Leit
Loka
 

Tilnefning starfsmanna til heiðrunar á ársfundi 2022

29994471_236678883570383_1446208117_o.jpg (188407 bytes)

Landspítali heiðrar árlega starfsmenn sem sýnt hafa framúrskarandi árangur og lagt fram sérstaklega lofsvert framlag til starfseminnar undangengin misseri. Við valið er sérstaklega horft til þeirra áherslna sem fram koma í stefnu Landspítala - öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur - og þeirra gilda sem stofnunin starfar eftir en þau eru umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun.

Heiðranirnar fara fram á ársfundi Landspítala, síðast á ársfundi í maí 2022.

Allir starfsmenn Landspítala eiga kost á að vera heiðraðir, ekki aðeins þeir sem eiga langan starfsaldur að baki
Vægi hverrar tilnefningar eykst eftir því sem fleiri starfsmenn eru þar að baki
Rökstuðningur þarf að fylgja hverri tilnefningu

Valnefnd heiðrana 2022:
Gunnar Ágúst Beinteinsson framkvæmdastjóri mannauðsmála, María Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu aðgerðasviðs, Páll Helgi Möller, yfirlæknir á aðgerðarsviði, Viktor Smári Hafsteinsson, mannauðsráðgjafi á þjónustusviði og Guðrún Ingibjörg Gylfadóttir, verkefnastjóri á skrifstofu mannauðsmála.

Starfsmaður valnefndarinnar er Heiðdís Lóa Óskarsdóttir, mannauðsráðgjafi á skrifstofu mannauðsmála.