Leit
Loka
Arsskyrsla2019_banner-02.jpg (932964 bytes)

Ávarp forstjóra

„Á árinu 2019 réðumst við í umfangsmiklar og tímabærar skipurits- og skipulagsbreytingar, fyrstu verulegu breytingarnar í rúmlega áratug,“ segir Páll Matthíasson forstjóri í ávarpi sínu í ársskýrslu Landspítala 2019. „Meginmarkmið breytinganna var að sníða skipulag starfseminnar og stjórnunarfyrirkomulag að aðalverkefnum spítalans og síbreytilegum þörfum samfélagsins um leið og hagrætt var í stjórnunarþætti Landspítala. Það er mat mitt að nýtt skipurit styðji við undirbúning að starfsemi spítalans í nýju húsnæði við Hringbraut. Í október tók ný og fámennari framkvæmdastjórn til starfa og nýir lykilstjórnendur, forstöðumenn kjarna, stuttu síðar.“ 
Lesa meira

 

Ársfundur Landspítala  2020 er haldinn í Hringsal á Landspítala Hringbraut föstudaginn 12. júní,  kl. 14:00 til 16:00. Yfirskriftin er „Saman gegnum kófið“. Vegna Covid-19 faraldursins er og takmarkana í samkomuhald er fundurinn ekki opinn gestum en þess í stað sendur út á miðlum spítalans.

Nánar um ársfundinn og ársfundi frá árinu 2000

 Ólafur Darri Andrason, framkvæmdastjóri fjármála, kynnti ársreikning Landspítala 2019 á ársfundi spítalans í Hringsal 12. júní 2020

Ársreikningur Landspítala 2019 með skýringum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ávarpaði ársfund Landspítala 2020 Í Hringsal.  
Vegna Covid-19 faraldursins var ávarpið tekið upp fyrirfram.

Smella hér til að horfa á eða lesa ávarpið

Páll Matthíasson forstjóri flutti ávarp á ársfundi Landspítala 2020

Smella hér til að sjá eða lesa ávarpið

 

 

Ellefu einstaklingar og þrír hópar voru heiðraðir á ársfundi Landspítala í Hringsal 12. júní 2020.

Nánar hér um heiðrunina

Spjall um vísindarannsóknir á Landspítala í kjölfar COVID-19.

Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga
Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar

Horfa hér á myndskeiðið

Á ársfundi Landspítala 12. júní 2020 í Hringsal var sagt frá vefnum „Saman gegnum kófið“ sem er samstarfsverkefni geðþjónustu og mannauðsmála á Landspítala fyrir starfsfólk. Tilgangurinn er að veita fólki leiðsögn í því að takast á við afleiðingar Covid-19 heimsfaraldursins. Vefurinn er á www.landspitali.is.

Smella hér til að horfa á myndskeiðið

Á ársfundi Landspítala í Hringsal 12. júní 2020 var frumsýnt myndskeið þar sem nokkrir starfsmenn lýstu, að nokkru marki í léttum tón, hvað þeir töldu hafa varið hápunkta í Covid-19 faraldrinum.

Smella hér til að horfa

 

Lykiltölur Landspítala 2009-2019 

Gröf: Klínísk starfsemi - fjöldi lega/innlagna og legudaga - Fjöldi koma á göngu- og dagdeildir - Komur á bráðamóttökur - Meðallegutími (dagar) - Skurðaðgerðir, án inndælinga lyfs í auga - Fjöldi sjúklinga í bið eftir vistun utan Landspítala - Fjöldi stöðugilda og starfsmannavelta - Rekstrarkostnaður - Fjöldi alvarlegra atvika - Fjöldi rúma í árslok - Fæðingar - Rannsóknir rannsóknaþjónustu - Mannauður - Starfsánægja stafsmanna - Fjöldi nemenda á Landspítala.

 

Hér fyrir neðan er fjöldi frétta í texta og myndskeiðum sem tengjast starfsemi Landspítala á árinu 2019 og birtust á vef spítalans.

Spítalamyndskeið

 

Allar eldri fréttir

Meginmarkmið með nýju skipuriti Landspítala sem tók gildi 1. október 2019 var að sníða skipulag starfseminnar og stjórnunarfyrirkomulag að aðalverkefnum spítalans og síbreytilegum þörfum samfélagsins og um leið að hagræða í stjórnunarþætti stofnunarinnar. Ráðast þurfti í víðtækar aðhaldsaðgerðir á árinu 2019 með það að leiðarljósi að skila nærri eins milljarðs króna sparnaði á því ári og tveimur og hálfum milljarði á árinu 2020.

Starfsemi sjö klínískra sviða og rekstrarsviðs var samkvæmt nýja skipuritinu skipt upp í þrjú svið; meðferðarsvið, aðgerðasvið og þjónustusvið. Stöður níu framkvæmdastjóra voru lagðar niður og ráðið í nýjar stöður framkvæmdastjóra sviðanna þriggja.

Sviðin í skipuritinu nýja byggja á þjónustukjörnum og var ráðið í ellefu stöður forstöðumanna þessara kjarna. Hlutverk þeirra er að samhæfa verkefni í framlínu spítalans, þjónustu við sjúklinga, vísindi og menntun og hafa heildarsýn yfir stærri málaflokka.

Skipurit Landspítala frá 1. október 2019

Allar eldri fréttir

Starfsemi á Landspítala nýtur þess að á hverju ári koma einstaklingar eða fulltrúar fyrirtækja og stofnana færandi hendi. Gjafir, smáar sem stórar, vitna um góðan hug til Landspítala og þær koma sér alltaf vel. Verðmæti gjafa nemur hundruðum milljóna króna á hverju ári.

Hér er sagt frá nokkrum af þeim fjölmörgu gjöfum og styrkjum sem spítalanum voru færðar á árinu 2019.

Það er líka hægt að styrkja starfsemina með því að kaupa minningarkort eða styrkja hinu ýmsu sjóði á Landspítala.

Minningarkort

Beinir styrkir (sjóðir)

Framtíðaruppbygging Landspítala við Hringbraut var áfram á fullu skriði á árinu 2019 eftir undirbúningsvinnu sem hefur staðið yfir meira og minna frá sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000.

Þrennt bar hæst í verkefninu á árinu 2019. Í fyrsta lagi var lokið við byggingu sjúkrahótels gegnt kvennadeild og það tekið í notkun.  Í öðru lagi voru mjög umfangsmiklar jarðvegsframkvæmdir á Hringbrautarlóðinni þar sem var verið að grafa og sprengja fyrir nýja meðferðarkjarnanum. Í þriðja lagi hélt áfram hönnun meðferðarkjarnans og fleiri bygginga sem eiga eftir að rísa í Hringbrautarverkefninu svonefnda. 

Hér fyrir neðan eru fréttir sem birtust á árinu 2019 á vef Landspítala bæði sem texti og myndskeið.

Framtíðaruppbygging Landspítala 2019: Hringbrautarverkefnið - myndskeið 

Allar eldri fréttir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?