Leit
Loka

Bráðamóttaka barna

Á bráðamóttöku barna er börnum sinnt frá fæðingu til 18 ára aldurs eftir tilvísun frá lækni, hjúkrunarfræðingi eða ljósmóður

Deildarstjóri

Ingileif Sigfúsdóttir

Yfirlæknir

Ragnar Bjarnason

Banner mynd fyrir  Bráðamóttaka barna

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga.

Athugið að ekki er veitt ráðgjöf í gegnum síma

Bráðamóttaka barna - mynd

Hér erum við

Jarðhæð Barnaspítala Hringsins á Landspítala Hringbraut.

Sjá staðsetningu á korti

 Kynning bráðamóttöku

Hagnýtar upplýsingar

Bráðamóttaka Barnaspítala Hringsins tekur á móti veikum börnum frá fæðingu til 18 ára aldurs eftir tilvísun frá lækni, hjúkrunarfræðingi eða ljósmóður.
Foreldrar/forráðamenn geta leitað beint á bráðamóttökuna með bráðveikt barn.
Ef barnið hefur lent í slysi eða óhappi og þarf mat heilbrigðisstarfsfólks skal leita á Heilsugæslu eða bráðamóttökuna í Fossvogi.

Til að tryggja öryggi allra sjúklinga þarf að forgangsraða eftir eðli og alvarleika veikinda.

Hjúkrunarfræðingur skoðar og metur alla sem koma á bráðamóttöku strax við komu.  Þegar lagt hefur verið mat á alvarleika veikinda er sjúklingnum vísað í viðeigandi farveg.

Börnum er fylgt eftir með endurkomu á bráðamóttöku eða með símtali, sé þess þörf.

Um 6-7% barna sem leita á bráðamóttökuna eru lögð inn á deildir Barnaspítalans eftir skoðun og rannsóknir.  Þannig fá langflest börn sem koma á móttökuna viðeigandi meðferð þar og fara síðan heim.

Börn undir fjögurra ára eru stærsti hópur þeirra barna sem leitað er með á bráðamóttöku barna.  Álagið er mjög breytilegt og eru árstíðasveiflur miklar. Flestar komur eru yfir vetrarmánuði en þeim fækkar með hækkandi sól. Komur á bráðamóttöku barna eru um 13.500 á ári.

Opið allan sólarhringinn

Aðalinngangur Barnaspítala Hringsins er opinn frá kl. 07:00 til 22:00 virka daga og kl.10:00-22:00 um helgar.

Utan þess tíma er farið inn um næturinngang Landspítala sem snýr að Eiríksgötu.

  • Ekki er veitt símaráðgjöf á bráðamóttöku barna
  • Almenn símaráðgjöf vegna veikinda barna er veitt á Heilsugæslum og hjá Læknavaktinni

 

 

 Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?