Leit
Loka

Barna- og unglingageðdeild (BUGL)

BUGL veitir börnum og unglingum með geð- og þroskaraskanir margvíslega þjónustu

Deildarstjórar

Guðlaug María Júlíusdóttir, faghópa

Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal, hjúkrunar

Yfirlæknir

Björn Hjálmarsson

Banner mynd fyrir  Barna- og unglingageðdeild (BUGL)

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga á legudeild

8:00-16:00 á göngudeild. Athugið að ekki er veitt ráðgjöf í gegnum síma

Barna- og unglingageðdeild - BUGL - mynd

Hér erum við

Dalbraut 12, 105 Reykjavík

Sjá staðsetningu á korti

Hagnýtar upplýsingar

Ef erindið varðar:

  1. Ábendingar sendið á netfangið abendingarbugl@landspitali.is
  2. Starfsumsókn sendið á netfangið: starfsumsoknirbugl@landspitali.is
  • Göngudeild BUGL að Dalbraut 12 er opin alla virka daga milli kl. 08:00 og 16:00.
  • Sími: 543 4300

Göngudeild barna- og unglingageðdeildar veitir börnum og unglingum að 18 ára aldri þjónustu vegna geð- og þroskaraskana.

Nánar um göngudeildina

 

 

  • Legudeild BUGL við Dalbraut 12 er opin allan sólarhringinn.
  • Sími: 543 4300

Hlutverk deildarinnar er að sinna börnum og fjölskyldum þeirra sem þurfa á tímabundinni innlögn að halda vegna geðræns vanda barns þegar þjónusta í nærumhverfi fjölskyldu, á sérfræðistofnunum eða á göngudeild BUGL nægir ekki.

Nánar um legudeildina

Þegar grunur vaknar um geðrænan vanda hjá barni / unglingi getur farið af stað ferli sem leiðir til tilvísunar á BUGL. Forráðamenn leita fyrst eftir þjónustu innan síns sveitarfélags s.s. hjá heilsugæslu, félagsþjónustu/þjónustumiðstöðvum eða sálfræðiþjónustu skóla.

BUGL gerir kröfu um að nýjum tilvísunum á göngudeild BUGL fylgi undirskrift læknis í heimabyggð. Ekki verður tekið á móti tilvísunum nema haft sé samráð við lækni í heilsugæslu eða annan lækni sem sinnt hefur barninu. Markmiðið með því er að auka samfellu í meðferð barnsins og tryggja markvissa eftirfylgd. Með hliðsjón af hlutverki BUGL í heilbrigðiskerfinu má telja eðlilegt að um sé að ræða aðkomu læknis fyrir og eftir sérfræðiþjónustu.

Frumgreiningu þarf að gera áður en vísað er á BUGL. Í tilvísun þurfa að liggja fyrir og koma fram upplýsingar um vanda barnsins og niðurstöður athugana á þroskastöðu barns/unglings. Nauðsynlegt er að búið sé að gera vitsmunaþroskamat (WISC-IV eða WIPSI) og mikilvægt að geta útkomu og senda tölulegar niðurstöður og prófíla annarra matslista og skim- eða greiningartækja, sem hafa verið undanfari tilvísunar, með sem fylgigögn.

Hverjir eru tilvísendur?
Helstu tilvísendur á BUGL eru greiningar-/meðferðarteymi, sérfræðilæknar, heilsugæslulæknar, sálfræðingar og aðrir sérfræðingar; leikskóla- og grunnskólaþjónustu, félagsþjónustu eða Barnaverndar. Þessir aðilar meta vandann í tengslum við fjölskyldu barns, umhverfi og skóla og veita viðeigandi stuðning og meðferðarúrræði.

Sé það sameiginlegt mat ofangreindra að viðkomandi þurfi sérhæfðari þjónustu er það á ábyrgð þess sérfræðings sem framkvæmt hefur athuganir að vísa á BUGL.

Hér að neðan er að finna tilvísunareyðublað á BUGL. Hægt er að fylla blaðið út rafrænt en það þarf síðan að prenta það út og senda á Inntökuteymi BUGL. Nauðsynlegt er að senda með tilvísun heimild með undirskrift foreldra (sjá meðfylgjandi eyðublað hér fyrir neðan).

Vefur Brúarskóla

Brúarskóli við Dalbraut er rekinn af Reykjavíkurborg og starfar samkvæmt lögum um grunnskóla.

Grunnskólinn er fyrir nemendur sem eiga við geðræna erfiðleika að etja og liggja inni á BUGL.
Hann er starfræktur á þeim tíma árs sem kennsla fer fram í almennum skólum.

Meginmarkmið kennslunnar er að styðja nemendur í námi. Kennslan er einstaklingsmiðuð og sérhæfð fyrir hvern nemanda í samræmi við námslega stöðu hans, áhuga og getu. Í flestum tilfellum er um samkennslu að ræða í fámennum hópum. Við útskrift veita kennarar ráðgjöf til kennara og starfsfólks heimaskóla og fræðslu eftir þörfum. Við Brúarskóla starfar einnig ráðgjafarsvið.

 

Helstu bakhjarlar BUGL eru Hringurinn kvenfélag, Lionsklúbburinn Fjörgyn og Kiwanishreyfingin á Íslandi. 

Auk þessa nýtur BUGL stuðnings fjölda félagasamtaka, fyrirtækja, nemendafélaga og einstaklinga.

Hringurinn, kvenfélag
Lionsklúbburinn Fjörgyn
Kiwanis á Íslandi

Viltu styrkja BUGL?

Ef áhugi er á að styrkja BUGL í formi peninga eða tækja er hægt að hafa samband við Björgu Haraldsdóttur í síma 543 4355 eða senda póst á netfangið thorunnb@landspitali.is .

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?