Leit
Loka

Brjóstamiðstöð Landspítala

SKREPP Í SKIMUN - VIÐ HVETJUM EINSTAKLINGA SEM HAFA FENGIÐ BOÐSBRÉF Í SKIMUN AÐ BÓKA TÍMA

Deildarstjóri

Kristjana Guðrún Guðbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur

Yfirlæknir

Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, skurðlæknir

SKREPP Í SKIMUNTil þess að bóka tíma í brjóstaskimun:

Senda tölvupóst á brjostaskimun@landspitali.is Hringja í síma 543 9560 milli kl 8:30 – 12:00 og 13:00 – 15:30

Banner mynd fyrir Brjóstamiðstöð Landspítala

Hafðu samband

OPIÐVirka daga 08:00-16:00

Brjóstamiðstöð - mynd

Hér erum við

Eiríksstaðir, Eiríksgata 5, 3. hæð

Sjá staðsetningu á korti

Brjóstaheilsa

Sjálfskoðun brjósta má kynna sér í eftirfarandi myndbandi: Brjóstaþreifing - Lærðu að þekkja brjóstin þín

Því fyrr sem brjóstakrabbamein finnst, því líklegri er góður árangur af meðferð. Fylgstu vel með brjóstum og handarkrikum. Skoðaðu og þreifaðu reglulega. Þekktu líkama þinn, þá tekur þú frekar eftir breytingum. Gott er að vera við spegil. Í flestum tilfellum eru einkenni þó ekki vegna krabbameins en mikilvægt er að fá úr því skorið.

 • Hnútur eða fyrirferð í brjósti, ofar á bringu eða í handarkrika
 • Breytingar á geirvörtu, t.d. að hún hafi dregist inn
 • Útbrot, hreistrug húð eða sár sem ekki grær á geirvörtu eða kringum hana
 • Vökvi fer að leka úr geirvörtu
 • Áferðarbreyting á húð, er t.d. ójöfn
 • Breyting á lögun eða stærð brjósts
 • Roði, hiti, bólga eða litabreytingar í húð 

Ef vart verður við ofangreind einkenni er mikilvægt að leita sér þekkingar fagaðila sem fyrst til að meta eðli einkenna og þörf á frekari rannsóknum.

Brjóstakrabbamein er óalgengt hjá einstaklingum yngri en 40 ára en mikilvægt fyrir fólk á öllum aldri að fylgjast með mögulegum einkennum og leita til fagaðila.


Það er mikilvægt að einstaklingar með einkenni frá brjóstum leiti til fagaðila til nánari mats og rannsókna. Mikilvægt er að leita sér þekkingu fagaðila sem fyrst til að meta eðli einkenna. Fyrsta viðkoma vegna einkenna frá brjóstum er heilsugæslan þar sem hægt er að fá bráðatíma til heilsugæslulæknis vegna einkenna frá brjóstum. Mikilvægt er að taka fram þegar hringt er á heilsugæsluna eða hringt er í 1700 að óskað er eftir tíma vegna einkenna frá brjóstum.

Aðgengi að sérfræðiþjónustu Brjóstamiðstöðvar Landspítala er á þrjá vegu:

 1. Tilvísun til Brjóstamiðstöðvar frá heilsugæslu. Heilsugæslan veitir fyrstu ráðgjöf við öllum einkennum frá brjóstum og sendir rafræna tilvísun á Brjóstamiðstöð til frekari ráðgjafar. Einnig bendum við á að alltaf er hægt að leita til upplýsingamiðstöðvar heilsugæslunnar sem er miðlæg þjónusta fyrir alla sem þangað leita, þjónustan er aðgengileg á netspjalli Heilsuveru og í síma 513 1700. Mikilvægt er að taka fram að um er að ræða einkenni frá brjóstum.
 2. Tilvísun til Brjóstamiðstöðvar frá læknastofum. Læknastofur geta einnig sent rafræna tilvísun fyrir einstaklinga á Brjóstamiðstöð til frekari ráðgjafar.
 3. Það er einnig mögulegt að fá ráðgjöf frá hjúkrunarfræðing Brjóstamiðstöðvar við bráðum einkenni frá brjóstum:
  a) Senda Brjóstamiðstöð skilaboð í gegnum Landspítalaappið: Landspítalaappið leiðbeiningar
  b) Hringja á göngudeild Brjóstamiðstöðvar í síma 543 9560

