Leit
Loka

Göngudeild skurðlækninga B3

Á deildinni er veitt sérhæfð göngudeildarþjónusta auk ráðgjafar og kennslu. Þar fara fram ýmsar rannsóknir, greiningar og meðferðir á vegum háls-, nef- og eyrnalækna, heila- og taugaskurðlækna, lýtalækna og æðaskurðlækna.

Deildarstjóri

Sigrún Arndís Hafsteinsdóttir

Banner mynd fyrir  Göngudeild skurðlækninga B3

Hafðu samband

OPIÐMánudaga - föstudaga kl. 08:00-16:00

Göngudeild skurðlækninga B3  - mynd

Hér erum við

Landspítala Fossvogi - 3. Hæð B-álma

Hér erum við

Símatímar hjá B3 eru 10:00-12:00 alla virka daga. Leyst úr erindum sem varða:

  • vottorð
  • lyfseðla
  • lyfjaendurnýjanir
  • skilaboð til lækna
  • upplýsingar um tímapantanir

Deildir

Innskrift og undirbúningur fyrir skurðaðgerð, þar á meðal fræðsla og nauðsynlegar rannsóknir. Í vissum tilfellum þurfa skjólstæðingar að klára sína innskrift með viðkomu á Svæfingarmiðstöð 10E Hringbraut.

Á aðgerðarstofu deildarinnar eru gerðar minni háttar aðgerðir í staðdeyfingu.

Á göngudeildinni fer fram uppvinnsla, greining og meðferð sjúklinga með vandamál frá hálsi, nefi og eyrum. Einnig eru framkvæmdar minni aðgerðir og inngrip í staðdeyfingu auk endurkoma og eftirlits eftir innlagnir á bæði dag– og legudeild sérgreinarinnar.

Sérfræðilæknar deildarinnar

  • Arnar Þór Guðjónsson yfirlæknir
  • Einar Kristinn Hjaltested
  • Eva Albrechtsen
  • Geir Tryggvason
  • Guðni Páll Daníelsson
  • Ólafur Guðmundsson
  • Sigríður Sveinsdóttir
  • Sigurður Júlíusson
  • Þorsteinn Hreiðar Ástráðsson
  • Örnólfur Þorvarðsson

Sérfræðilæknir deildar

Steen Magnús Friðriksson, yfirlæknir

Sérfræðilæknir deildar

Gunnar Auðólfsson yfirlæknir

Göngudeild æðaskurðlækninga

  • Lilja Þyri Björnsdóttir - móttaka á miðvikudögum, kl. 9:00-13:00
  • Karl Logason - móttaka á mánudögum, kl. 10:00-12:00
  • Zoran Podvez- móttaka á föstudögum 10:00-13:00
  • Oscar David Rubio Bermeo- móttaka á mánudögum 10:00-13:00
    Deildarlæknar- móttaka á mánudögum 10:00-12:00

Á göngudeildinni er aðallega hugað að sjúklingum með slagæðasjúkdóma.

  • Viðtal við sjúkling og hefðbundin líkamsskoðun.
  • Rannsóknir á æðakerfinu; mældur þrýstingur í útlimum og ómskoðun..

Þjónustutími:  Móttaka á 6 til 8 vikna fresti eftir samkomulagi.   

Æðaflækjuteymi Landspítala er þverfaglegt með aðkomu æðaskurðlækna, ífarandi röntgenlækna, lýtalækna, handarskurðlækna, háls-, nef- og eyrnaskurðlækna, barnabæklunarlækna auk annarra eftir því sem við á.  

Teymið skoðar myndrannsóknir fyrirfram og ræðir svo við og skoðar sjúkling saman.  Það veitir ráð um meðferð, gerir beiðnir fyrir hjálpartæki ef við á og ákvarðar þörf fyrir eftirfylgd.

Tilvísun frá lækni þarf til að bóka tíma hjá æðaflækjuteymi og er tilvísun beint til umsjónarmanns teymisins:
Eyrún Ó. Guðjónsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur, eyrunosk@landspitali.is.     

Senda má rafræna tilvísun eða beiðni um ráðgjöf gegnum Sögukerfi eða senda skriflega tilvísun í bréfpósti á Æðaflækjuteymi, B3, Landspítali Fossvogi, Reykjavík.  

 
 

 

Á sáramiðstöð er áhersla á greiningu og ráðgjöf við meðferð langvinnra sára. Starfsemi er þverfagleg; hjúkrunarfræðingar sinna sjúklingi  í samvinnu við æðaskurðlækna, húðlækna, lýtalækna, innkirtlalækna, smitsjúkdómalækna, bæklunarlækna og fótaaðgerðafræðing.

Að loknu mati á sáramiðstöð er ákveðið hvort þörf er á frekari meðferð eða eftirfylgd þar.

Tilvísun. Til að fá þjónustu þarf tilvísun frá heilbrigðisstarfsmanni sem getur til dæmis verið læknir, hjúkrunarfræðingur eða fótaaðgerðafræðingur.

Beiðnum er sinnt eins fljótt og auðið er. 
Gera má ráð fyrir bið í allt að þrjár vikur ef beiðni er ekki metin brýn.

Fræðsluefni

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?