklingum eftir aðgerðir, rannsóknir, svæfingar og deyfingar

Gjörgæsla og vöknunÁ tveimur stöðum

Í Fossvogi og við Hringbraut

Banner mynd fyrir  Gjörgæsla og vöknun

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga

Gjörgæsla og vöknun - mynd

Hér erum við

Gjörgæsludeildir eru starfræktar bæði á Landspítala Hringbraut og í Fossvogi

Hagnýtar upplýsingar

Starfseiningar gjörgæsludeildar við Hringbraut eru þrjár, gjörgæsludeild 12B, vöknun 12A og vöknun á kvennadeild.

Gjörgæsludeild LSH við Hringbraut (deild 12B) var opnuð haustið 1974 og gerð upp árið 1996. Einnig var sett viðbygging við gjörgæsluna árið 2010 sem stækkaði deildina töluvert. Þetta er blönduð deild sem sérhæfir sig í gjörgæslumeðferð þeirra sérgreina sem eru við Hringbraut. Má þar nefna meðferð hjartasjúklinga s.s eftir hjartastopp og eftir opnar hjartaaðgerðir, gjörgæslumeðferð krabbameinssjúklinga ásamt gjörgæslumeðferð sjúklinga eftir stórar kviðarholsaðgerðir og aðgerðir á þvagfærum og ECMO meðferðir. Einnig sinner deildin börnum sem þurfa gjörgæslumeðferð og meðferð eftir stórar skurðaðgerðir.

Gjörgæsludeildin við Hringbraut er með rými fyrir 10 sjúklinga en vegna mönnunar er deildin einungis með 7 opin pláss. Deildin er með tvö hvíldar/bið herbergi fyrir aðstandendur. Heimsóknartími er frjáls og reynt er að koma til móts við þarfir aðstandenda eins og hægt er.

Á vöknun er gert ráð fyrir 10 – 11 sjúklingum. Vöknun er nýtt fyrir sjúklinga (börn og fullorðna) sem þurfa nákvæmt eftirlit eftir aðgerðir, en ekki gjörgæsluvistun ss eftir aðgerðir á kviðarholi, þvagfærum, brjóstholi og fleira. Sjúklingar sem fara í aðrar meðferðir og rannsóknir sem þarfnast svæfingar eða deyfingar eru þar einnig. Einnig er sérstök vöknun við skurðsstofur á kvennadeildinni er sú eining getur haft 7 sjúklinga á hverjum tíma.


Á gjörgæsludeild E6 á Landspítala í Fossvogi dvelja sjúklingar sem þarfnast sérhæfðrar gjörgæslumeðferðar og stöðugs eftirlits í lengri eða skemmri tíma vegna alvarlegra veikinda og slysa. Deildin þjónar öllu landinu, bæði fullorðnum og börnum.

Aðstaða á deildinni er annars vegar í stórum sal með sex sjúkrarúmum og hins vegar í þremur einbýlum. Herbergin eru mismunandi að stærð og hafa hvert sína sérstöðu.

Sjá nánar: 

Upplýsingarit gjörgæsludeildar E6 í Fossvogi

Oddział intensywnej opieki medycznej E6 w Fossvogur (pólska)

Intensive Care Unit E6 in Fossvogur (enska)

Gjörgæsludeildir eru á tveimur stöðum með hefðbundinni gjörgæslumeðferð en nokkurri sérhæfingu í samræmi við skiptingu sérgreina milli þeirra:

Í Fossvogi

Sími: 543 7650 og 543 7653
Heimsóknartímar eru kl. 13:00-20:00 og eftir samkomulagi

Hjúkrunardeildarstjóri

Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir
olofss@landspitali.is

Yfirlæknir

Kristinn Sigvaldason
krisig@landspitali.is

Ólöf Viktorsdóttir
olofvik@landspitali.is

Við Hringbraut

Sími: 543 7220
Heimsóknartími: Eftir samkomulagi

Hjúkrunardeildarstjóri

Árni Már Haraldsson
arnimh@landspitali.is

Yfirlæknir

Kári Hreinsson
karih@landspitali.is

Sigurbergur Kárason
skarason@landspitali.is

 

Vöknun eftir skurðaðgerðir fellur undir starfsemi gjörgæsludeildanna en þar fer fram skammtímaeftirlit með sjúklingum eftir aðgerðir, rannsóknir, svæfingar og deyfingar.  Heimsóknir eru aðeins í boði með sérstöku leyfi.

Í Fossvogi

Aðsetur: Aðalbygging Fossvogi, 6 .hæð – E álma
Símanúmer 543 7905 og 543 7906

Hjúkrunardeildarstjóri

Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir
olofss@landspitali.is

Yfirlæknir

Kristinn Sigvaldason
krisig@landspitali.is

Ólöf Viktorsdóttir
olofvik@landspitali.is

Við Hringbraut

Aðsetur: Aðalbygging Hringbraut, 2. hæð – A álma
Símanúmer: 543 7220

Hjúkrunardeildarstjóri

Árni Már Haraldsson
arnimh@landspitali.is

Yfirlæknar

Kári Hreinsson
karih@landspitali.is

Sigurbergur Kárason
skarason@landspitali.is

Á kvennadeild

Aðsetur: Kvennadeild 3. hæð – A álma
Símanúmer: 543 3246

Hjúkrunardeildarstjóri
Árni Már Haraldsson
arnimh@landspitali.is 

Yfirlæknir
Sveinn Geir Einarsson

 

Lind - styrktarsjóður gjörgæslu og vöknunar á Landspítala Hringbraut

  • Markmið sjóðsins er að bæta aðstöðu aðstandenda
  • Reikningsnúmer er 0513-26-002350 og kennitalan 651012-0740

 

Von - styrktarfélag er félag til styrktar skjólstæðingum gjörgæsludeildar á Landspítala Fossvogi

  • Hægt er að styrkja starfsemi Vonar meðal annars með því að kaupa minningarkort og tækifæriskort
  • Á vef Vonar eru upplýsingar um styrktarleiðir, félagið og verkefnin

Tengd starfsemi og þjónusta

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?