Leit
Loka

Börn með svefnvanda

Veitt er ráðgjöf og stuðningur í samræmi við vandamálið og aðstæður.

Banner mynd fyrir  Börn með svefnvanda

Hafðu samband

Börn með svefnvanda - mynd

Hér erum við

Barnaspítali

Sjá staðsetningu á korti

Hagnýtar upplýsingar

Meðferðin á göngudeildinni er einstaklingsmiðuð.

Foreldar (umönnunaraðilar) og oftast barnið líka koma í viðtal á göngudeildinni.

Farið er yfir svefnvenjur og þann vanda sem um ræðir.

Veitt er ráðgjöf og stuðningur í samræmi við vandamálið og aðstæður.

Sumar fjölskyldur koma einungis einu sinni en aðrar koma reglulega yfir langt tímabil.

Skjólstæðingahópurinn eru fjölskyldur með börn á öllum aldri, þó flest barnanna séu undir þriggja ára aldri.

Tekið er við tilvísunum frá heilbrigðisstarfsfólki s.s. hjúkrunarfræðingum og læknum. Þegar tilvísun hefur borist þá fá foreldrar sms því til staðfestingar að tilvísun sé móttekin. Foreldrar fá boð um svefnráðgjöf eins fljótt og kostur er, en hafa ber í huga að veik börn hafa forgang og oftast líða nokkrar vikur þar til barni er boðinn tími í ráðgjöf.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?