Hagnýtar upplýsingar

Aðgengi að sérfræðiþjónustu Brjóstamiðstöðvar Landspítala er á þrjá vegu:

 1. Tilvísun til Brjóstamiðstöðvar frá heilsugæslu. Heilsugæslan veitir fyrstu ráðgjöf við öllum einkennum frá brjóstum og sendir rafræna tilvísun á Brjóstamiðstöð til frekari ráðgjafar. Einnig bendum við á að alltaf er hægt að leita til upplýsingamiðstöðvar heilsugæslunnar sem er miðlæg þjónusta fyrir alla sem þangað leita, þjónustan er aðgengileg á netspjalli Heilsuveru og í síma 513 1700. Mikilvægt er að taka fram að um er að ræða einkenni frá brjóstum.
 2. Tilvísun til Brjóstamiðstöðvar frá læknastofum. Læknastofur geta einnig sent rafræna tilvísun fyrir einstaklinga á Brjóstamiðstöð til frekari ráðgjafar.
 3. Það er einnig mögulegt að fá ráðgjöf frá hjúkrunarfræðing Brjóstamiðstöðvar við bráðum einkenni frá brjóstum:
  a) Senda Brjóstamiðstöð skilaboð í gegnum Landspítalaappið: Landspítalaappið leiðbeiningar
  b) Hringja á göngudeild Brjóstamiðstöðvar í síma 543 9560

VIÐ HVETJUM ÖLL SEM HAFA FENGIÐ BOÐSBRÉF Í SKIMUN AÐ BÓKA TÍMA

Staðsetning: Brjóstamiðstöð, skimun og greining er staðsett á Eiríksgötu 5, 3.hæð.

Þjónustutími: Opið fyrir brjóstaskimanir mánudaga til föstudaga kl: 8:00-16:00. Einnig er boðið upp á kvöld og helgaropnun valda daga.

Verðskrá: Brjóstaskimun er hluti af greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Sjá nánar gjaldskrá Landpítala.

Boðanir og niðurstöður: Einkennalausar konur á aldrinum 40 til 74 ára sem hafa fengið boðsbréf geta pantað tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Samhæfingarstöð krabbameinsskimana (SKS) sem er rekin af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins heldur utan um boðanir og sendir einnig rafrænt svarbréf þegar niðurstöður rannsóknar liggja fyrir. Tímabókanir eru hjá Brjóstamiðstöð í síma 543 9560 milli kl 8:30 – 12:00 og 13:00 – 15:30 alla virka daga. Einnig er hægt að senda tölvupóst á brjostaskimun@landspitali.is


Teymi Brjóstamiðstöðvar Landspítala verður á ferðinni eftir skipulögðum dögum í haust 2024:

 

Staður

Skimun

Ísafjörður

16. - 20. september

Þórshöfn

24. september

Vopnafjörður

25. - 26. september 

Egilsstaðir

30.september - 4. október

Eskifjförður

 7. - 11. október

Kirkjubæjarklaustur

 15. október

Vík

 16. október

Hvolsvöllur

 21. - 23 október

Selfoss

 28. október - 8. nóvember

Reykjanesbær*

 20. - 27. nóvember

*Ekki 22. nóvember

Mikilvægt er að hafa samband og bóka tíma. Hægt er að bóka tíma með því að senda tölvupóst á brjostaskimun@landspitali.is
Við bendum á að brjóstaskimun er einnig í boði allt árið á Sjúkrahúsinu á Akureyri (Sak) fyrir einstaklinga staðsetta á Akureyri og nærsveitum. 


