Leit
Loka
 

Tilnefning starfsmanna til heiðrunar á ársfundi 2021

29994471_236678883570383_1446208117_o.jpg (188407 bytes)

Landspítali heiðrar árlega starfsmenn sem sýnt hafa framúrskarandi árangur og lagt fram sérstaklega lofsvert framlag til starfseminnar undangengin misseri. Við valið er sérstaklega horft til þeirra áherslna sem fram koma í stefnu Landspítala - öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur - og þeirra gilda sem stofnunin starfar eftir en þau eru umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun.

Til þriðjudagskvölds 13. apríl getur þú tilnefnt vinnufélaga eða teymi sem þér finnst eiga heiður skilinn.

Allir starfsmenn Landspítala eiga kost á að vera heiðraðir, ekki aðeins þeir sem eiga langan starfsaldur að baki
Vægi hverrar tilnefningar eykst eftir því sem fleiri starfsmenn eru þar að baki
Rökstuðningur þarf að fylgja hverri tilnefningu

Valnefnd: Í valnefnd vegna heiðrana eru Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðsmála, Kristín Jónsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra, Páll Helgi Möller, yfirlæknir á meðferðarsviði, Viktor Ellertsson, mannauðsstjóri á þjónustusviði og Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður aðgerðarsviði.

Starfsmaður nefndarinnar er Þórleif Drífa Jónsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu mannauðsmála.

Heiðranirnar fara fram á ársfundi Landspítala föstudaginn 7. maí 2021.

 


* Tilnefna má starfsmann eða teymi
** Ath! Má sleppa ef um er að ræða hóp
*** Tilgreinið á hvern hátt viðkomandi hefur skarað fram úr og hvernig það framlag tengist gildum og markmiðum LSH.

 

Stefna Landspítala >> 

Listi yfir þá sem heiðraðir hafa verið á ársfundi Landspítala frá 1989


Stefna Landspítala og gildi

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?