Leit
Loka

Bráðageðdeild

Banner mynd fyrir  Bráðageðdeild

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga.

 Móttökugeðdeildir  - mynd

Hér erum við

3. hæð C álma Geðdeildarbyggingar við Hringbraut -

Hagnýtar upplýsingar

Innlagnir á deildirnar fara í gegnum bráðaþjónustu eða lækna deildanna.  Meðferðin er fjölþætt og sniðin að þörfum sjúklinga og aðstandenda þeirra eftir því sem unnt er á hverjum tíma.  Lögð er áhersla á að greina líffræðilega, sálræna og félagslega þætti sem stuðla að veikindum og heilbrigði. Stefnt er að heildrænni þjónustu þar sem sjúklingur og fjölskylda hans eru upplýst um meðferðina og taka þátt í að efla heilbrigði sjúklinga eftir útskrift.

Símanúmer

  • Vakt: 543 4423 og 543 4430
  • Deildarritari: 543 4036

Bráðageðdeild er geðgjörgæsludeild með 10 rúm.

Deildin er á 2. hæð C-álmu í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut.

Heimsóknartímar eru milli klukkan 14:00 og 20:00 virka daga og 12:00 og 21:00 um helgar. Gestir þurfa að hafa samband við hjúkrunarfræðing deildarinnar áður en komið er í heimsókn. Ef óskað er eftir heimsóknum á öðrum tímum er best að ræða við vakthafandi hjúkrunarfræðing. Sjúklingar sem ekki vilja fá heimsóknir eru beðnir um að ræða það við starfsfólkið. 

Ábendingum vegna þjónustu deildarinnar má koma til deildarstjóra eða yfirlæknis eftir því sem við á.

    Var efnið hjálplegt?
    Takk fyrir
    Af hverju ekki?