Fræðsla

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum hér á landi og að meðaltali greinast 250 konur árlega og er meðalaldur þeirra 62 ár. Skimun fyrir brjóstakrabbameini er árangursrík leið til að lækka dánartíðni sjúkdómsins en lýðgrunduð skimun fyrir brjóstakrabbameini hófst á Íslandi árið 1987. Skimun leiðir ekki til lækkunar á tíðni sjúkdómsins, en með því að greina hann snemma aukast líkur á því að sjúkdómurinn sé staðbundinn og hafi ekki náð að dreifa sér.

Almenn brjóstaskimun er fyrir konur sem ekki eru með einkenni frá brjóstum. Finnist fyrir einkennum frá brjóstum t.d. hnút eða fyrirferð í brjósti, inndreginni húð eða geirvörtu, blóðugri eða glærri útferð úr geirvörtu, verkjum eða eymslum í brjóstum, er ráðlagt að leita til læknis sem þá sendir tilvísun í frekari skoðun.

 • Skimunaraldur:
  Aldurshópurinn 40-69 ára fær boð í skimun á 2 ára fresti
  Aldurshópurinn 70-74 ára fær boð í skimun á 3 ára fresti
  Konur eldri en 74 ára eru velkomnar í skimun, en þær fá ekki boðsbréf og þurfa því að hafa samband við sinn heimilislækni eða við Brjóstamiðstöð og panta sér tíma í brjóstamynd

 • Konur í aukinni áhættu á brjóstakrabbameini: Konur með þekktar áhættustökkbreytingar í áhættugenum (BRCA, CHECK,ATM og fleiri) eða með sterka fjölskyldusögu um brjóstakrabbamein og eru í aukinni hættu á að greinast með brjóstaskrabbamein á lífsleiðinni bíðst einstaklingsmiðað áhættueftirlit á vegum Brjóstamiðstöðvar Landspítala. Þær eru ekki í almennri skimun heldur fara í frekari skoðun og þéttara eftirlit á vegum brjóstaskurðlækna og Landspítala.
 • Konur sem hafa farið í áhættuminnkandi brjóstnám á báðum brjóstum: Ekki er þörf á skimun þar sem búið er að fjarlægja allan brjóstvef. Eftirlit á vegum brjóstaskurðlækna
 • Konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein: Eru undir eftirliti krabbameinslæknis í fimm ár eftir meðferð skv. verklagi Landspítala en geta farið aftur í almenna skimun eftir það. Þær konur sem ekki hafa náð skimunaraldri fimm árum eftir krabbameinsmeðferð eru áfram í árlegu eftirliti hjá krabbameinslækni, þar til þær hafa náð skimunaraldri. Konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein fá boð um skimun til 79 ára aldurs.
 • Konur með stækkunarpúða í brjóstum: Geta farið í almenna skimun og við mælum eindregið með því að konur með púða mæti í skimun. Brjóstamyndataka er örugg rannsókn fyrir konur með brjóstapúða.

Ottawa leiðarvísir fyrir persónulega ákvörðunartöku er ætlað einstaklingum sem standa frammi fyrir ákvörðunum. Leiðarvísirinn getur hjálpað þér að greina þínar persónulegar þarfir, skipuleggja næstu skref, gera ákvörðunarferlið sýnilegt og koma skoðunum þínum á framfæri við þá sem er koma að ákvörðunartökunni. Ferlið mun einnig geta hjálpa þér við aðrar ákvörðunartökur síðar.

Ottawa leiðarvísir er gagnvirt PDF eyðublað, með því að nota Acrobat Reader geturðu slegið inn þín svör í eyðublaðið, prentað eða vistað blaðið til þess að hafa yfirlit yfir þeim ákvörðunum sem þú hefur tekið.

Þessi leiðarvísir kemur ekki í staðin fyrir faglegrar ráðgjafar. Leiðarvísirinn getur undirbúið þig til þess að ræða þína ákvörðun við aðra.


Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?